Fara í efni

Skipulags- og umferðarnefnd

51. fundur 14. október 2004

Mættir: Ingimar Sigurðsson, Þórður Ólafur Búason, Ragnhildur Ingólfsdóttir, Stefán Bergmann og Elín Helga Guðmundsdóttir, auk þess sátu fundinn Einar Norðfjörð framkvæmdastjóri tæknisviðs, Hlín Sverrisdóttir frá ALTA og Ólafur Hersinsson og Ögmundur Skarphéðinsson frá Hornsteinum og Grímur Jónasson frá VSÓ.

Fundargerð ritaði Ragnhildur Ingólfsdóttir

Dagskrá:

1. Fundur settur
2. Aðalskipulag, framhald síðasta fundar.
3. Deiliskipulag Suðurstrandar og Hrólfsskálamels.
4. Önnur mál.
5. Fundi slitið

1. Fundur settur af varaformanni kl. 08:05

2. Hlín Sverrisdóttir fór yfir samantekt á uppbyggingarmöguleikum á Seltjarnarnesi og ræddi um tillögur að svörum við athugasemdir við aðalskipulag. Ákveðið var að ráðgjafar aðal- og deiliskipulags gengju endanlega frá svörum við athugasemdir sem bárust vegna breytinga á aðalskipulagi.

3. Hornsteinar lýstu tillögum um breytingar á deiliskipulagi við Suðurströnd. Samþykkt að þeir útfæri frekar tillögur 4 og 6 og leggi fyrir næsta fund.

4a. Lagt fram bréf Högna Óskarssonar og Ingunnar Benediktsdóttur, dags. 6. okt. 2004.

4b. Tekið fyrir erindi Golfklúbbs Ness, dags. 26. sept. 2004. Nefndin samþykkir erindið.

5. Fundargerð upplesin og samþykkt og fundi slitið kl. 10:24

Ingimar Sigurðsson (sign) Þórður Búason (sign)
Stefán Bergmann (sign) Ragnhildur Ingólfsdóttir (sign)
Elín Helga Guðmundsdóttir (sign)

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?