Fara í efni

Skipulags- og umferðarnefnd

23. ágúst 2016

44. fundur Skipulags- og umferðanefndar, þriðjudaginn 23. ágúst, 2016, kl. 8:00 að Austurströnd 2 á Seltjarnarnesi.

Mætt: Bjarni Torfi Álfþórsson, Anna Margrét Hauksdóttir, Ásgeir Guðmundur Bjarnason (að hluta), Stefán Bergmann, Kristinn H. Guðbjartsson, byggingarfulltrúi og Páll Gunnlaugsson ASK.

Fundarstjóri: Bjarni Torfi Álfþórsson.  Fundarritari: Kristinn H. Guðbjartsson

Skipulagsmál samkvæmt Skipulagslögum nr. 123/2010

 1. Mál.nr. 201306001613
  Heiti máls: Vestursvæði deiliskipulagstillaga.
  Lýsing:  Uppfærð gögn eftir athugasemdir Skipulagsstofnunar.
  Afgreiðsla: Frestað milli funda.

 

 1. Mál.nr. 2016040139
  Heiti máls: Kolbeinssstaðamýri, deiliskipulagsbreyting vegna Suðurmýrar 10.
  Málsaðili: Verkstjórn ehf.
  Lýsing: Deiliskipulagsbreyting í Kolbeinsstaðamýri vegna Suðurmýri 10 þar sem fjölgað er íbúðum í 5 og bílastæðum. Komin er breytt tillaga B með fjölgun íbúða í allt að 4.
  Afgreiðsla: Samþykkt að auglýsa deiliskipulagsbreytingu.

 

 1. Mál.nr. 2016030088
  Heiti máls: Bollagarðar/Hofgarðar breytt deiliskipulag vegna Bollagarða 73-75.
  Málsaðili: Kristinn E Hrafnsson
  Lýsing: Deiliskipulagsbreyting á uppdrætti sem sýnir sameiningu lóða og byggingareiti breytt snúningssvæði í götu, Komin  uppfærður uppdráttur.
  Afgreiðsla: Samþykkt að auglýsa deiliskipulagsbreytingu.

 

 1. Mál.nr. 2016040138
  Heiti máls: Vesturhverfi, deiliskipulagsbreyting vegna Miðbrautar 28.
  Málsaðili: Byggðarlag ehf
  Lýsing: Deiliskipulagsbreyting í Vesturhverfi vegna Miðbrautar 28 lögð fram nýtingarhlutfall 0,55 í samræmi við bókun nefndar á síðasta fundi. Lagt fram bréf frá íbúum vegna grenndarkynningar
  Afgreiðsla: Byggingarfulltrúa falið að svara bréfinu.

 

 1. Mál.nr. 2014060035
  Heiti máls: Aðalskipulagstillaga til auglýsingar.
  Lýsing:  Aðalskipulagstillaga til umfjöllunar fyrir S&U.
  Afgreiðsla: Frestað milli funda.

 

Byggingamál samkvæmt Mannvirkjalögum nr. 160/2010.

 

Umsóknir

 1. Mál.nr. 20160080153
  Heiti máls: Melbraut 28, stækkun anddyris.
  Málsaðili: Helga Sólveig Aðalsteinsdóttir
  Lýsing: Umsókn um stækkun anddyris um 3,8 m2 skv. teikningum.
  Afgreiðsla: Samþykkt.

 

 1. Mál.nr. 2016080172
  Heiti máls:Selbraut 24, stækkun anddyris.
  Málsaðili: Þorvaldur Friðrik Hallsson
  Lýsing:  Umsókn um stækkun anddyris um 7,7 m2 skv. teikningum
  Afgreiðsla: Samþykkt að fengnu samþykki meðeigenda.

 

Önnur mál

Bókun SB í skipulagsnefnd vegna Vesturhverfis:

          Deiliskipulag Vesturhverfis frá 2006 er eitt vandaðasta deiliskipulag sem  staðfest hefur verið á Seltjarnarnesi. Skipulagsnefnd var þá ljóst að svæðið hefði sögulega þýðingu sem gæta þyrfti að í skipulagi, en þar voru byggingar frá árdögum þéttbýlismyndunar á Seltjarnarnesi ásamt yngri byggð með samræmdu yfirbragði. Mótuð var stefna sem fengið hefur staðfestingu og viðurkenningu í niðurstöðum úrskurðarnefndar skipulagsmála.  Deiliskipulagið gætir samræmis og heildaryfirbragðs. Undirritaður  telur að skipulagsnefnd hafi ekki gætt að sér á síðasta fundi (43.f Su) og samþykkt hækkun húss sem óhjákvæmilega verður fordæmisgefandi og ógnar grunnhugsun deiliskipulagsins. Grenndaráhrifin virðast einnig vera vanmetin. Ólíklegt er að samþykktin standist mat úrskurðarnefndar miðað við fyrri niðurstöður hennar að mati undirritaðs.


Bókun Bjarni Torfa Álfþórssonar:

          Það vekur undrun mína að skipulagsnefndarfulltrúinn Stefán Bergmann skuli á þessu tímapunkti senda frá sér bókun sem þessa. Málefni Miðbrautar 34 hafa verið til umfjöllunar í nefndinn í tæp þrjú  ár og aldei hefur Stefán Bergmann gert neinar athugsemdir v/þessa máls. Afgreiðsla nefndarinnar um að auglýsa deiliskipulagsbreytingu á Miðbraut hefur ávallt verið samþykkt af öllum nefndarmönnum.

 

Afgreiðslur Byggingarfulltrúa:

 

25. júlí 2016, 2016060128, Austurströnd 14, íbúð 04-01, samþykkt byggingarleyfi á að saga tvö dyragöt í burðarvegg.

05. ágúst 2016, 2016020023, Miðbraut 34,  samþykkt byggingarleyfi á endurnýjun, hækkun þaks.


Fundargerð lesin og samþykkt.

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 10.

Bjarni Torfi Álfþórsson sign, Anna Margrét Hauksdóttir sign, Ásgeir Guðmundur Bjarnason sign,  Stefán Bergmann sign,  Kristinn H. Guðbjartsson sign, Páll Gunnlaugsson sign. 


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?