Fara í efni

Skipulags- og umferðarnefnd

52. fundur 21. október 2004

Mættir: Inga Hersteinsdóttir, Ingimar Sigurðsson, Gunnar Lúðvíksson, Guðrún Helga Brynleifsdóttir og Stefán Bergmann, auk þess sátu fundinn Einar Norðfjörð framkvæmdastjóri tæknisviðs, Hlín Sverrisdóttir frá ALTA, Ögmundur Skarphéðinsson frá Hornsteinum og Grímur Jónasson frá VSÓ.

Fundargerð ritaði Ingimar Sigurðsson

Dagskrá:

1. Fundur settur
2. Ráðgjafar Alta,VSÓ og Hornsteina leggja fram tillögur að svörum við athugasemdir sem bárust vegna aðal- og deiliskipulags á Hrólfsskálamel og Suðurströnd.
3. Deiliskipulag Hrólfsskálamels og Suðurstrandar. Ráðgjafar leggja fram nánari útfærslu á tillögum 4 og 6 sbr. síðasta fund.
4. Umsókn frá eigendum Lindarbrautar 24 um stækkun hússins að Lindarbraut 24.
5. Önnur mál.
6. Fundi slitið

1. Fundur settur af formanni kl. 08:04

2. Formaður óskaði eftir nýjum fundi í nefndinni í dag, fimmtudag 21. október kl. 17:15 til þess að afgreiða breytingar á aðalskipulaginu. Samþykkt samhljóða. Hlín Sverrisdóttir lagði fram svör við athugasemdum við breytingu á aðalskipulagi, sem ráðgjöfum var falið af vinna skv. ákvörðun síðasta fundar. Tillögurnar teknar til afgreiðslu á fundi síðar í dag.

3. Lagðar voru fram frekari útfærslur á tillögum 4 og 6, sbr. síðasta fund. Eftirfarandi tillaga lögð fram og samþykkt með 4 atkvæðum, Stefán Bergmann situr hjá.

“Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir að fela deiliskipulagshöfunum að útfæra nánar tillögu sem í aðalatriðum felst í eftirfarandi breytingum frá aður kynntri deiliskipulagstillögu fyrir Suðurströnd.
1. Byggingar verði lækkaðar frá því sem áður var.
2. Húsagerð og byggðamynstur vestast á svæðinu breytt með hliðsjón af byggð við Bakkavör.
3. Dregið úr byggingamagni og íbúðum fækkað, þannig að nýtingarhlutfall við Suðurströnd verði ekki hærra en 0,7.
Jafnframt verði gerð nánari grein fyrir notkunarmöguleikum miðsvæðis á Hrólfskálamel og tengingu við Eiðistorg.” Ráðgjafar víkja af fundi.l

4. Lögð fram umsókn frá eigendum Lindarbrautar 24 um stækkun hússin að Lindarbraut 24. Erindið samþykkt.

5. Önnur mál eru engin.

6. Fundargerð upplesin og samþykkt og fundi slitið kl. 10:10.

Inga Hersteinsdóttir (sign) Ingimar Sigurðsson (sign)
Guðrún Helga Brynleifsdóttir (sign) Stefán Bergmann (sign)
Gunnar Lúðvíksson (sign)

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?