Fara í efni

Skipulags- og umferðarnefnd

05. október 2016

48. fundur Skipulags- og umferðanefndar, þriðjudaginn 05. október,  2016, kl. 17:00 að Austurströnd 2 á Seltjarnarnesi.

Mætt: Bjarni Torfi Álfþórsson, Anna Margrét Hauksdóttir, Ragnhildur Ingólfsdóttir, Ásgeir Guðmundur Bjarnason,  Stefán Bergmann,  Kristinn H. Guðbjartsson, byggingarfulltrúi.

Fundarstjóri: Bjarni Torfi Álfþórsson.  Fundarritari: Kristinn H. Guðbjartsson

Skipulagsmál samkvæmt Skipulagslögum nr. 123/2010

Byggingamál samkvæmt Mannvirkjalögum nr. 160/2010.

 1. Mál.nr. 2016100039
  Heiti máls: Miðbrautar 28 - nýbygging
  Málsaðili: Byggðarlag ehf
  Lýsing:  Uppdrættir sýna byggingu innan byggingarreits en vagna/hjólageymslu sem sér smábyggingu utan byggingarreits.
  Afgreiðsla: Frestað.  Samræmist ekki deiliskipulagi sem er í ferli.  Byggingarfulltrúa falið að ræða við málsaðila í samræmi við umræður á fundinum.

Önnur mál

 1. Heiti máls: Suðurmýri - einstefna
  Málsaðili: Erindi frá íbúa dags. 30.sept. 2016
  Lýsing: Skv. deiliskipulagi Kolbeinsstaðarmýrar á að vera einstefna á Suðurmýri með upphækkuðum gatnamótum.    
  Afgreiðsla: Samþykkt skv. deiliskipulagi að Suðurmýri verði einstefna til vesturs.
 1. Heiti máls: Hraðamæling á Bakkavör
  Lýsing: Niðurstöður hraðamælinga á Bakkavör hafa borist frá lögreglu sem sýna meðalhraða hinna brotlegu er 45 km/klst.
  Afgreiðsla: Nefndin telur rétt að fara í hraðahindrandi aðgerðir skv. deiliskipulagi.


Fundargerð lesin og samþykkt.

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 17.50.

Bjarni Torfi Álfþórsson sign, Anna Margrét Hauksdóttir sign, Ragnhildur Ingólfsdóttir sign, Ásgeir Guðmundur Bjarnason sign,  Stefán Bergmann sign,  

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?