Fara í efni

Skipulags- og umferðarnefnd

20. október 2016

49. fundur Skipulags- og umferðanefndar, fimmtudaginn 20. október,  2016, kl. 08:00 að Austurströnd 2 á Seltjarnarnesi.

Mætt: Bjarni Torfi Álfþórsson, Anna Margrét Hauksdóttir, Ragnhildur Ingólfsdóttir, Axel Þórir Friðriksson,  Stefán Bergmann,  Kristinn H. Guðbjartsson, byggingarfulltrúi. Páll Gunnlaugsson, ráðgjafi.

Fundarstjóri: Bjarni Torfi Álfþórsson.  Fundarritari: Kristinn H. Guðbjartsson

Skipulagsmál samkvæmt Skipulagslögum nr. 123/2010

  1. Mál.nr. 2013060016
    Heiti máls: Vestursvæði deiliskipulagstillaga.
    Lýsing:  Uppfærð gögn lögð fram eftir athugasemdir.
    Afgreiðsla:  Samþykkt að senda til bæjarstjórnar til staðfestingar, sbr lög nr. 123/2010, með fyrirvara um afgreiðslu Skipulagstofnunar á tillögu að aðalskipulagi.
    Fulltrúar minnihlutans sátu hjá.

    Eftirfarandi bókun var lögð fram: Deiliskipulagi Vestursvæða var flýtt á sínum tíma, m.a. vegna hjúkrunarheimilis, og það auglýst. Undirrituð bentu þá á að nauðsynlegt hefði verið að auglýsa breytingu á gildandi aðalskipulagi 2006-2024 vegna hjúkrunarheimilis samhliða auglýsingu á breyttu deiliskipulagi Vestursvæða.
    Sú ábending var ekki virt. Nú þarf að auglýsa nýtt deiliskipulag Vestursvæða samhliða auglýsingu á nýrri tillögu að aðalskipulagi til þess að samræmist sé gætt.
    Ekki ríkir sátt um þessa breytingu á deiliskipulagi Vestursvæða sem nú er gerð, ekki frekar en að það ríki sátt um breytingar sem gerðar voru á nýrri tillögu að  aðalskipulagi og vísa undirrituð til efnislegra raka í bókun sinni, sem gerð var vegna þessa á 46. fundi skipulags- og umferðarnefndar þann 30. ágúst 2016.
    Stefán Bergmann, Ragnhildur Ingólfsdóttir.
  1. Mál.nr. 2016040138
    Heiti máls: Vesturhverfi, deiliskipulagsbreyting vegna Miðbrautar 28.
    Málsaðili: Byggðarlag ehf
    Lýsing:  Drög að svörum við athugasemdum úr grenndarkynningu lögð.
    Afgreiðsla: Nefndin samþykkir svör byggingarfulltrúa.
  1. Mál.nr. 2014110033
    Heiti máls: Valhúsahæð og grannsvæði tillaga um deiliskipulag.
    Lýsing:    Athugasemdir úr grenndarkynningu lagðar fram.
    Afgreiðsla:  Byggingarfulltrúa og ráðgjafa falið að vinna drög að svörum.
  1. Mál.nr. 2016040139
    Heiti máls: Kolbeinssstaðamýri, deiliskipulagsbreyting vegna Suðurmýrar 10.
    Málsaðili: Verkstjórn ehf.
    Lýsing: Athugasemdir úr grenndarkynningu lagðar fram.
    Afgreiðsla: Byggingarfulltrúa og ráðgjafa falið að vinna drög að svörum.
  1. Mál.nr. 2016100055
    Heiti máls: Deiliskipulag Lambastaðahverfis – Lambastaðabraut 1.
    Málsaðili: Rúnar Hrafn Ingimarsson
    Lýsing:  Óskað er eftir að breyta vinnustofu í íbúð.
    Afgreiðsla: Hafnað, vísað í fyrri afgreiðslu nefndarinnar á fundi nr. 189, 23. júlí 2013. Samræmist ekki deiliskipulagi.
  1. Mál.nr. 2016100016
    Heiti máls: Breyting á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030. Norðlingaholt-Elliðabraut
    Málsaðili: Reykjavíkurborg.
    Lýsing: Aðalskipulagsbreyting lögð fram.
    Afgreiðsla: Nefndin gerir ekki athugasemdir við breytinguna.
  1. Mál.nr. 2015040037
    Heiti máls: Deiliskipulag miðbæjarsvæðis
    Lýsing: Forsögn að deiliskipulagi frá vinnuhópi lögð fram.
    Afgreiðsla:  Frestað milli funda.

    Önnur mál
  1. Heiti máls: Verkefni skipulags– og umferðarnefndar næsta fjárhagsárs.
    Lýsing: Óskað er eftir umræðu um helstu verkefni næsta fjárhagsárs á verksviði skipulags– og umferðarnefndar með tilliti til fjárlagagerðar bæjarstjórnar.
    Afgreiðsla: Rædd viðfangsefni næsta árs m.t.t. fjárlagagerðar.
  1. Heiti máls: Skýrsla nefndar um stefnumörkun í ferðamálum.
    Afgreiðsla: Skýrsla nefndar lögð fram.

Fundargerð lesin og samþykkt.

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 09.45.

Bjarni Torfi Álfþórsson sign, Anna Margrét Hauksdóttir sign, Ragnhildur Ingólfsdóttir sign, Axel Þórir Friðriksson sign,  Stefán Bergmann sign,  

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?