Fara í efni

Skólanefnd

149. fundur 13. september 2004

Þátttakendur:
Skólanefnd: Bjarni Torfi Álfþórsson, Gunnar Lúðvíksson, Lárus B. Lárusson, Sunneva Hafsteinsdóttir og Árni Einarsson. Lúðvík Hjalti Jónsson framkvæmdastjóri fjárhags- og stjórnsýslusviðs, Margrét Harðardóttir grunnskólafulltrúi, Sigfús Grétarsson skólastjóri, Alda Gísladóttir og Olga Bergljót Þorleifsdóttir og fulltrúar grunnskólans, Rögnvaldur Sæmundsson og Guðrún Þórsdóttir fulltrúar foreldra.

Grunnskóli:

Dagskrá:

1. Álit félagsmálaráðuneytis dagsett 18. júní 2004 varðandi málefni grunnskóla sveitarfélagsins lagt fram og rætt.

Sjálfstæðismenn í skólanefnd leggja fram eftirfarandi bókun:

Í tengslum við sameiningu grunnskóla Seltjarnarnesbæjar hafa á síðustu mánuðum fallið mörg orð og stór. Núna, eftir að fram er komið álit félagsmálaráðuneytisins, umbeðið af fulltrúum Neslistans, er ljóst að ráðuneytið úrskurðar þannig í öllum málum að ekki er gerð athugasemd við þau vinnubrögð sem meirihluti Sjálfstæðismanna viðhafði í þessu ferli. Málsmeðferð var í alla staði rétt og ekki voru brotin ákvæði sveitarstjórnarlaga, gunnskólalaga eða samþykktir um stjórn og fundarsköp Seltjarnarnesbæjar svo sem fullyrt hafði verið.
Lítum við nú svo á að með þessum úrskurði sé þessum deilumálum lokið (Fskj. 149-1).

Bjarni Torfi Álfþórsson (sign)
Lárus Lárusson (sign)
Gunnar Lúðvíksson (sign)

2. Drög að dagskrá Skólaþings lögð fram. Nokkur umræða var um að lengja þyrfti þann tíma sem ætlaður er í umræður. Samþykkt hefur verið að fresta þinginu um óákveðinn tíma (Fskj. 149-2).
3. Skólastjóri Grunnskóla Seltjarnarness fjallaði um skólabyrjun. Skólastarf fór vel af stað. Í Valhúsaskóla var lokið við endurnýjun á anddyri og myndmenntastofu. Í Mýrarhúsaskóla var ýmsum frágangi við glugga lokið og nýtt mötuneyti tók til starfa í skólabyrjun. Tæplega 90% nemenda eru í áskrift í mötuneytinu og er almenn ánægja með þjónustuna. Nokkuð var rætt um Skólaskjólið. Húsnæðið er talið of lítið en fjöldi barna sem nýtir þjónustuna er milli 80 og 90. Skólanefnd óskar eftir að fjallað verði reglulega um málefni Skólaskjólsins á skólanefndarfundum.
4. Skýrslur námsráðgjafa í Mýrarhúsa- og Valhúsaskóla, skýrsla sálfræðings og skýrsla iðjuþjálfa á Skólaskrifstofu lagðar fram. Fram kom ósk um að sérfræðiteymið fylgi ársskýrslum sínum úr hlaði á fundi skólanefndar (149-3).
5. Skólanefnd óskar eftir að Hulda Sólrún Guðmundsdóttir og Margrét Ólafsdóttir sálfræðingar verði boðaðar á næsta fund skólanefndar og geri grein fyrir niðurstöðum verkefnisins Hugur og heilsa sl. skólaár.


Bjarni Torfi Álfþórsson(sign)
Gunnar Lúðvíksson (sign.)
Lárus B Lárusson (sign.)
Árni Einarsson (sign.)
Sunneva Hafsteinsdóttir (sign.)

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?