Fara í efni

Skólanefnd

19. apríl 2017

283. (106) fundur skólanefndar var haldinn miðvikudaginn 19. apríl 2017, kl. 08:00 í fundarsal bæjarstjórnar Seltjarnarness.

Mættir voru: Sigrún Edda Jónsdóttir, Magnús Örn Guðmundsson, Hildigunnur Gunnarsdóttir, Sigurþóra Bergsdóttir, Ólína Thoroddsen, skólastjóri Grunnskóla Seltjarnarness, Kristín Lárusdóttir, fulltrúi kennara v. Grunnskóla Seltjarnarness, Svana Margrét Davíðsdóttir, fulltrúi foreldra v. Grunnskóla Seltjarnarness, Soffía Guðmundsdóttir, leikskólastjóri Leikskóla Seltjarnarness, Halldóra Reykdal Tryggvadóttir, fulltrúi starfsmanna Leikskóla Seltjarnarness, Inga Huld Sigurðardóttir, fulltrúi foreldra v. Leikskóla Seltjarnarness og Baldur Pálsson, fræðslustjóri.

Fundi stýrði Sigrún Edda Jónsdóttir

Fundargerð ritaði Baldur Pálsson

Fulltrúar í skólanefnd buðu Sigurþóru Bergsdóttur, nýjan fulltrúa í nefndinni, velkomna til samstarfs jafnframt því sem Guðmundi Ara Sigurjónssyni voru þökkuð störf í þágu nefndarinnar.

  1. Skóladagatal Leikskóla Seltjarnarness skólaárið 2017-2018 -málsnr. 2017040049.
    Skólanefnd samþykkir tillögu að skóladagatali fyrir Leikskóla Seltjarnarness fyrir skólaárið 2017-2018.
  2. Inntaka barna í Leikskóla Seltjarnarness skólaárið 2017-2018.
    Fræðslustjóri gerði grein fyrir inntöku í Leikskóla Seltjarnarness skólaárið 207-2018.
    Inntaka barna er með sambærilegum hætti og undanfarin ár.

    Ólína Thoroddsen, Kristín Lárusdóttir og Svana Margrét Davíðsdóttir komu til fundar kl. 8:20.
  3. Lýðheilsustefna í skólastarfi -málsnr. 2016110053.
    Fræðslustjóri gerði grein fyrir næstu skrefum verkefnisins og þátttöku stofnana á fræðslusviði í verkefninu.
  4. Aðgerðaráætlun vegna íþrótta-, tómstunda- og lýðheilsustefnu -málsnr. 2017030026.
    Magnús Örn Guðmundsson, formaður íþrótta- og tómstundanefndar Seltjarnarness, fór yfir uppfærða aðgerðaráætlun vegna íþrótta-, tómstunda- og lýðheilsustefnu.

    Soffía Guðmundsdóttir, Halldóra Reykdal Tryggvadóttir og Inga Huld Sigurðardóttir viku af fundi kl. 08:35.
  5. Húsnæðismál Mýrarhúsaskóla.
    Fræðslustjóri gerði grein fyrir húsnæðismálum Mýrarhúsaskóla.
  6. Bókun 1 í kjarasamningi SNS og FG frá 29.11.2016. -málsnr. 2017010095.
    Fræðslustjóri greindi frá framgangi verkefnisins í Grunnskóla Seltjarnarness.

Fleira var ekki tekið fyrir á fundinum.

Fundi slitið kl. 9:10.

Sigrún Edda Jónsdóttir (sign.)

Hildigunnur Gunnarsdóttir (sign.)

Magnús Örn Guðmundsson (sign.)

Sigurþóra Bergsdóttir (sign.)

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?