Fara í efni

Skólanefnd

151. fundur 29. október 2004

Þátttakendur:

Skólanefnd: Bjarni Torfi Álfþórsson, Lárus B. Lárusson, Gunnar Lúðvíksson, Sunneva Hafsteinsdóttir og Hildigunnur Gunnarsdóttir.

Lúðvík Hjalti Jónsson, framkvæmdastjóri fjárhags- og stjórnsýslusviðs, Sigfús Grétarsson, skólastjóri, Alda Gísladóttir og Olga Bergljót Þorleifsdóttir fulltrúar grunnskóla. Rögnvaldur Sæmundsson og Anna Kristín Kristinsdóttir fulltrúar foreldra.

Grunnskóli:

1. Samkvæmt samþykktu skóladagatali fyrir grunnskóla Seltjarnarness á að vera vetrarfrí í skólanum vikuna 1. – 5. nóvember nk. Þar sem verkfall kennara hefur staðið sl. 6 vikur þykir með öllu ófært að við taki vetrarleyfi í heila viku, nú þegar verkfalli hefur verið frestað.

Skólanefnd samþykkir að umrætt vetrarleyfi verði ekki og er skólastjóra falið að skipuleggja skólastarf vikuna 1. – 5. nóvember eins vel og frekast er kostur með tilliti til þess að einhverjir kennarar og nemendur hafa ákveðið að taka vetrarfrí til samræmis við áður samþykkt skóladagatal og geta ekki breytt því.

Kennarar fái greidd laun vegna kennslu þessa daga eins og kjarasamningur segir til um.

Fundargerð ritaði: Lúðvík Hjalti Jónsson.

Bjarni Torfi Álfþórsson (sign.)

Gunnar Lúðvíksson (sign.)

Lárus B. Lárusson (sign.)

Hildigunnur Gunnarsdóttir (sign.)

Sunneva Hafsteinsdóttir (sign.)



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?