Fara í efni

Skólanefnd

18. apríl 2018

290. (113) fundur skólanefndar var haldinn miðvikudaginn 18. apríl 2018, kl. 08:00 í fundarsal bæjarstjórnar Seltjarnarness.

Mættir voru: Sigrún Edda Jónsdóttir, Magnús Örn Guðmundsson, Karl Pétur Jónsson, Hildigunnur Gunnarsdóttir, Sigurþóra Bergsdóttir, Soffía Guðmundsdóttir, leikskólastjóri Leikskóla Seltjarnarness, Halldóra Reykdal Tryggvadóttir, fulltrúi starfsfólks Leikskóla Seltjarnarness, Þórey Einarsdóttir, fulltrúi Foreldraráðs Leikskóla Seltjarnarness, Ólína Thoroddsen, skólastjóri Grunnskóla Seltjarnarness, Rakel Viðarsdóttir, fulltrúi foreldrafélags Grunnskóla Seltjarnarness, Margrét Sigurðardóttir, æskulýðs- og tómstundafulltrúi, Stefanía Helga Sigurðardóttir fulltrúi Ungmennaráðs Seltjarnarness, og Baldur Pálsson, fræðslustjóri.

Fundi stýrði Sigrún Edda Jónsdóttir

Fundargerð ritaði Baldur Pálsson

  1. Inntaka barna í Leikskóla Seltjarnarness 2018.
    Fræðslustjóri og leikskólastjóri gerðu grein fyrir inntöku barna fyrir skólaárið 2018 – 2019. Skólanefnd óskar eftir frekari kynningu þegar útfærsla liggur fyrir.

    Soffía Guðmundsdóttir, Halldóra Reykdal Tryggvadóttir og Þórey Einarsdóttir viku af fundi og Ólína Thoroddsen, Þórunn Halldóra Matthíasdóttir og Rakel Viðarsdóttir komu til fundar kl. 8:30.
  2. Nýr aðstoðarskólarskólastjóri í Grunnskóla Setljarnarness.
    Skólastjóri gerði grein fyrir ráðningu nýs aðstoðarskólastjóra Grunnskóla
    Seltjarnarness. Skólanefnd býður Kristjönu Hrafnsdóttur velkomna til starfa.

    Ólína Thoroddsen vék af fundi og Margrét Sigurðardóttir kom til fundar kl. 8:35.
  3. Frístundaheimili fyrir 6-9 ára börn, hlutverk, leiðarljós, markmið og viðmið-málsnr. 2018030037.
    Lagt fram til kynningar.

    Rakel Viðarsdóttir vék af fundi kl. 8:55
  4. Viðurkenningar til einstaklinga sem skarað hafa fram úr í félagsstörfum á Seltjarnarnesi -málsnr. 2018040156.
    Skólanefnd leggur til að áfram verði veittar viðurkenningar til einstaklinga sem skarað hafa fram úr í félagsstörfum á Seltjarnarnesi. Fræðslustjóra er falið að vinna útfærslu fyrir tilnefningar og viðburðinn til frambúðar.

    Margrét Sigurðardóttir vék af fundi kl. 9:05.
  5. Kostnaður vegna námsvistar og leikskóladvalar barna utan lögheimilissveitarfélags -málsnr. 201804159.
    Fræðslustjóri gerði grein fyrir kostnaði við leikskóladvöl og námsvist utan lögh.-sveitarfélags árið 2017.

    Fleira var ekki tekið fyrir á fundinum.

Fundi slitið kl. 9:25.

Sigrún Edda Jónsdóttir (sign.)

Hildigunnur Gunnarsdóttir (sign.)

Magnús Örn Guðmundsson (sign.)

Sigurþóra Bergsdóttir (sign.)

Karl Pétur Jónsson (sign.)

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?