Fara í efni

Skólanefnd

15. ágúst 2018

292. (115) fundur skólanefndar var haldinn miðvikudaginn 15. ágúst 2018, kl. 08:00 í fundarsal bæjarstjórnar Seltjarnarness.

Mættir voru: Sigrún Edda Jónsdóttir, Ragnhildur Jónsdóttir, Guðmundur H. Þorsteinsson, Hildur Ólafsdóttir, Björn Gunnlaugsson, Ólína Thoroddsen, skólastjóri Grunnskóla Seltjarnarness, Kristinn Ingvarsson, fulltrúi foreldrafélags Grunnskóla Seltjarnarness, Margrét Gísladóttir, aðstoðarleikskólastjóri Leikskóla Seltjarnarness, Áslaug Jóhannsdóttir fulltrúi starfsmanna Leikskóla Seltjarnarness, Þórey Einarsdóttir, fulltrúi Foreldraráðs Leikskóla Seltjarnarness og Baldur Pálsson, fræðslustjóri.

Fundi stýrði Sigrún Edda Jónsdóttir

Fundargerð ritaði Baldur Pálsson

  1. Skólabyrjun í Grunnskóla Seltjarnarness -skólaárið 2018-2019.
    Ólína Thoroddsen, skólastjóri, greindi frá skólabyrjun í Grunnskóla Seltjarnarness.
  2. Skólanámskrá Grunnskóla Seltjarnarness 2018-2018.
    Ólína Thoroddsen kynnti skólanámskrá Grunnskóla Seltjarnarness.
  3. Starfsáætlun Grunnskóla Seltjarnarness 2017-2018.
    Ólína Thoroddsen kynnti starfsáætlun Grunnskóla Seltjarnarness.
  4. Ársskýrsla náms- og starfsráðgjafa skólaárið 2017-2018 -málsnr. 2018080044.
    Lagt fram til kynningar.

    Ólína Thoroddsen og Kristinn Ingvarsson viku af fundi og Margrét Gísladóttir, Áslaug Jóhannsdóttir, Þórey Einarsdóttir komu til fundar kl. 8:40.
  5. Skólabyrjun í Leikskóla Seltjarnarness -skólaárið 2017-2018.
    Margrét Gísladóttir, leikskólastjóri, gerði grein fyrir skólabyrjun í Leikskóla Seltjarnarness.
  6. Leikskóladagatal Leikskóla Seltjarnarness skólaárið 2018-2019 -málsnr. 2018080041.
    Skólanefnd staðfesti skóladagatal Leikskóla Seltjarnarness fyrir skólaárið 2018-2019.
  7. Umsókn um fjölgun kennara-/starfsmannafunda í Leikskóla Seltjarnarness -málsnr. 2018080047.
    Skólanefnd samþykkir umsókn um fjölgun kennara- og starfsmannafunda íLeikskóla Seltjarnarness til eins árs, fyrir skólaárið 2018-2019, með fyrirvara um samþykki bæjarráðs.
  8. Umsóknir um stuðning við börn í Leikskóla Seltjarnarness -málsnr. 2018080042.
    Skólanefnd samþykkti umsóknirnar með fyrirvara um samþykki bæjarráðs.

Fleira var ekki tekið fyrir á fundinum. Fundi var slitið kl. 9:30.

Sigrún Edda Jónsdóttir (sign.)

Hildur Ólafsdóttir (sign.)

Ragnhildur Jónsdóttir (sign.)

Björn Gunnlaugsson (sign.)

Guðmundur H. Þorsteinsson (sign.)

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?