Fara í efni

Skólanefnd

14. nóvember 2018

294. (117) fundur skólanefndar var haldinn miðvikudaginn 14. nóvember 2018, kl. 08:00 í fundarsal bæjarstjórnar Seltjarnarness.

Mættir voru: Sigrún Edda Jónsdóttir, Þórdís Sigurðardóttir, Hildur Ólafsdóttir, Björn Gunnlaugsson, Ólína Thoroddsen, skólastjóri Grunnskóla Seltjarnarness, Kristín Sverrisdóttir, námsráðgjafi Grunnskóla Seltjarnarness, Halldóra Guðmarsdóttir, fulltrúi Foreldrafélags Grunnskóla Seltjarnarness, Margrét Sigurðardóttir, æskulýðs-og tómstundafulltrúi, Jóhann Þór Gunnarsson, fulltrúi Ungmennaráðs Seltjarnarness og Baldur Pálsson, fræðslustjóri.

Fundi stýrði Sigrún Edda Jónsdóttir

Fundargerð ritaði Baldur Pálsson

 1. Ársskýrsla náms- og starfsráðgjafa skólaárið 2017-2018 -málsnr. 2018080044.
  Kristín Sverrisdóttir námsráðgjafi útskýrði og svaraði fyrirspurnum um ársskýrslu náms- og starfsráðgjafa 2017-2018.

  Kristín Sverrisdóttir vék af fundi og Margrét Sigurðardóttir kom til fundar kl. 8:25.
 2. Skóladagtal Grunnskóla Seltjarnarness 2018-2019 -málsnr. 2017100039.
  Ólína Thoroddsen lagði fram ósk um breytingu á starfsáætlun Grunnskóla Seltjarnarness skólaárið 2018-2019.
  Skólanefnd samþykkir ósk um breytingu á starfsáætlunin GS skólaárið 2018-2019 og felur skólastjóra kynningu á henni.
 3. Sumarstarf og skólabyrjun í Frístundamiðstöð Seltjarnarness 2018-2019.
  Margrét Sigurðardóttir greindi frá sumarstarfinu og skólabyrjun í Frístundamiðstöð Seltjarnarness. Jóhann Þór Gunnarsson sagði frá starfi Ungmennaráðs í haust. 

  Ólína Thoroddsen vék af fundi kl. 8:50 og Halldóra Guðmarsdóttir vék af fundi kl. 9:10.
 4. Viðurkenningar til einstaklinga sem skarað hafa fram úr í félagsstörfum á Seltjarnarnesi -málsnr. 2018040156.
  Skólanefnd vísar málinu til Íþrótta- og tómstundanefndar.

  Margrét Sigurðardóttir vék af fundi kl. 9:15.
 5. Samstarf um aðgerðir gegn kynferðislegri áreitni og ofbeldishegðun í íþrótta- og æskulýðsstarfi -málsnr. 2018080589.
  Lagt fram til kynningar.
 6. Innleiðing á Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna -málsnr. 2018070010.
  Lagt fram til kynningar.
 7. Námskeið fyrir skólanefndir -málsnr. 2018110084.
  Lagt fram til kynningar.

  Skólanefnd ákvað að aukafundur nefndarinnar skuli haldinn miðvikudaginn 5. desember kl. 8:00.
  Fleira var ekki tekið fyrir á fundinum. Fundi var slitið kl. 9:40.

Sigrún Edda Jónsdóttir (sign.)

Hildur Ólafsdóttir (sign.)

Björn Gunnlaugsson (sign.)

Þórdís Sigurðardóttir (sign.)


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?