Fara í efni

Skólanefnd

23. janúar 2019

296. (119) fundur skólanefndar var haldinn miðvikudaginn 23. janúar 2019, kl. 08:00 í fundarsal bæjarstjórnar Seltjarnarness.

Mættir voru: Sigrún Edda Jónsdóttir, Ragnhildur Jónsdóttir, Guðmundur H. Þorsteinsson, Hildur Ólafsdóttir, Björn Gunnlaugsson, Kristjana Hrafnsdóttir, aðstoðarskólastjóri Grunnskóla Seltjarnarness, Helga Kr. Gunnarsdóttir, aðstoðarskólastjóri Grunnskóla Seltjarnarness, Kristín Lárusdóttir, fulltrúi kennara Grunnskóla Seltjarnarness, Elísabet Ingunn Einarsdóttir, fulltrúi foreldrafélags Grunnskóla Seltjarnarness, Sonja Jónasdóttir, verkefnastjóri Leikskóla Seltjarnarness, Áslaug Jóhannsdóttir fulltrúi starfsmanna Leikskóla Seltjarnarness, Ingunn Anna Hjaltadóttir, fulltrúi Foreldraráðs Leikskóla Seltjarnarness og Baldur Pálsson, fræðslustjóri.

Fundi stýrði Sigrún Edda Jónsdóttir

Fundargerð ritaði Baldur Pálsson

  1. Inntaka barna í Leikskóla Seltjarnarness 2019 -málsnr. 2019010208.
    Fræðslustjóri gerði grein fyrir stöðu umsókna m.t.t. barnafjölda og rýmis í Leikskóla Seltjarnarness.

    Kristjana Hrafnsdóttir, Helga Kristín Gunnarsdóttir, Kristín Lárusdóttir og Elísabet Ingunn Einarsdóttir komu til fundar kl. 8:20.
  2. Skóladagtal Grunnskóla Seltjarnarness 2018-2019 -málsnr. 2018110208.
    Skólanefnd samþykkir tillögu að skóladagatali fyrir Grunnskóla Seltjarnarness fyrir skólaárið 2019-2020.

    Sonja Jónasdóttir, Áslaug Jóhannsdóttir og Ingunn Anna Hjaltadóttir viku af fundi kl. 8:25..
  3. Niðurstöður Skólapúlsins skólaárið 2018-2019 -málsnr. 2019010235.
    Helga Kristín Gunnarsdóttir gerði grein fyrir niðurstöðum Skólapúlsins skólaárið 2019-2020 og viðbrögðum skólans við þeim.
  4. Eftirfylgni með kennslustundum í list- og verkgreinum -málsnr. 2019010047.
    Lagt fram til kynningar.

    Helga Kristín Gunnarsdóttir og Kristín Lárusdóttir viku af fundi kl. 9:10.
  5. Endurskoðun Skólastefnu Seltjarnarnesbæjar -málsnr. 2019010209.
    Skólanefnd samþykkir að fara í endurskoðun skólastefnunnar, frestar frekari afgreiðslu málsins til næsta fundar.

    Fleira var ekki tekið fyrir á fundinum. Fundi var slitið kl. 9:45.

Sigrún Edda Jónsdóttir (sign.)

Guðmundur H. Þorsteinsson (sign.)

Björn Gunnlaugsson (sign.)

Ragnhildur Jónsdóttir (sign.)

Hildur Ólafsdóttir (sign.)

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?