Fara í efni

Skólanefnd

09. október 2019

301. (124) fundur skólanefndar var haldinn miðvikudaginn 9. október 2019, kl. 08:00 í fundarsal bæjarstjórnar Seltjarnarness.

Mættir voru: Sigrún Edda Jónsdóttir, Ragnhildur Jónsdóttir, Guðmundur H. Þorsteinsson, Hildur Ólafsdóttir, Björn Gunnlaugsson, Ólína Thoroddsen, skólastjóri Grunnskóla Seltjarnarness, Elísabet Ingunn Einarsdóttir, fulltrúi foreldrafélags Grunnskóla Seltjarnarness, Kári H. Einarsson, skólastjóri Tónlistarskóla Seltjarnarness og Baldur Pálsson, fræðslustjóri.

Fundi stýrði Sigrún Edda Jónsdóttir

Fundargerð ritaði Baldur Pálsson

  1. Aðgengi að vinnustað barna -málsnr. 2019100048.
    Skólanefnd vísar málinu til stjórnenda Grunnskóla Seltjarnarness um að leggja fram reglur um aðgengi að vinnustað barna.
  2. Skólanámskrá Grunnskóla Seltjarnarness 2019-2020 -málsnr. 2019080282.
    Skólanefnd frestar afgreiðslu málsins.
  3. Starfsáætlun Grunnskóla Seltjarnarness 2019-2020 -málsnr. 2019080283.
    Skólanefnd frestar afgreiðslu málsins.

    Ólína Thoroddsen vék af fundi kl. 8:35.
    Áskorun frá Samtökum grænkera á Íslandi -málsnr. 2019080205.
    Skólanefnd vísar málinu til yfirmatreiðslumeistara mötuneytis Leikskóla Seltjarnarness og Grunnskóla Seltjarnarness.

    Bókun Samfylkingar Seltirninga og Viðreisnar/Neslista vegna áskorunar frá Samtökum grænkera á Íslandi:
    Öllum má vera ljóst að aðgerða er þörf til að sporna gegn hamfarahlýnun eins og kemur fram í erindi Samtaka grænkera á Íslandi. Í takt við aukna umhverfisvitund í samfélaginu teljum við fulltrúar minnihlutans í skólanefnd mikilvægt að nemendum sem kjósa grænkerafæði sé boðinn raunhæfur valkostur. Einnig teljum við brýnt að leitað verði leiða til að draga úr neyslu kjöts og dýraafurða hjá öllum nemendum og tökum þar undir mörg af þeim sjónarmiðum sem viðruð eru í erindinu. Við leggjum því til að skólinn kanni til hlítar hvort mögulegt sé að foreldrum leik- og grunnskólabarna verði gefinn kostur á að skrá börn sín í áskrift að grænkerafæði í skólamötuneyti sem uppfylli sambærileg næringarviðmið og núverandi valkostur. Hildur Ólafsdóttir - Samfylkingu Seltirninga
    Björn Gunnlaugsson - Viðreisn/Neslista

    Kári H. Einarsson kom til fundar kl. 8:40.
  4. Skólabyrjun í Tónlistarskóla Seltjarnarness -skólaárið 2019-2020 -málsnr. 2019100041.
    Kári Húnfjörð Einarsson greindi frá skólabyrjun í Tónlistarskóla Seltjarnarness.

    Kári H. Einarsson vék af fundi kl. 9:00.
  5. Tvöföld skólavist barna í leik- og grunnskóla -málsnr. 201910015.
    Skólanefnd mælist til þess að leiðbeinandi áliti Sambands íslenskra sveitarfélaga um tvöfalda skólavist verði fylgt af hálfu Seltjarnarnesbæjar.

Fleira var ekki tekið fyrir á fundinum.

Fundi var slitið kl. 9:10.

Sigrún Edda Jónsdóttir (sign.)

Guðmundur H. Þorsteinsson (sign.)

Ragnhildur Jónsdóttir (sign.)

Björn Gunnlaugsson (sign.)

Hildur Ólafsdóttir (sign.)

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?