Fara í efni

Skólanefnd

20. nóvember 2019

303. (126) fundur skólanefndar var haldinn miðvikudaginn 20. nóvember 2019, kl. 08:00 í fundarsal bæjarstjórnar Seltjarnarness.

Mættir voru: Sigrún Edda Jónsdóttir, Ragnhildur Jónsdóttir, Guðmundur H. Þorsteinsson, Hildur Ólafsdóttir, Björn Gunnlaugsson, Ólína Thoroddsen, skólastjóri Grunnskóla Seltjarnarness, Bjargey Aðalsteinsdóttir, fulltrúi kennara Grunnskóla Seltjarnarness, Elísabet Ingunn Einarsdóttir, fulltrúi foreldrafélags Grunnskóla Seltjarnarness, Jóhannes Már Gunnarsson, yfirmatreiðslumeistari mötuneytis Grunnskóla Seltjarnarness, Soffía Guðmundsdóttir leikskólastjóri Leikskóla Seltjarnanress, Áslaug Jóhannsdóttir fulltrúi starfsmanna Leikskóla Seltjarnarness, Jakobína Rut Hendriksdóttir, fulltrúi foreldraráðs Leikskóla Seltjarnarness, Margrét Sigurðardóttir, æskulýðs- og tómstundafulltrúi Seltjarnarnesbæjar og Baldur Pálsson, fræðslustjóri.

Fundi stýrði Sigrún Edda Jónsdóttir

Fundargerð ritaði Baldur Pálsson

  1. Áskorun frá Samtökum grænkera á Íslandi -málsnr. 2019080205.
    Rætt var um matarframboð mötuneytis leik- og grunnskóla, aðstöðu og möguleika til breytinga.
    Ákveðið var að gera könnun meðal foreldra um matarframboð skólanna og var fræðslustjóra falin efirfylgni við málið.

    Björn Gunnlaugsson og Jóhannes Már Gunnarsson viku af fundi kl. 8:40.
  2. Skóladagatal Grunnskóla Seltjarnarness skólaárið 2020-2021 -málsnr. 2019100262.
    Lagt fram til kynningar.
  3. Íþrótta- og leikjaverkefni fyrir 2-7 ára börn -málsnr. 2019110027.
    Lagt fram til kynningar. Skólanefnd tekur undir hrós til Leikskóla Seltjarnarness vegna verkefnis um hreyfifærni barna.

    Soffía Guðmundsdóttir, Áslaug Jóhannsdóttir og Jakobína Rut Hendriksdóttir viku af fundi kl. 8:55.
  4. Niðurstöður samræmdra prófa í 4. og 7. bekk haustið 2019 -málsnr. 2019110125.
    Ólína Thoroddsen gerði grein fyrir niðurstöðum samræmdra prófa í 4. og 7. bekk Grunnskóla Seltjarnarness haustið 2019.

    Ólína Thoroddsen og Bjargey Aðalsteinsdóttir viku af fundi og Margrét Sigurðardóttir kom til fundar kl. 9:15.
  5. Frístundamiðstöð Seltjarnarness -sumarnámskeið og upphaf skólaársins 2019-2020 -málsnr. 2019110100.
    Margrét Sigurðardóttir gerði grein fyrir sumarnámskeiðum á vegum frístundamiðstöðvarinnar og upphafi skólaársins í frístundaheimilinu.
  6. Aðgerðir gegn kynferðislegri áreitni og ofbeldishegðun í íþrótta- og æskulýðsstarfi -málsnr. 2018080589.
    Margrét Sigurðardóttir greindi frá aðgerðum gegn kynferðislegri áreitni og ofbeldishegðun á vegum Frístundamiðstöðvar.
  7. Fundartími skólanefndar árið 2020 -málsnr. 2019110097.
    Lögð var fram tillaga um eftirfarandi fundardaga fyrir árið 2020:
    22. janúar, 25. mars, 13. maí, 24. júní, 26. ágúst, 7. október og 25. nóvember.

Fleira var ekki tekið fyrir á fundinum.

Fundi var slitið kl. 10:05.

Sigrún Edda Jónsdóttir (sign.)

Guðmundur H. Þorsteinsson (sign.)

Ragnhildur Jónsdóttir (sign.)

Björn Gunnlaugsson (sign.)

Hildur Ólafsdóttir (sign.)

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?