Fara í efni

Skólanefnd

153. fundur 06. desember 2004

Þátttakendur:

Skólanefnd: Bjarni Torfi Álfþórsson, Gunnar Lúðvíksson, Lárus B. Lárusson, Sunneva Hafsteinsdóttir og Árni Einarsson. Skólaskrifstofa Lúðvík Hjalti Jónsson framkvæmdastjóri fjárhags- og stjórnsýslusviðs, Margrét Harðardóttir grunnskólafulltrúi, Hrafnhildur Sigurðardóttir leikskólafulltrúi, Dagrún Ársælsdóttir og María Björk Óskarsdóttir frá leikskóla, Sigfús Grétarsson, Alda Gísladóttir frá grunnskóla.

Dagskrá:

1. Skólanefnd óskar leikskólanum Mánabrekku til hamingju með Grænfánann, sem er alþjóðleg viðurkenning fyrir markvisst starf í umhverfisfræðslu og umhverfismennt.

2. Lögð fram gjaldskrá fyrir leikskóla sem gildir frá 1. janúar 2005. Gjaldskráin er samþykkt með þremur atkvæðum, tveir sátu hjá. Um er að ræða 5% hækkun á gjöldum (Fskj. 153-1).

3. Lagðar fram tölulegar upplýsingar um leikskólana í nóvember 2004.

Hrafnhildur Sigurðardóttir, Dagrún Ársælsdóttir og María Björk Óskarsdóttir viku af fundi.

Sigfús Grétarsson og Alda Gísladóttir mættu til fundar.

4. Lögð fram gjaldskrá fyrir Skólaskjól og mötuneyti grunnskólans. Gjaldskráin er samþykkt með þremur atkvæðum, tveir sátu sátu hjá. Um er að ræða 5% hækkun. Skólastjóri lætur taka saman sundurliðaðar upplýsingar um sölu í mötuneyti Valhúsaskóla (Fskj. 153-2).

5. Fundargerðir 1. 2. og 3. fundar byggingarnefndar vegna Mýrarhúsaskóla lagðar fram. Skólanefnd leggur áherslu á að verkinu verði hraðað þar sem útboð verður að fara fram í byrjun árs 2005 (Fskj. 153-3).

6. Lagt fram reiknilíkan fyrir Grunnskóla Seltjarnarness miðað við nemendafjölda 1. október 2004 (Fskj. 153-4).

7. Lögð fram samantekt á tölulegum upplýsingum um Grunnskóla Seltjarnarness skólaárið 2004-2005 (Fskj. 153-5).

8. Lagt fram bréf frá Æskulýðs- og íþróttaráði varðandi aðstöðu til hljómsveitaræfinga í Selinu. Óskað er eftir minnisblaði frá byggingarfulltrúa varðandi málið (Fskj. 153-6).

9. Lagt fram bréf frá menntamálaráðuneyti varðandi skólahald í kjölfar verkfalls grunnskólakennara. Grunnskólafulltrúa og skólastjóra falið að koma með tillögur um málið. Sérstaklega er óskað eftir að fylgst sé með námsframvindu nemenda í 9. bekk og skólastjóra falið að koma með tillögur. Samræmd próf í 4. og 7. bekk verða 3. febrúar í íslensku og 4. febrúar í stærðfræði. Samræmdum prófum í 10. bekk hefur verið frestað um viku og verða þau á tímabilinu 9.-18. maí nk. (Fskj. 153-7).

10. Skólastjóri kynnti breytingar á innra skipulagi skólans í kjölfar verkfalls grunnskólakennara. Fyrst og fremst er um að ræða breytingar á prófum í 7.-10. bekk í Valhúsaskóla, auk þess sem jólaundirbúningur verður í lágmarki.

11. Skólanefnd vísar erindi um aðstöðu fyrir hjólabrettaiðkendur til Íþrótta- og æskulýðsráðs til afgreiðslu.

12. Afgreiðslu á erindisbréfi skólanefndar frestað.

13. Rætt um samstarf Íþróttafélagsins Gróttu og Grunnskóla Seltjarnarness í eineltismálum.

Lúðvík Hjalti Jónsson, Margrét Harðardóttir, Sigfús Grétarsson og Alda Gísladóttir viku af fundi.

14. Grunnskólafulltrúa falið að senda umsögn skólanefndar um starfslýsingar starfsmanna á Skólaskrifstofu, skólastjóra og skólasálfræðings til bæjarstjórnar (Fskj. 153-8).

Bjarni Torfi Álfþórsson(sign.)

Gunnar Lúðvíksson (sign.)

Lárus B Lárusson (sign.)

Árni Einarsson (sign.)

Sunneva Hafsteinsdóttir (sign.)Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?