Fara í efni

Skólanefnd

24. júní 2020

307. (130) fundur skólanefndar var haldinn miðvikudaginn 24. júní 2020, kl. 08:00 í fundarsal bæjarstjórnar Seltjarnarness.
Mættir voru: Sigrún Edda Jónsdóttir, Ragnhildur Jónsdóttir, Guðmundur H. Þorsteinsson, Hildur Ólafsdóttir, Björn Gunnlaugsson, Ólína Thoroddsen, skólastjóri Grunnskóla Seltjarnarness, Harpa Frímannsdóttir, fulltrúi kennara Grunnskóla Seltjarnarness, Kári H. Einarsson, skólastjóri Tónslistarskóla Seltjarnarness og Baldur Pálsson, sviðsstjóri fjölskyldusviðs.
Fundi stýrði Sigrún Edda Jónsdóttir
Fundargerð ritaði Baldur Pálsson

 1. Umbótaáætlun fyrir námsmat í Grunnskóla Seltjarnarnes -málsnr. 2019070076.
  Sviðsstjóri fjölskyldusviðs gerði grein fyrir eftirfylgni við umbótaáætlun fyrir námsmat við GS fyrir
  skólaárið 2019-2020.
  Bókun frá fulltrúa Viðreisnar/Neslista:
  Fulltrúi Viðreisnar/Neslista í skólanefnd Seltjarnarness vill óska skólastjórnendum og kennurum við
  GS til hamingju með þann árangur sem náðst hefur í umbótum á framkvæmd lokanámsmats við
  skólann. Það er ljóst að einlægur vilji er til þess að gera betur og taka til sín þær ábendingar sem
  komið hafa fram síðastliðið ár um eitt og annað sem betur hefði mátt fara. Sérstaklega ber að
  hrósa fyrir þann mikla viðsnúning sem hefur átt sér stað í viðhorfum skólans til gagnrýni. Þar
  hrasaði skólinn lítillega að mati undirritaðs þegar kennarar lögðu niður störf á liðnu skólaári, sem
  og þegar gripið var til varna í grein í Nesfréttum. Nú er hins vegar ekki um að villast að starfsfólk
  skólans hefur einsett sér að gera betur og er strax farið að sjá þess merki. Eins og fram hefur komið
  í málflutningi skólans í þessu máli er þróun skólastarfs ferli sem aldrei má taka enda. Það verður
  spennandi að fylgjast með skólanum vaxa og dafna í framhaldi af því lærdómsferli sem málið hratt
  af stað.
  Björn Gunnlaugsson, fulltrúi Neslista/Viðreisnar
 2. Inntaka nemenda í Tónlistarskóla Seltjarnarness skólaárið 2020-2021 -málsnr. 2020050280.
  Skólastjóri gerði grein fyrir inntöku nemenda við Tónlistarskóla Seltjarnarness fyrir
  skólaárið 2020-2021.
 3. Tónlistarnám v. Allegro Suzukitólistarskóla -málsnr. 2020050171.
  Reglur og tilhögun annarra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um tónlistarnám utan
  lögheimilissveitarfélags voru lagðar fram til kynningar. Lagt var til að Seltjarnarnesbær endurskoði
  reglur sínar um tónlistarnám utan lögheimilissveitarfélags. Auk þess var lagt til að skoðaður verði
  möguleikinn á því að stofna Suzukideild eða bjóða upp á Suzukinám við Tónlistarskóla
  Seltjarnarness og var skólastjóra skólans falin eftirfylgni við það.
  Sviðsstjóra fjölskyldusviðs var falið að svara erindi vegna tónlistarnáms við Allegro
  Suzukitónlistarskólann.
 4. Umsókn til skólanefndar um styrk til skólaþróunarverkefnis -málsnr. 2020060095.
  Skólanefnd samþykkir 450.000 kr. styrk til skólaþróunarverkefnis.
 5. Starfsemi Félagsmiðstöðvarinnar Selsins -málsnr. 2020050281.
  Sviðsstjóri fjölskyldusviðs gerði grein fyrir ráðningu nýs forstöðumanns eldribarnastarfs
  Frístundamiðstöðvar Seltjarnarness.
 6. Starfsleyfi vegna daggæslu í heimahúsi -málsnr. 2020060051.
  Lagt fram til kynningar.

  Fleira var ekki tekið fyrir á fundinum.
  Fundi var slitið kl. 9:35.

  Sigrún Edda Jónsdóttir (sign.)
  Guðmundur H. Þorsteinsson (sign.)
  Ragnhildur Jónsdóttir (sign.)
  Björn Gunnlaugsson (sign.)
  Hildur Ólafsdóttir (sign.)
Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?