Fara í efni

Skólanefnd

25. nóvember 2020

310. (133) fundur skólanefndar var haldinn miðvikudaginn 25. nóvember 2020, kl. 08:00 sem fjarfundur í Microsoft TEAMS.

Mættir voru: Sigrún Edda Jónsdóttir, Ragnhildur Jónsdóttir, Guðmundur H. Þorsteinsson, Hildur Ólafsdóttir, Björn Gunnlaugsson, Ólína Thoroddsen, skólastjóri Grunnskóla Seltjarnarness, Harpa Frímannsdóttir, fulltrúi kennara Grunnskóla Seltjarnarness, Sveinn Guðmarsson, fulltrúi foreldrafélags Grunnskóla Seltjarnarness, Soffía Guðmundsdóttir leikskólastjóri Leikskóla Seltjarnarness, Áslaug Jóhannnsdóttir, fulltrúi starfsmanna Leikskóla Seltjarnarness, Þórhildur Ólafsdóttir, fulltrúi foreldraráðs Leikskóla Seltjarnarness, Kári H. Einarsson, skólastjóri Tónslistarskóla Seltjarnarness, Jóna Rán Pétursdóttir, forstöðumaður eldri barna starfs Frístundamiðstöðvar Seltjarnarness, Hólmfríður Petersen, forstöðumaður yngri barna starfs Frístundamiðstöðvar Seltjarnarness og Baldur Pálsson, sviðsstjóri fjölskyldusviðs.

Fundi stýrði Sigrún Edda Jónsdóttir
Fundargerð ritaði Baldur Pálsson

  1. Skóla- og frístundastarf á neyðarstigi -málsnr. 2020100138.
    Skólastjórar og forstöðumenn frístundaheimilis og félagsmiðstöðvar gerðu grein fyrir stöðu og gangi skóla- og frístundastarfs á neyðarstigi. Skólanefnd þakkar stjórnendum og starfsfólki í skóla- og frístundastarfi fyrir þeirra framlag við erfiðar aðstæður og lausnamiðaða nálgun að starfseminni. 

  2. Skóladagatal Grunnskóla Seltjarnarness skólaárið 2021-2022 -málsnr. 2020110177.
    Tillaga að skóladagatali GS fyrir skólaárið 2021-2022 var lögð fram til kynningar.

    Soffía Guðmundsdóttir, Áslaug Jóhannsdóttir, Þórhildur Ólafsdóttir, Kári H. Einarsson, Jóna Rán Pétursdóttir og Hólmfríður Petersen viku af fundi kl. 9:25. 

  3. Upplýsingatækni í Grunnskóla Seltjarnarness -málsnr. 20200178.
    Skólastjóri gerði grein fyrir stöðu mála í upplýsingatækni skólans og rætt var um búnað og þarfir skólans í dag og í nánustu framtíð.

    Ólína Thoroddsen, Harpa Frímannsdóttir og Sveinn Guðmarsson viku af fundi kl. 09:40. 

  4. Reglur um úthlutun skólanefndar til skólaþróunarverkefna -málsnr. 2020110179.
    Sviðsstjóri fjölskyldusviðs kynnti drög að reglum um úthlutun skólanefndar til skólaþróunarverkefna. 

  5. Fundartími skólanefndar árið 2021 -málsnr. 2020110180.
    Eftirfarandi fundartímar eru lagðir til fyrir skólanefnd Seltjarnarness árið 2021:
    27. janúar, 24. mars, 12. maí, 23. Júní, 25. ágúst, 13. október og 24. nóvember 

Fleira var ekki tekið fyrir á fundinum.
Fundi var slitið kl. 10:00.

Sigrún Edda Jónsdóttir (sign.)
Guðmundur H. Þorsteinsson (sign.)
Ragnhildur Jónsdóttir (sign.)
Björn Gunnlaugsson (sign.)
Hildur Ólafsdóttir (sign.)

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?