Fara í efni

Skólanefnd

06. október 2021

316. (139) fundur skólanefndar var haldinn miðvikudaginn 6. október 2021, kl. 08:00 í sal bæjarstjórnar Seltjarnarness.

 Mættir voru: Sigrún Edda Jónsdóttir, Ragnhildur Jónsdóttir, Guðmundur H. Þorsteinsson, Hildur Ólafsdóttir, Margrét Gísladóttir leikskólastjóri Leikskóla Seltjarnarness, Áslaug Jóhannnsdóttir, fulltrúi starfsmanna Leikskóla Seltjarnarness, Ásdís Helgadóttir, fulltrúi foreldraráðs Leikskóla Seltjarnarness, Ólína Thoroddsen, skólastjóri Grunnskóla Seltjarnarness, Irena Guðrún Kojic, fulltrúi kennara við Grunnskóla Seltjarnarness, Sveinn Guðmarsson, fulltrúi foreldra við Grunnskóla Seltjarnarness, Jóna Rán Pétursdóttir, forstöðukona Félagsmiðstöðvarinnar Selsins, Hólmfríður Petersen, forstöðukona Skjóls og Frístundar og Baldur Pálsson, sviðsstjóri fjölskyldusviðs. 

Fundi stýrði Sigrún Edda Jónsdóttir
Fundargerð ritaði Baldur Pálsson

 1. Inntaka barna í Leikskóla Seltjarnarness haustið 2021 -málsnr. 2021030142.
  Margrét Gísladóttir, leikskólastjóri, gerði grein fyrir inntöku barna, ráðningum og stöðu mönnunar í Leikskóla Seltjarnarness.
  Skólanefnd þakkar stjórnendum og starfsfólki leikskólans þrautsegju og útsjónarsemi í starfsemi skólans í haust.

  Margrét Gísladóttir, Áslaug Jóhannsdóttir og Ásdís Helgadóttir viku af fundi kl. 8:30 og Ólína Thoroddsen, Irena Guðrún Kojic og Sveinn Guðmarsson komu til fundar.

 2. Skólanámskrá Grunnskóla Seltjarnarness 2021-2022 -málsnr. 2021080237.
  Skólanefnd staðfestir skólanámskrá Grunnskóla Seltjarnarness fyrir skólaárið 2021-2022.

 3. Starfsáætlun Grunnskóla Seltjarnarness 2021-2022 -málsnr. 2021080238.
  Skólanefnd staðfestir starfsáætlun Grunnskóla Seltjarnarness fyrir skólaárið 2021-2022.

  Ólína Thoroddsen og Irena Guðrún Kojic viku af fundi kl. 08:40 og Jóna Rán Pétursdóttir Hólmfríður Petersen komu til fundar. 

 4. Félagsmiðstöðin Selið, starfsemi í byrjun skólaárs -málsnr. 2021090268.
  Jóna Rán Pétursdóttir greindi frá stafsemi Selsins.

  Jóna Rán Pétursdóttir vék af fundi kl. 09:10.

 5. Skjól og Frístund, starfsemi í byrjun skólaárs -málsnr. 2021090269.
  Hómfríður Petersen greindi frá starfsemi Skjóls og Frístundar.

  Skólanefnd þakkar forstöðukonum Selsins og Skjóls/Frístundar fyrir góða yfirferð og óskar þeim velfarnaðar á skólaárinu.

  Hólmfríður Petersen og Sveinn Guðmarsson viku af fundi kl. 09:25.

 6. Skólaþing 2021 -málsnr. 2021090270.
  Rætt var um undirbúning skólaþings í tengslum við endurskoðun skólastefnu Seltjarnarnesbæjar.

 7. Reglur Seltjarnarnesbæjar um tónlistarnám í öðrum sveitarfélögum -málsnr. 2021060098.
  Afgreiðslu málsins var frestað. 

Fleira var ekki tekið fyrir á fundinum.

Fundi slitið kl. 10:00.

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?