Fara í efni

Skólanefnd

24. nóvember 2021

317. (140) fundur skólanefndar var haldinn miðvikudaginn 24. nóvember 2021, kl. 08:00 í sal bæjarstjórnar Seltjarnarness. 

Mættir voru: Sigrún Edda Jónsdóttir, Ragnhildur Jónsdóttir, Guðmundur H. Þorsteinsson, Hildur Ólafsdóttir, Björn Gunnlaugsson, Margrét Gísladóttir, leikskólastjóri Leikskóla Seltjarnarness, Áslaug Jóhannnsdóttir, fulltrúi starfsmanna Leikskóla Seltjarnarness, Anna Mjöll Guðmundsdóttir, fulltrúi foreldraráðs Leikskóla Seltjarnarness, Ólína Thoroddsen, skólastjóri Grunnskóla Seltjarnarness, Sveinn Guðmarsson, fulltrúi foreldra við Grunnskóla Seltjarnarness og Baldur Pálsson, sviðsstjóri fjölskyldusviðs. 

Fundi stýrði Sigrún Edda Jónsdóttir 
Fundargerð ritaði Baldur Pálsson 

 1. Starfsáætlun Leikskóla Seltjarnarness skólaárið 2021-2022 -málsnr. 2021110173.
  Skólanefnd staðfestir starfsáætlun leikskóla Seltjarnarness fyrir skólaárið 2021-2022.

 2. Stuðningur við börn í Leikskóla Seltjarnarness skólaárið 2021-2022 -málsnr. 2021110174.
  Skólanefnd samþykkir umsókn frá Leikskóla Seltjarnarness um stuðning við börn skólaárið 2021-2022.

  Ólína Thoroddsen og Sveinn Guðmarsson komu til fundar kl. 08:30.

 3. Skóladagatal Grunnskóla Seltjarnarness skólaárið 2022-2023 -málsnr. 2021110175.
  Lagt fram til kynningar.

  Margrét Gísladóttir, Áslaug Jóhannnsdóttir og Anna Mjöll Guðmundsdóttir viku af fundi kl. 08:35. 

 4. Upplýsingatækni í Grunnskóla Seltjarnarness -málsnr. 2020110178.
  Skólastjóri gerði grein fyrir stöðu og gangi mála varðandi upplýsingatækni í GS.

 5. Reglur Seltjarnarnesbæjar um tónlistarnám í öðrum sveitarfélögum -málsnr. 2021060098.
  Skólanefnd samþykkir tillögu að endurskoðuðum reglum um tónlistarnám í öðrum sveitarfélögum og vísar þeim til staðfestingar bæjarráðs.

 6. Skólaþing 2021 -málsnr. 2021090270.
  Skólanefnd ákvað að íbúaþing um skólamál verði haldið 5. febrúar 2022.

Fleira var ekki tekið fyrir á fundinum.
Fundi slitið kl. 09:10.

Sigrún Edda Jónsdóttir (sign.)
Ragnhildur Jónsdóttir (sign.)
Guðmundur H. Þorsteinsson (sign.)
Hildur Ólafsdóttir (sign.)
Björn Gunnlaugsson (sign.)

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?