Fara í efni

Skólanefnd

23. febrúar 2022

319. (142) fundur skólanefndar var haldinn miðvikudaginn 23. febrúar 2022, kl. 08:00 sem fjarfundur í Microsoft- TEAMS.

Mættir voru: Sigrún Edda Jónsdóttir, Guðmundur H. Þorsteinsson, Hildur Ólafsdóttir, Björn Gunnlaugsson, Sonja Jónasdóttir, aðstoðarleikskólastjóri Leikskóla Seltjarnarness, Áslaug Jóhannnsdóttir, fulltrúi starfsmanna Leikskóla Seltjarnarness, Þórhildur Ólafsdóttir og Ásdís Helgadóttir, fulltrúar foreldraráðs Leikskóla Seltjarnarness og Baldur Pálsson, sviðsstjóri fjölskyldusviðs.

Ragnhildur Jónsdóttir boðaði forföll.


Fundi stýrði Sigrún Edda Jónsdóttir

Fundargerð ritaði Baldur Pálsson


1. Skóladagatal Leikskóla Seltjarnarness skólaárið 2022-2023 -málsnr. 2022020156.

Skólanefnd staðfesti skóladagatal Leikskóla Seltjarnarness fyrir skólaárið 2022-2023.


2. Sumarlokun Leikskóla Seltjarnarness sumarið 2022 -málsnr. 2022020157.

Skólanefnd samþykkir sumarlokun 4.-30. júlí skv. tillögu leikskólastjóra og beiðni um hálfan skipulagsdag f.h. þriðjudaginn 2. ágúst. Nefndin felur leikskólastjóra kynningu sumarlokunar.


3. Skóladagatal Ungbarnaleikskóla Seljarnarness skólaárið 2022-2023 -málsnr. 2022020158.

Skólanefnd staðfesti skóladagatal Ungbarnaleikskóla Seltjarnarness fyrir skólaárið 2022- 2023.


4. Sumarlokun Ungbarnaleikskóla Seltjarnarness sumarið 2022 -málsnr. 2022020159.

Skólanefnd samþykkir sumarlokun 4.-30. júlí skv. tillögu leikskólastjóra og beiðni um hálfan skipulagsdag f.h. þriðjudaginn 2. ágúst. Nefndin felur leikskólastjóra kynningu sumarlokunar.


5. Ungbarnaleikskóli Seljtarnarness, ósk um skipulagsdaga –málsnr. 2022020163.

Skólanefnd samþykkir ósk um skipulagsdaga 21. mars og 27. maí 2022 skv. ósk Leikskólastjóra í samræmi við skipulagsdaga Leikskóla Seltjarnarness. Nefndin felur leikskólastjóra kynningu skipulagsdaga.


6. Inntaka barna í leikskóla á Seltjarnarnesi skólaárið 2022-2023 -málsnr. 2022020161.

Sviðsstjóri gerði grein fyrir inntöku barna í leikskóla á Seltjarnarnesi haustið 2022.


7. Skóladagatal Tónlistarskóla Seltjarnarness -málsnr. 2022020160.

Skólanefnd frestaði afgreiðslu málsins til næsta fundar.


8. Íbúaþing um skólamál -málsnr. 2021090270.

Skólanefnd ákvað 2. apríl sem nýja dagsetningu fyrir íbúaþing um skólamál.


Fleira var ekki tekið fyrir á fundinum.

Fundi slitið kl. 08:45.


Sigrún Edda Jónsdóttir (sign.)

Guðmundur H. Þorsteinsson (sign.)

Hildur Ólafsdóttir (sign.)

Björn Gunnlaugsson (sign.

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?