Fara í efni

Skólanefnd

19. janúar 2022

318. (141) fundur skólanefndar var haldinn miðvikudaginn 19. janúar 2022, kl. 08:00 sem fjarfundur í Microsoft- TEAMS.

Mættir voru: Sigrún Edda Jónsdóttir, Ragnhildur Jónsdóttir, Guðmundur H. Þorsteinsson, Hildur Ólafsdóttir, Björn Gunnlaugsson, Margrét Gísladóttir, leikskólastjóri Leikskóla Seltjarnarness, Áslaug Jóhannnsdóttir, fulltrúi starfsmanna Leikskóla Seltjarnarness, Þórhildur Ólafsdóttir, fulltrúi foreldraráðs Leikskóla Seltjarnarness, Ólína Thoroddsen, skólastjóri Grunnskóla Seltjarnarness, Sveinn Guðmarsson, fulltrúi foreldra við Grunnskóla Seltjarnarness og Baldur Pálsson, sviðsstjóri fjölskyldusviðs.

Fundi stýrði: Sigrún Edda Jónsdóttir

Fundargerð ritaði: Baldur Pálsson sviðsstjóri


Dagskrá:

1. 2020100138 - Skóla- og frístundastarf á neyðarstigi

Skólastjórar Leikskóla Seltjarnarness og Grunnskóla Seltjarnarness og sviðsstjóri fjölskyldusviðs gerðu grein fyrir stöðu og gangi skóla- og frístundastarfs á neyðarstigi.

Ólína Thoroddsen og Sveinn Guðmarsson komu til fundar og Margrét Gísladóttir, Áslaug Jóhannsdóttir og Þórhildur Ólafsdóttir viku af fundi kl. 08:20.


2. 2021100175 - Skóladagatal Grunnskóla Seltjarnarness skólaárið 2022-2023

Skólanefnd staðfesti skóladagatal Grunnskóla Seltjarnarness fyrir skólaárið 2022-2023.


3. 2022010234 - Orðsending frá mennta- og barnamálaráðherra

Lagt fram til kynningar.


4. 2021090270 - Skólaþing

Skólanefnd ákvað að fresta fyrirhuguðu íbúaþingi um skólamál, sem halda átti laugardaginn 5. febrúar, vegna fjöldatakmarkana sem eru í gildi fram til 2. febrúar. Ákvörðun um nýja dagsetningu verður tekin á næsta fundi nefndarinnar.

Fleira var ekki tekið fyrir á fundinum.


Fundi slitið kl. 09:00.

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?