Fara í efni

Skólanefnd

30. mars 2022

320. (143) fundur skólanefndar var haldinn miðvikudaginn 30. mars 2022, kl. 08:00 í sal bæjarstjórnar Seltjarnarness og sem fjarfundur á Microsoft Teams.

Mættir voru: Sigrún Edda Jónsdóttir, Ragnhildur Jónsdóttir, Guðmundur H. Þorsteinsson, Guðmundur Ari Sigurjónsson, Björn Gunnlaugsson, Margrét Gísladóttir, leikskólastjóri Leikskóla Seltjarnarness, Áslaug Jóhannnsdóttir, fulltrúi starfsmanna Leikskóla Seltjarnarness, Ásdís Helgadóttir, fulltrúi foreldraráðs Leikskóla Seltjarnarness, Ólína Thoroddsen, skólastjóri Grunnskóla Seltjarnarness, Elín Antonsdóttir, fulltrúi foreldra við Grunnskóla Seltjarnarness, Jóna Rán Pétursdóttir, forstöðukona Félagsmiðstöðvarinnar Selsins, Kári Húnfjörð Einarsson, skólastjóri Tónlistarskóla Seltjarnarness og Baldur Pálsson, sviðsstjóri fjölskyldusviðs.

Fundi stýrði: Sigrún Edda Jónsdóttir

Fundargerð ritaði: Baldur Pálsson sviðsstjóri 


Dagskrá:

1. 2022030121 - Úthlutun til Grunnskóla Seltjarnarness fyrir skólaárið 2022-2023

Skólanefnd samþykkti tillögu að úthlutun með fyrirvara um samþykki bæjarráðs.


Jóna Rán Pétursdóttir kom til fundar kl. 8:35.


2. 2022030131 - Áskorun frá foreldrafélagi Grunnskóla Seltjarnarness og kennurum Valhúsaskóla

Forstöðukona félagsmiðstöðvarinnar Selsins gerði grein fyrir starfseminni í vetur, hvaða áskoranir aðstæður vegna Covid-19 hafa boðið upp á og stöðu forvarnamála í sveitarfélaginu.

Skólanefnd ákvað að fela sviðsstjóra fjölskyldusviðs og forstöðukonu félagsmiðstöðvarinnar að greina núverandi stöðu í félags- og forvarnastarfi m.t.t. þess sem fram kemur í áskorun frá foreldrafélagi Grunnskóla Seltjarnarness og kennurum Valhúsaskóla og koma með tillögur um hvernig megi bregðast við til að styrkja starfsemi félagsmiðstöðvarinnar og forvarnastarfs.

Guðmundur Ari Sigurjónsson lagði fram eftirfarandi bókun:

Ég vil þakka foreldrafélaginu og kennurum Valhúsaskóla kærlega fyrir erindið. Ég tek heilshugar undir þessa áskorun og vona að bæjarstjórn leiðrétti þetta óheillaskref sem stigið var á kjörtímabilinu. Nú er lag þar sem í fjárhagsáætlunargerð fyrir árið 2022 var útsvarið hækkað til að vega upp á móti hallarekstri bæjarins og til að vinna gegn niðurskurði á þeirri þjónustu sem íbúar kalla eftir.

Guðmundur Ari Sigurjónsson – fulltrúi Samfylkingar Seltirninga


Margrét Gísladóttir, Áslaug Jóhannnsdóttir og Ásdís Helgadóttir komu til fundar og Jóna Rán Pétursdóttir vék af fundi kl. 9:20.


3. 2022030181 - Erindi frá foreldrafélagi GS, foreldrafélagi og foreldraráði LS öskudagur 2023

Erindið var lagt fram og skólanefnd beinir því til stjórnenda leik- og grunnskóla og foreldra að finna útfærslu á hátíðarhöldum í tengslum við öskudaginn.


Ólína Thoroddsen, Elín Antonsdóttir og Ásdís Helgadóttir viku af fundi kl. 9:30. 


4. 2022020161 - Inntaka barna í leikskóla á Seltjarnarnesi skólaárið 2022-2023

Sviðsstjóri fjölskyldusviðs og leikskólastjóri gerðu grein fyrir inntöku barna í leikskóla á Seltjarnarnesi haustið 2022 og þáttum sem hafa áhrif þar á.


Margrét Gísladóttir og Áslaug Jóhannnsdóttir viku af fundi og Kári Húnfjörð Einarsson kom til fundar kl. 9:55.


5. 2022020160 - Skóladagatal Tónlistarskóla Seltjarnarness skólaárið 2022-2023

Skólanefnd staðfesti skóladagatal Tónlistarskóla Seltjarnarness fyrir skólaárið 2022-2023.


Kári Húnfjörð Einarsson vék af fundi kl. 10:10.


6. 2021090270 - Íbúaþing um skólamál

Sviðsstjóri gerði grein fyrir undirbúningi íbúaþings um skólamál laugardaginn 2. apríl 2022 og hvernig framkvæmd þess skuli háttað.


Fleira var ekki tekið fyrir á fundinum.


Fundi slitið kl. 10:15.

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?