Fara í efni

Skólanefnd

323. fundur 30. nóvember 2022 kl. 08:15 - 10:07 Bæjarstjórnarsalur, Austurströnd 2, Seltjarnarnesi
Nefndarmenn
  • Dagbjört Snjólaug Oddsdóttir formaður
  • Ragnhildur Jónsdóttir aðalmaður
  • Grétar Dór Sigurðsson aðalmaður
  • Karen María Jónsdóttir aðalmaður
  • Eva Rún Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Margrét Gísladóttir leikskólastjóri Leikskóla Seltjarnarness
  • Jelena Kuzminova fulltrúi starfsmanna Leikskóla Seltjarnarness
  • Tryggvi Steinn Helgason fulltrúi foreldraráðs Leikskóla Seltjarnarness
  • Kristjana Hrafnsdóttir skólastjóri Grunnskóla Seltjarnarness
  • Harpa Frímannsdóttir fulltrúi kennara Grunnskóla Seltjarnarness
  • Karl Pétur Jónsson fulltrúi foreldra við Grunnskóla Seltjarnarness
Starfsmenn
  • Baldur Pálsson sviðsstjóri fjölskyldusviðs
Fundargerð ritaði: Baldur Pálsson sviðsstjóri fjölskyldusviðs

323. (146) fundur Skólanefndar var haldinn í sal bæjarstjórnar Seltjarnarness.

Fundi stýrði: Dagbjört Snjólaug Oddsdóttir

1. 2022110205 - Starfsáætlun Leikskóla Seltjarnarness skólaárið 2022-2023
Skólanefnd staðfestir starfsáætlun Leikskóla Seltjarnarness fyrir skólaárið 2022-2023.

Kristjana Hrafnsdóttir, Harpa Frímannsdóttir og Karl Pétur Jónsson komu til fundar kl. 08:35.

2. 2022020156 - Skóladagatal Leikskóla Seltjarnarness 2022-2023, beiðni um breytingu
Skólanefnd samþykkir ósk um breytingu á skóladagatali Leikskóla Seltjarnarness fyrir skólaárið
2022-2023 og felur leikskólastjóra eftirfylgni við kynningu á breytingunni.

Fyrirhugaður skipulagsdagur 22.02.2023 færist til 27.02.2023.

3. 2021110175 - Skóladagatal Grunnskóla Seltjarnarness 2022-2023, beiðni um breytingu
Skólanefnd samþykkir ósk um breytingu á skóladagatali Grunnskóla Seltjarnarness fyrir skólaárið
2022-2023 og felur skólastjóra eftirfylgni við kynningu á breytingunni.

Fyrirhugaður skipulagsdagur 22.02.2023 færist til 27.02.2023.

4. 2022100021 - Tilhögun á kynningu barna- og unglingastarfs Seltjarnarneskirkju
Skólanefnd frestar afgreiðslu málsins.

Margrét Gísladóttir, Jelena Kuzminova og Tryggvi Steinn Helgason viku af fundir kl. 09:03.

5. 2022090020 - Skólabyrjun í Grunnskóla Seltjarnarness skólaárið 2022-2023
Svör skólastjóra Grunnskóla Seltjarnarness við spurningum sem bornar voru fram á 321. fundi skólanefndar og gefin voru á 322. fundi nefndarinnar voru færð í fundagerð.

Fyrirspurn frá Karen Maríu Jónsdóttur, fulltrúa samfylkingar:

Mikilvægt er að nýta stafræna tækni til að auðga menntun barna og ungmenna með þeim hætti að þau geti mætt framtíðinni með opnum örmum. Því er spurt hvort og þá hvernig innleiðingu á framsækinni og skapandi upplýsingatækni í skólastarfi bæjarins hefur almennt verið háttað, þ.e. Námi og kennslu? Með hvaða hætti og upp að hvaða marki hefur starfsfólki skólans verið gert kleift að sinnastarfsþróun og byggja upp lærdómssamfélag hvað þetta varðar? Hversu mikinn aðgang hefur starfsfólk að kennsluráðgjafa sem býður upp fræðslu, ráðgjöf og stuðning við notkun stafrænnar tækni í skólastarfinu? Eða að kerfisstjóra til aðstoðar? Þar móti er spurt hvort hversu margir nemendur í 7. - 10. bekk fái úthlutað eigið námstæki til afnotayfir veturinn? Hvaða kennsluhugbúnaður er nýttur í skólastarfinu og hvort framkvæmt hafi verið áhættumat og mat á áhrifum á persónuvernd á honum? Hvaða aðrar skipulagslegar og tæknilegar ráðstafanir hafa verið gerðar til að gæta öryggis persónuupplýsinga í skólastarfinu? Loks, upp að hvaða marki fjölgun námstækja hafi mætt með fjölgun netbeina og netskipta til tryggja hraða og gæði nettenginga í starfseminni?

Svör skólastjóra Grunnskóla Seltjarnarness:

Í Grunnskóla Seltjarnarness hefur innleiðingu á framsækinni og skapandi upplýsingatækni verið háttað á margvíslegan hátt, misjafnlega eftir skólastigum. Í Mýrarhúsaskóla hafa umsjónarkennarar aðal umsjón yfir kennslu í upplýsingatækni en fá stuðning og aðstoð þegar þeir óska eftir því frá kennsluráðgjafa skólans. Nemendur sem og kennarar í Mýrarhúsaskóla hafa ýmis tæki sem þau geta nýtt sér í kennslu s.s. Chromebækur, iPada, Green screen, vélmenni o.fl. Kennarar eru hvattir til þess að nýta sér upplýsingatækni og samþætta hana við aðrar námsgreinar og fá við það aðstoð og stuðning frá kennsluráðgjafa.

Í Valhúsaskóla er upplýsingatækni nýtt í flestum námsgreinum á einn eða annan hátt. Kennarar í þema, þar sem náttúru- og samfélagsgreinar eru samþættar, hafa að mjög miklu leyti nýtt UT og þar vinna nemendur fjölbreytt verkefni. Nemendur hafa sem dæmi verið að gera hlaðvörp, stuttmyndir, bæklinga, rafrænar bækur/veggspjöld og margt fleira.

Kennsluráðgjafi í upplýsingatækni er kennurum í Valhúsaskóla til halds og traust, veitir ráðgjöf og aðstoðar í kennslu þegar þörf er á. Kennsluráðgjafi skólans í upplýsingatækni sem og skólastjórnendur sjá um að upplýsa samstarfsfólk um allskyns starfsþróunartækifæri og námskeið sem í boði eru til að efla starfsfólk á þessu sviði. Þar má nefna Utís og Utís Online sem eru stærstu viðburðirnir í skólaþróun með áherslu á upplýsingatækni. Starfsfólk skólans hefur síðustu ár bæði sótt Utís á Sauðárkróki og Utís Online. Í ár var metþátttaka starfsfólks Grunnskóla Seltjarnarness á Utís Online en alls 13 kennarar voru skráðir í ár.

Kennarar eru líka duglegir að deila þekkingu sinni og kunnáttu á þessu sviði, sem og öðrum og því fer stór hluti lærdóms í UT fram innan skólans í samvinnu kennara á milli. Þá er starfsfólk er hvatt til þess að fylgjast með og tilheyra hinum ýmsu vefsíðum, facebook hópum og twitter svæðum, t.d. #menntaspjall þar sem verið er að deila áhugaverðum verkefnum og reynslu.

Síðast en ekki síst heldur kennsluráðgjafi skólans örnámskeið/fræðslu fyrir starfsfólk skólans um hin ýmsu forrit sem nýtast í kennslu. Síðustu ár hefur reynst erfitt að hópa saman fólki og halda þessi örnámskeið en þá hefur kennsluráðgjafi sent ítarlega pósta á samstarfsfólk þar sem forrit eru útskýrð á einfaldan en ítarlegan hátt.

Í Grunnskóla Seltjarnarness er starfandi kennsluráðgjafi í UT í 100% starfi. Hún sinnir öllum árgöngum skólans og fer í bæði hús. Starf kennsluráðgjafa felst í því að upplýsa kennara, sýna þeim stuðning og aðstoða þá í að beita UT í sinni kennslu. Það er gert á margþættan hátt, með örnámskeiðum, ítarlegum tölvupóstum, fundum, aðstoð inn í kennslu og í smærri hópum í Skýinu. Þá kemur kennsluráðgjafi inn í kennslu í árgöngum í samráði við kennara og út frá verkefnum. Kennsluráðgjafi kennir einnig valfög í Valhúsaskóla og sér um Facebook síðu skólans.

Skýið er upplýsingatækni stofa skólans (það er Ský í báðum húsum) þar sem kennsluráðgjafi hefur aðsetur en þar er að finna iPada og chromebækur skólans sem og annað nytsamlegt, s.s. vélmenni, green screen, Breakout kassa o.fl. Kennsluráðgjafi heldur utan um iPad kerfið sem skólinn nýtir sér, Lightspeed, og sér til þess að allir hafi þau smáforrit sem þau þurfa á að halda en hvorki kennarar né nemendur geta sett smáforrit inn á tækin.

Origo sinnir tæknimálum hjá skólanum skv. þjónustusamningi við Seltjarnarnesbæ. Starfsfólk hringir í þjónustuver þegar upp koma vandamál sem ekki er hægt að leysa innanhúss. Yfirleitt þarf ekki að bíða í langan tíma eftir aðstoð en það er misjafnt, allt frá nokkrum mínútum yfir í nokkra daga. Síðan er starfsfólk duglegt að aðstoða hvert annað með minniháttar tölvuvandamál, alveg eins og gert er með önnur mál sem upp koma.

Allir nemendur í 9. og 10.bekk fengu Chromebækur til afnota í fyrra og var það aftur gert í ár. Nemendur í 7. og 8.bekk hafa aðgang að sameiginlegum Chromebókum skólans í verkefnavinnu. Það er á stefnuskránni að a.m.k. 8. bekkur fái líka chromebækur til afnota

Við erum að kortleggja þau forrit sem við notum og yfirfara vinnslusamninga með hliðsjón af persónuvernd. En það sem við gerum og getum gert er að fylgjast með hvaða kennsluhugbúnaður er með grænt ljós skv. áhættugreiningu sem Samband íslenskra sveitarfélaga hefur framkvæmt eða látið framkvæma. Við fylgjumst líka með hvað nágrannasveitarfélögin eru að gera. Við stígum varlega til jarðar með að taka í notkun forrit sem ekki eru í notkun annar staðar og hafa ekki fengið grænt ljós.

Nemendur fá Google netfang frá skólanum í byrjun 4.bekk, sem enda á @grunnskoli.is. Nemendur sem og kennarar nýta sér Google verkfærin í námi og kennslu. Þau Google forrit sem eru helst nýtt eru, Google classroom, Google drive, Google docs, Google sheets, Google sites, Google forms og Google slides. Önnur forrit sem nýtt eru við kennslu í skólanum t.d. Canva, Book Creator, Kahoot, Kami, Quizlet o.fl. Þegar nemendur nýta þessi forrit skrá þeir sig inn með Google netfanginu sínu.

Nemendur í 1. – 3. bekk þurfa ekki að skrá sig inn á tæki í eigin nafni, hvorki iPad né chromebækur. Reynt hefur verið eftir fremsta megni að tryggja hraða og gæði nettenginga. Við lendum oft í því að netið er lélegt, sérstaklega í Való og á ákveðnum stöðum í Mýró. Origo kemur reglulega til að mæla og taka út stöðuna, en mér skilst t.d. að ástæðan fyrir lélegu neti í Való sé byggingin sjálf. Það sama á við í elsta hluta Mýró þar sem netið er oft lélegt en þar eru veggir t.d. mjög þykkir. Þessar gömlu byggingar eru byggðar með annað en gæði nettenginga í huga.

6. 2022110215 - Könnun á viðhorfi foreldra til símanotkunar í Valhúsaskóla
Skólastjóri gerði grein fyrir niðurstöðum könnunarinnar.

Skólanefnd leggur til að gerð verði tilraun með símalausan mánuð í því skyni að draga úr símanotkun og unnið verði að því að draga úr símanotkun nemenda á skólatíma í samráði við foreldra og nemendur.

Harpa Frímannsdóttir vék af fundi kl. 9:30.

7. 2022110204 - Grunnskóli Seltjarnarness, ástundunarreglur
Lagt fram.

Skólanefnd gerir ekki athugasemd við ástundunarreglurnar.

8. 2022100047 - Tillaga um regnbogavottun skóla- og frístundastarfs á Seltjarnarnesi
Sviðsstjóri gerði grein fyrir vinnslu málsins.

Kristjana Hrafnsdóttir og Karl Pétur Jónsson viku af fundi kl. 09:55.

9. 2022110216 - Fundartími skólanefndar árið 2023
Skólanefnd samþykkir eftirfarandi fundartíma fyrir fundi nefndarinnar árið 2023:
25. janúar, 29. mars, 10. maí, 21. júní, 30. ágúst, 11. október og 22. nóvember.

 

Við lok fundar lögðu fulltrúar Samfylkingar og óháðra í nefndinni fram fyrirspurnir um skólaþjónustu.
Fyrirspurnum skal svarað á næsta fundi nefndarinnar.

Fleira var ekki tekið fyrir á fundinum.

Fundi slitið kl. 10:07.

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?