Fara í efni

Skólanefnd

324. fundur 25. janúar 2023

324. (147) fundur Skólanefndar var haldinn miðvikudaginn 25. janúar 2023, kl. 08:15 í sal bæjarstjórnar Seltjarnarness.

Mættir voru: Dagbjört Snjólaug Oddsdóttir, Hannes T. Hafstein, Grétar Dór Sigurðsson, Karen María Jónsdóttir, Eva Rún Guðmundsdóttir, Margrét Gísladóttir, leikskólastjóri Leikskóla Seltjarnarness, Jelena Kuzminova, fulltrúi starfsmanna Leikskóla Seltjarnarness, Tryggvi Steinn Helgason, fulltrúi foreldraráðs Leikskóla Seltjarnarness, Kristjana Hrafnsdóttir, skólastjóri Grunnskóla Seltjarnarness, Harpa Frímannsdóttir, fulltrúi kennara Grunnskóla Seltjarnarness, Karl Pétur Jónsson, fulltrúi foreldra við Grunnskóla Seltjarnarness, Selma Birna Úlfarsdóttir, leikskólastjóri Ungbarnaleikskóla Seltjarnarness, Jóhanna Ósk Ásgerðardóttir umsjónarmaður málefna fatlaðs fólks og Baldur Pálsson, sviðsstjóri fjölskyldusviðs.

Fundi stýrði: Dagbjört Snjólaug Oddsdóttir
Fundargerð ritaði: Baldur Pálsson

Dagskrá:

1. 2020050251 - Grunnskóli Seltjarnarness, framkvæmd umbóta vegna ytra mats

Kristjana Hrafnsdóttir skólastjóri gerði grein fyrir úttekt MMS á Grunnskóla Seltjarnarness og eftirfylgni við umbótaáætlun.

2. 2023010244 - Skóladagatal Grunnskóla Seltjarnarness skólaárið 2023-2024

Skólanefnd staðfestir skóladagatal Grunnskóla Seltjarnarness fyrir skólaárið 2023-2024.

Margrét Gísladóttir, Jelena Kuzminova og Tryggvi Steinn Helgason komu til fundar kl. 8:35.

3. 2022100021 - Tilhögun á kynningu barna- og unglingastarfs Seltjarnarneskirkju
Skólanefnd samþykkir að viðmið um samskipti skóla og trúfélaga sem mennta- og menningarmálaráðherra gaf út 29. apríl 2013 verði gerð að reglum um samskipti skóla á Seltjarnarnesi og trúfélaga.

Karen María Jónsdóttir sat hjá við afgreiðslu málsins.

Kristjana Hrafnsdóttir, Harpa Frímannsdóttir og Karl Pétur Jónsson viku af fundi kl. 8:50.

4. 2023010245 - Skóladagatal Leikskóla Seltjarnarness 2023-2024

Skólanefnd samþykkir skóladagatal Leikskóla Seltjarnarness skólaárið 2023-2024 að frátalinni lokun í fyrstu viku ágústmánaðar, sem ber að skoða jafnhliða ákvörðun um sumarlokun leikskólans.

5. 2023010251 - Sumarlokun í Leikskóla Seltjarnarness 2023

Skólanefnd frestar afgreiðslu málsins.

Margrét Gísladóttir, Jelena Kuzminova og Tryggvi Steinn Helgason viku af fundi og Selma Birna Úlfarsdóttir kom til fundar kl. 09:25.

6. 2021110175 - Skóladagatal Ungbarnaleikskóla Seltjarnarness 2022-2023, beiðni um breytingu á skóladagatali.

Skólanefnd samþykkir heimild til að gerðar verði breytingar á skóladagatali Ungbarnaleikskóla Seltjarnarness til samræmis við skóladagatal Leikskóla Seltjarnarness og Grunnskóla Seltjarnarness, standi vilji meirihluta foreldra til þess.

Selma Birna Úlfarsdóttir vék af fundi og Jóhanna Ósk Ásgerðardóttir kom til fundar kl.09:30.

7. 2023010246 - Fyrirspurnir um skólaþjónustu

Svör lögð fram. Baldur Pálsson og Jóhanna Ósk Ásgerðardóttir fylgdu framlagningu eftir.

Bókun:
Nefndin þakkar góð svör og leggur til að fulltrúum fjölskyldunefndar verði boðið á sameiginlega kynningu um stöðu innleiðingar farsældarlega á Seltjarnarnesi.

Jóhanna Ósk Ásgerðardóttir vék af fundi kl. 10:05.

8. 2023010348 - Erindi frá foreldrafélagi Grunnskóla Seltjarnarness vegna skólamáltíða

Lagt fram. Skólanefnd frestar afgreiðslu erindisins til næsta fundar.

Fleira var ekki tekið fyrir á fundinum.

Fundi slitið kl. 10:30.

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?