Fara í efni

Skólanefnd

330. fundur 22. nóvember 2023

330.(153) fundur skólanefndar var haldinn miðvikudaginn 22. nóvember 2023, kl. 08:15 í sal bæjarstjórnar Seltjarnarness.

Mættir voru: Dagbjört Snjólaug Oddsdóttir, Grétar Dór Sigurðsson, Ragnhildur Jónsdóttir, Karen María Jónsdóttir, Eva Rún Guðmundsdóttir, Kristjana Hrafnsdóttir, skólastjóri Grunnskóla Seltjarnarness, Skúli Eiríksson, fulltrúi foreldra við Grunnskóla Seltjarnarness, Margrét Gísladóttir leikskólastjóri Leikskóla Seltjarnarness, Jelena Kuzminova, fulltrúi starfsmanna Leikskóla Seltjarnarness, Tryggvi Steinn Helgason, fulltrúi foreldraráðs Leikskóla Seltjarnarness og Baldur Pálsson, sviðsstjóri fjölskyldusviðs.

Fundi stýrði Dagbjört Snjólaug Oddsdóttir.

Fundargerð ritaði Baldur Pálsson.

Dagskrá:

1. 2023080219 - Húsnæðismál Grunnskóla Seltjarnarness, Skjóls og Frístundar.

Skólastjóri GS og sviðsstjóri fjölskyldusviðs gerðu grein fyrir aðstæðum skóla- og frístundastafs, stöðu framkvæmda og framvindu þeirra.

Skólanefnd hrósar og þakkar stjórnendum og starfsfólki skólans fyrir framúrskarandi störf við erfiðar aðstæður.

2. 2023100054 - Skólanámskrá Grunnskóla Seltjarnarness 2023-2024.

Skólanefnd staðfestir skólanámskrá Grunnskóla Seltjarnarness fyrir skólaárið 2023-2024.

3. 2023100055 - Starfsáætlun Grunnskóla Seltjarnarness 2023-2024.

Skólanefnd staðfestir starfsáætlun Grunnskóla Seltjarnarness fyrir skólaárið 2023-2024.

4. 2020050251 - Grunnskóli Seltjarnarness, framvinduskýrsla v. ytra mats.

Lagt fram. Skólastjóri GS gerði grein fyrir skýrslunni og svaraði spurningum.

Margrét Gísladóttir, Jelena Kuzminova og Tryggvi Steinn Helgason komu til fundar kl. 9:00.

5. 2022100047 - Tillaga um regnbogavottun skóla- og frístundastarfs á Seltjarnarnesi.

Skólanefnd frestar afgreiðslu málsins til næsta fundar.

Kristjana Hrafnsdóttir og Skúli Eiríksson viku af fundi kl. 09:15.

6. 2023110120 - Starfsáætlun Leikskóla Seltjarnarness 2023-2024.

Skólanefnd staðfestir starfsáætlun Leikskóla Seltjarnarness fyrir skólaárið 2023-2024.

7. 2023100056 - Inntaka í leikskóla á vegum Seltjarnarnesbæjar.

Skólanefnd samþykkir breytingar á reglum um inntöku í leikskóla á Seltjarnarnesi.

Margrét Gísladóttir, Jelena Kuzminova, Tryggvi Steinn Helgason og Eva Rún Guðmundsdóttir viku af fundi kl. 9:45.

8. 2023110078 - Erindi frá jafnréttisstofu, Ábending til sveitarfélaga.

Lagt fram.

9. 2023110121 - Erindi til frá SÍ, Störf skólanefndar Seltjarnarnesbæjar.

Lagt fram.

 

Fleira var ekki tekið fyrir á fundinum.

Fundi slitið kl. 09:55.

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?