Fara í efni

Skólanefnd

331. fundur 24. janúar 2024 kl. 08:15

331. fundur skólanefndar var haldinn miðvikudaginn 24. janúar 2024, kl. 08:15 í sal bæjarstjórnar Seltjarnarness.

Fundinn sátu: Dagbjört S. Oddsdóttir (formaður), Grétar Dór Sigurðsson, Ragnhildur Jónsdóttir, Karen María Jónsdóttir og Eva Rún Guðmundsdóttir.

Fundarritari: Baldur Pálsson, sviðsstjóri fjölskyldusviðs og starfsmaður nefndar.

Gestir: Kristjana Hrafnsdóttir, skólastjóri Grunnskóla Seltjarnarness, Laufey Sigvaldadóttir fulltrúi starfsmanna Grunnskóla Seltjarnarness, Skúli Eiríksson, fulltrúi foreldra við Grunnskóla Seltjarnarness, Margrét Gísladóttir leikskólastjóri Leikskóla Seltjarnarness, Tryggvi Steinn Helgason, fulltrúi foreldraráðs Leikskóla Seltjarnarness, Selma Birna Úlfarsdóttir, leikskólastjóri Ungbarnaleikskóla Seltjarnarness, Kári H. Einarsson, skólastjóri Tónlistarskóla Seltjarnarness og Jóna Rán Pétursdóttir, forstöðukona félagsmiðstöðvarinnar Selsins.

Dagskrá:

1. 2023120226 - Fundartími skólanefndar árið 2024.

Skólanefnd staðfesti eftirfarandi fundartíma fyrir árið 2024: 24. janúar, 20. mars, 22. maí, 20. júní, 28. ágúst, 23. október og 27. nóvember.

Kristjana Hrafnsdóttir, Laufey Sigvaldadóttir og Skúli Eiríksson komu til fundar kl. 8:15.

2. 2023080219 - Húsnæðismál Grunnskóla Seltjarnarness, Skjóls og Frístundar.

Skólastjóri GS og sviðsstjóri fjölskyldusviðs gerðu grein fyrir aðstæðum skóla- og frístundastafs, stöðu framkvæmda og framvindu þeirra.

3. 2024010163 - Úttekt á sérkennslu í Grunnskóla Seltjarnarness.

Sviðsstjóri gerði grein fyrir afmörkun og stöðu verkefnisins.

Margrét Gísladóttir, Tryggvi Steinn Helgason, Selma Birna Úlfarsdóttir og Kári H. Einarsson komu til fundar kl. 9:02.

4. 2024010112 - Skóladagatal Grunnskóla Seltjarnaness skólaárið 2024-2025.

Skólanefnd staðfestir skóladagatal Grunnskóla Seltjarnarness fyrir skólaárið 2024-2025.

5. 2024010111 - Leikskóladagatal Leikskóla Seltjarnarness skólaárið 2024-2025.

Skólanefnd staðfestir leikskóladagatal Leikskóla Seltjarnarness fyrir skólaárið 2024-2025.

6. 2024010318 - Leikskóladagatal Ungbarnaleikskóla Seltjarnarness skólaárið 2024-2025.

Skólanefnd staðfestir leikskóladagatal Ungbarnaleikskóla Seltjarnarness fyrir skólaárið 2024-2025.

7. 2024010319 - Skóladagatal Tónlistarskóla Seltjarnarness skólaárið 2024-2025.

Skólanefnd frestar afgreiðslu málsins.

Kristjana Hrafnsdóttir, Laufey Sigvaldadóttir, Skúli Eiríksson, Selma Birna Úlfarsdóttir og Kári H. Einarsson viku af fundi kl. 9:20.

8. 2024010325 - Sumarlokun í Leikskóla Seltjarnarness.

Skólanefnd frestar afgreiðslu málsins. Sviðsstjóra fjölskyldusviðs var falið að leita upplýsinga um framkvæmdaáætlun við húsnæði og lóðir leikskólans í sumar.

9. 2023080222 - Stuðningur við börn í Leikskóla Seltjarnarness.

Skólanefnd samþykkir óskir Leikskóla Seltjarnarness um stuðning við börn í LS, með fyrirvara um samþykki bæjarráðs.

10. 2024010332 - Inntaka barna í leikskóla á Seltjarnarnesi skólaárið 2024-2025.

Sviðsstjóri fjölskyldusviðs gerði grein fyrir horfum varðandi inntöku barna í leikskóla á Seltjarnarnesi haustið 2024.

Margrét Gísladóttir, Tryggvi Steinn Helgason viku af fundi og Jóna Rán Pétursdóttir kom til fundar kl. 9:52.

11. 2023100053 - Félagsmiðstöðvarstarf fyrir nemendur á miðstigi.

Jóna Rán Pétursdóttir gerði grein fyrir tilraunaverkefni um félagsmiðstöðvarstarf fyrir nemendur á miðstigi.

Bókun: Skólanefnd þakkar og hrósar starfsfólki Selsins fyrir að hafa brugðist hratt og vel við beiðni um félagsmiðstöðvastarf fyrir nemendur á miðstigi.

 

Fleira var ekki tekið fyrir á fundinum.

Fundi slitið kl. 10:05.

 

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?