337. fundur skólanefndar var haldinn miðvikudaginn 27. nóvember 2024, kl. 08:15 í sal bæjarstjórnar Seltjarnarness.
Fundinn sátu: Dagbjört S. Oddsdóttir (formaður), Guðmundur Helgi Þorsteinsson, Hannes T. Hafstein, Karen María Jónsdóttir, Guðmundur Ari Sigurjónsson, Margrét Gísladóttir leikskólastjóri Leikskóla Seltjarnarness, Tryggvi Steinn Helgason, fulltrúi foreldraráðs Leikskóla Seltjarnarness, Kristjana Hrafnsdóttir, skólastjóri Mýrarhúsaskóla, Áslaug Eva Björnsdóttir, fulltrúi foreldra við Mýrarhúsaskóla, Svala Baldursdóttir, deildarstjóri og staðgengill skólastjóra Valhúsaskóla og Skúli Eiríksson, fulltrúi foreldra við Valhúsaskóla.
Fundarritari: Baldur Pálsson, sviðsstjóri fjölskyldusviðs og starfsmaður nefndar.
1. 2024100228 - Verkfall í Leikskóla Seltjarnarness.
Farið var yfir starfsemi Leikskóla Seltjarnarness í yfirstandandi verkfalli félagsmanna í KÍ.
2. 2024100215 - Tillaga að breytingum á opnunartíma, dvalartíma barna, skipulagi innri starfsemi og gjaldskrám leikskóla á Seltjarnarnesi.
Skólanefnd leggur til að fyrirhugaðri gildistöku breytinga á opnunartíma, dvalartíma barna, skipulagi innri starfsemi og gjaldskrám leikskóla á Seltjarnarnesi verði frestað í ljósi þeirra aðstæðna sem nú eru uppi í starfsemi Leikskóla Seltjarnarness.
Margrét Gísladóttir og Tryggvi Steinn Helgason viku af fundi kl. 8:49.
3. 2024010163 - Úttekt á sérkennslu í Grunnskóla Seltjarnarness.
Skólanefnd frestar umfjöllun um málið.
Kristjana Hrafnsdóttir og Áslaug Eva Björnsdóttir komu til fundar kl. 8:52.
4. 2024100224 - Skólanámskrá Mýrarhúsaskóla skólaárið 2024-2025.
Skólanefnd staðfestir skólanámskrá Mýrarhúsaskóla fyrir skólaárið 2024-2025.
5. 2024100225 - Starfsáætlun Mýrarhúsaskóla skólaárið 2024-2025.
Skólanefnd staðfestir starfsáætlun Mýrarhúsaskóla fyrir skólaárið 2024-2025.
Kristjana Hrafnsdóttir og Áslaug Eva Björnsdóttir viku af fundi og Svala Baldursdóttir og Skúli Eiríksson komu til fundar kl. 09:27.
6. 2024100226 - Skólanámskrá Valhúsaskóla skólaárið 2024-2025.
Skólanefnd staðfestir skólanámskrá Valhúsaskóla fyrir skólaárið 2024-2025.
7. 2024100227 - Starfsáætlun Valhúsaskóla skólaárið 2024-2025.
Skólanefnd staðfestir starfsáætlun Valhúsaskóla fyrir skólaárið 2024-2025.
Guðmundur Ari Sigurjónsson vék af fundi kl. 09:37.
Svala Baldursdóttir og Skúli Eiríksson viku af fundi kl. 09:48.
8. 2024100211 - Erindisbréf skólanefndar, endurskoðun.
Skólanefnd samþykkir tillögu að endurskoðuðu erindisbréfi og vísar til bæjarstjórnar til staðfestingar.
9. 2024110190 - Fundardagar skólanefndar árið 2025.
Skólanefnd samþykkir eftirfarandi dagsetningar fyrir fundi nefndarinnar fyrir árið 2025: 29. jan.,
26. mars, 28. maí, 25. júní, 27. ágúst, 29. okt. og 26. nóv.
Fleira var ekki tekið fyrir á fundinum.
Fundi slitið kl. 9:58.