Fara í efni

Skólanefnd

341. fundur 18. júní 2025 kl. 08:15 - 09:58 fundarsal bæjarstjórnar að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi

341. fundur skólanefndar var haldinn miðvikudaginn 18. júní 2025, kl. 08:15 í sal bæjarstjórnar Seltjarnarness.

Fundinn sátu: Dagbjört S. Oddsdóttir (formaður), Grétar Dór Sigurðsson, Ragnhildur Jónsdóttir, Karen María Jónsdóttir og Halla Helgadóttir.

Fundarritari: Baldur Pálsson, sviðsstjóri fjölskyldusviðs og starfsmaður nefndar.

Gestir: Hanna Borg Jónsdóttir, verkefnarstjóri farsældarráðs höfuðborgarsvæðisins, sat fundinn undir 1. dagskrárlið. Helga Þórdís Jónsdóttir, skólastjóri Valhúsaskóla og Skúli Eiríksson, fulltrúi foreldra grunnskóla á Seltjarnarnesi, sátu fundinn undir 2.-7. dagskrárlið. Sólveig Hlín Kristjánsdóttir, verkefnastjóri forvarna- og frístundastarfs, sat fundinn undir 2. og 3. dagskrárlið og Ester Þorsteinsdóttir, námsráðgjafi í Mýrarhúsaskóla sat fundinn undir 4. dagskrárlið. 

1. 2025050056 - Farsældarráð höfuðborgarsvæðisins.

Hanna Borg Jónsdóttir verkefnarstjóri farsældarráðs höfuðborgarsvæðisins kynnti farsældarráðið og verkefni þess.

Hanna Borg Jónsdóttir vék af fundi og Helga Þórdís Jónsdóttir, Skúli Eiríksson og Sólveig Hlín Kristjánsdóttir komu til fundar kl. 08:45.

2. 2025030108 - Íslenska æskulýðsrannsóknin 2024.

Sólveig Hlín Kristjánsdóttir kynnti helstu niðurstöður grunnskólakönnunar sem lögð var fyrir í skólunum á Seltjarnarnesi á vorönn 2024.

3. 2025060104 - Íslenska æskulýðsrannsóknin 2025.

Sólveig Hlín Kristjánsdóttir kynnti helstu niðurstöður grunnskólakönnunar sem lögð var fyrir í skólunum á Seltjarnarnesi á vorönn 2025.

Sólveig Hlín Kristjánsdóttir vék af fundi og Ester Þorsteinsdóttir kom til fundar kl. 09:08.

4. 2025060107 - Skýrsla námsráðgjafa Mýrarhúsakóla, skólaárið 2024-2025.

Ester Þorsteinsdóttir kynnti skýrslu námsráðgjafa Mýrarhúsaskóla fyrir skólaárið 2024-2025 og svaraði spurningum.

Ester Þorsteinsdóttir vék af fundi kl. 9:32.

5. 2025060108 - Skýrsla námsráðgjafa Valhúsakóla, skólaárið 2024-2025.

Umfjöllun var frestað til næsta fundar.

6. 2025060112 - Mýrarhúsaskóli - Erindi til skólanefndar.

Erindið lagt fram.

Bókun: Samfylkingin og óháðir hafa áður bent á að fjölgun í bekk þurfi ávalt að taka annars vegar mið af þörfum þeirra barna sem í bekknum eru og hinsvegar tiltækum auðlindum og þar með getu grunnskólans til að mæta þeim þörfum svo að börn á Seltjarnarnesi geti notið að fullu réttar síns til náms og farsældar. Beiðni skólans felur í sér mat á því að skólinn þurfi frekari fjárheimild til að getað sinnt lögbundnum skyldum og mætt þörfum sem til staðar eru innar bekkjar. Við treystum þessu faglega mati, Samfylkingin og óháðir kjósa því með tillögu skólans.

Karen María Jónsdóttir og Halla Helgadóttir, fulltrúar Samfylkingar og óháðra í skólanefnd.

Bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokks

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks í skólanefnd þakka stjórnendum og kennurum fyrir greinargóða umfjöllun um mikilvægi vandaðs starfs við upphaf grunnskólagöngu. Við deilum þeirri sýn að öll börn eigi rétt á góðu skólastarfi og stuðningi við upphaf skólagöngu. Við teljum þó ekki forsendur að sinni til að verða við beiðni um fjölgun bekkjardeilda í 1. bekk fyrir næsta skólaár. Fjöldi nemenda í hverjum bekk fellur innan eðlilegra marka samkvæmt viðmiðum sem eru sérstaklega hófstillt í 1.-3. bekk til að styðja við áherslur um snemmtæka íhlutun. Ekki liggja fyrir sérstakar forsendur sem réttlæta frávik frá þeirri úthlutun sem þegar hefur verið samþykkt, en við munum áfram fylgjast grannt með þróun mála; fjölda og samsetningu nemenda, þörf á stuðningi, reynslu kennara o.fl. Við viljum jafnframt benda á að skv. núverandi úthlutun hefur skólinn sveigjanleika til að mæta þörfum barnanna í 1. bekk. Mikilvægt er að fjármunum sveitarfélagsins sé varið á ábyrgan og gagnsæjan hátt. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks munu áfram fylgjast grannt með þróun mála og tryggja faglegt og öflugt skólastarf þar sem hagsmunir allra nemenda eru hafðir að leiðarljósi.

Dagbjört Snjólaug Oddsdóttir, Ragnhildur Jónsdóttir og Grétar Dór Sigurðsson.

7. 2025060109 - Lykiltölur í skólastarfi, skólaárið 2024-2025.

Umfjöllun var frestað til næsta fundar.

 

Fleira var ekki tekið fyrir á fundinum.

Fundi slitið kl. 9:58.

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?