343. fundur skólanefndar var haldinn mánudaginn 3. nóvember 2025, kl. 08:15 í fundarherbergi bæjarskrifstofu Seltjarnarness.
Fundinn sátu: Dagbjört S. Oddsdóttir (formaður), Grétar Dór Sigurðsson, Ragnhildur Jónsdóttir, Halla Helgadóttir og Sigurþóra Bergsdóttir.
Fundarritari: Baldur Pálsson, sviðsstjóri fjölskyldusviðs og starfsmaður nefndar.
Gestir: Linda Björg Birgisdóttir leikskólastjóri Leikskóla Seltjarnarness, Jelena Kuzminova, fulltrúi starfsfólks Leikskóla Seltjarnarness og Rán Ólafsdóttir, fulltrúi foreldraráðs Leikskóla Seltjarnarness, sátu fundinn undir 1. dagskrárlið. Helga Þórdís Jónsdóttir, skólastjóri Valhúsaskóla, Hilmar Bjarni Hilmarsson, fulltrúi kennara við grunnskóla á Seltjarnarnesi og Áslaug Eva Björnsdóttir, fulltrúi foreldra við grunnskóla á Seltjarnarnesi, sátu fundinn undir 2.-7. dagskrárlið.
1. 2024100215 Tillaga að breytingum á opnunartíma, dvalartíma barna, skipulagi innri starfsemi og gjaldskrám leikskóla á Seltjarnarnesi.
Lagt fram. Skólanefnd beinir þvi til sviðsstjóra að foreldrum verði gert kleift að koma athugasemdum við nýtt rekstrarfyrirkomulag leikskóla á Seltjarnarnesi á framfæri. Stefnt er að því að breytt fyrirkomulag taki gildi á vorönn 2026 að teknu tilliti til athugasemda.
Linda Björg Birgisdóttir, Jelena Kuzminova, Rán Ólafsdóttir og Sigurþóra Bergsdóttir viku af fundi og Helga Þórdís Jónsdóttir, Hilmar Bjarni Hilmarsson og Áslaug Eva Björnsdóttir komu til fundar kl. 08:55.
2. 2025100217 Skólanámskrá Mýrarhúsaskóla skólaárið 2025-2026.
Málið rætt.
3. 2025100218 Starfsáætlun Mýrarhúsaskóla skólaárið 2025-2026.
Málið rætt.
4. 2025100219 Skólanámskrá Valhúsaskóla skólaárið 2025-2026.
Málið rætt.
5. 2025100220 Starfsáætlun Valhúsaskóla skólaárið 2025-2026.
Málið rætt.
6. 2025090210 Matsferill og samræmd stöðu- og framvindupróf.
Skólastjóri Valhúsaskóla staðfesti vilja skólastjórnenda og kennara Mýrarhúsaskóla og Valhúsaskóla til að nota Matsferil og leggja fyrir samræmd stöðu- og framvindupróf árlega í öllum árgöngum f.o.m. vorönn 2026.
Skólanefnd styður þá fyrirætlan.
7. 2025100222 Skólalóð Mýrarhúsaskóla.
Skólastjóri Valhúsaskóla gerði grein fyrir framkvæmdum á skólalóð Mýrarhúsaskóla sl. sumar og á haustdögum. Framkvæmdum hefur verið forgangsraðað í þágu öryggisþátta í samræmi við úttekt á lóðinni.
Skólanefnd mælist til þess að upplýsingar um endurbætur á skólalóð skólans verði gerðar aðgengilegar á heimasíðu skólans.
Fleira var ekki tekið fyrir á fundinum.
Fundi slitið kl. 09:57.