Fara í efni

Skólanefnd

344. fundur 28. janúar 2026 kl. 08:15 - 10:10 fundarherbergi að Austurströnd 5, Seltjarnarnesi

344. fundur skólanefndar var haldinn mánudaginn 3. nóvember 2025, kl. 08:15 í fundarherbergi bæjarskrifstofu Seltjarnarness.

Fundinn sátu: Dagbjört S. Oddsdóttir (formaður), Grétar Dór Sigurðsson, Ragnhildur Jónsdóttir og Halla Helgadóttir. 

Fundarritari: Baldur Pálsson, sviðsstjóri fjölskyldusviðs og starfsmaður nefndar.

Gestir: Linda Björg Birgisdóttir aðstoðarleikskólastjóri Leikskóla Seltjarnarness, Ragnheiður Vala Eyþórsdóttir, fulltrúi starfsfólks Leikskóla Seltjarnarness og Benedikt Tryggvason, fulltrúi foreldraráðs Leikskóla Seltjarnarness, sátu fundinn undir 1.-3. dagskrárlið. Helga Þórdís Jónsdóttir, skólastjóri Valhúsaskóla, Hilmar Bjarni Hilmarsson, fulltrúi kennara við grunnskóla á Seltjarnarnesi og Tryggvi Steinn Helgason, fulltrúi foreldra við grunnskóla á Seltjarnarnesi, sátu fundinn undir 4.-5. dagskrárlið. Hildigunnur Gunnarsdóttir, varabæjarfulltrúi, sat fundinn undir 6. dagskrárlið.

 1. 2025120226 - Inntaka barna í leikskóla á Seltjarnarnesi skólaárið 2026-2027.

Sviðsstjóri fjölskyldusviðs gerði grein fyrir horfum varðandi inntöku barna í leikskóla á Seltjarnarnesi haustið 2026.

2. 2025120227 - Leikskóladagatal Leikskóla Seltjarnarness skólaárið 2026-2027.

Skólanefnd staðfestir skóladagatal Leikskóla Seltjarnarness fyrir skólaárið 2026-2027.

3. 2025120228 - Leikskóladagatal Ungbarnaleikskóla Seltjarnarness skólaárið 2026-2027.

Skólanefnd staðfestir skóladagatal Ungbarnaleikskóla Seltjarnarness fyrir skólaárið 2026-2027.

Linda Björg Birgisdóttir, Ragnheiður Vala Eyþórsdóttir og Benedikt Tryggvason viku af fundi og Helga Þórdís Jónsdóttir, Hilmar Bjarni Hilmarsson og Tryggvi Steinn Helgason komu til fundar kl. 08:45.

4. 2025120229 - Skóladagatal Mýrarhúsaskóla skólaárið 2026-2027.

Skólanefnd staðfestir skóladagatal Mýrarhúsaskóla fyrir skólaárið 2026-2027.

5. 2025120230 - Skóladagatal Valhúsaskóla skólaárið 2026-2027.

Skólanefnd staðfestir skóladagatal Valhúsaskóla fyrir skólaárið 2026-2027.

Helga Þórdís Jónsdóttir, Hilmar Bjarni Hilmarsson og Tryggvi Steinn Helgason viku af fundi og Hildigunnur Gunnarsdóttir kom til fundar kl. 08:55.

6. 2019010209 - Endurskoðun menntastefnu Seltjarnarnesbæjar.

Lagt fram til kynningar og umræður fóru fram. Sviðsstjóra var falið að bregðast við athugasemdum sem fram komu í umræðum og leggja stefnuna fyrir á næsta fundi.

7. 2026010352 – Frístund.is, samstarfsverkefni um frístundir, námskeið og þjónustu fyrir börn á höfuðborgarsvæðinu.

Skólanefnd telur ekki tilefni til þátttöku í verkefninu að svo stöddu.

 

Fleira var ekki tekið fyrir á fundinum.

Fundi slitið kl. 10:10.

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?