Fara í efni

Skólanefnd

162. fundur 30. maí 2005

162 (57). fundur skólanefndar Seltjarnarness haldinn mánudaginn 30. maí 2005 kl. 17:00-19:05 að Austurströnd 2

Þátttakendur:

Skólanefnd: Bjarni Torfi Álfþórsson, Gunnar Lúðvíksson, Þórdís Sigurðardóttir, Sunneva Hafsteinsdóttir og Árni Einarsson. Lúðvík Hjalti Jónsson framkvæmdastjóri fjárhags- og stjórnsýslusviðs, Margrét Harðardóttir grunnskólafulltrúi, Sigfús Grétarsson skólastjóri, Alda Gísladóttir fulltrúi kennara.

Dagskrá:

1.      Kynning og staða á verkefninu Hugur og heilsa - Eiríkur Örn Arnarsson.

2.      Lögð fram tillaga frá meirihluta skólanefndar um kaup á fartölvum fyrir grunnskólakennara. Tillaga er samþykkt samhljóða (Fskj. 162-1).

3.      Fundargerðir starfshóps um tónlistarskóla lagðar fram (Fskj. 162-2).

4.      Fundargerðir starfshóps um boðskipti – almannatengsl í Grunnskólanum lagðar fram ásamt tillögu hópsins að leiðarljósi fyrir foreldrasamstarf. (Fskj. 162-3).

5.      Umsókn um stuðning við Stóru upplestrarkeppnina lögð fram. Afgreiðslu frestað til næsta fundar. Lagður fram eftirfarandi rökstuðningur frá Valhúsaskóla um ástæður þess að skólinn er með sína eigin upplestrarkeppni fyrir nemendur (Fskj. 162-4).

Grunnskóli Seltjarnarness hefur ekki tekið þátt í Stóru upplestrarkeppninni undanfarin ár en verið með upplestrarkeppni fyrir sína nemendur.  

Ástæður þess að kennarar Valhúsaskóla hafa ákveðið að sjá sjálfir um upplestrarkeppni Valhúsaskóla eru:

Grunnskóli Seltjarnarness er eini skólinn í bæjarfélaginu og því hafa nemendur ekki átt þess kost á að halda áfram í útsláttarkeppni á móti öðrum skólum.

Kennurum þótti meiri vinna að undirbúa keppnina í samráði við undirbúningsnefnd Stóru upplestrarkeppninnar, fleiri fundir og meiri skriftir.

Kennarar Valhúsaskóla vildu halda keppni fyrir fleiri árganga og láta nemendur hvers árgangs fylgjast með keppninni á skólatíma.  Þegar keppnin var haldin kl. 17:00 mættu örfáir nemendur til að fylgjast með.

Kennarar Valhúsaskóla hafa notið velvildar SPRON og annarra fyrirtækja við öflun verðlauna auk þess sem lítið mál hefur verið að fá dómara í keppnina. Þeir hafa komið frá Selinu, Bókasafni Seltjarnarness, skólanefnd og skólanum.

 

6.      Umsókn um stuðning vegna Evrópuráðstefnu á vegum EECERA lögð fram. Skólanefnd hafnar styrkumsókninni. Fskj. 162-5).

7.      Lagt fram til kynningar bréf frá sjálfstætt starfandi skólum varðandi samstarf/samvinnu um fræðslu- og menningarmál lagt fram (Fskj. 162-6).

8.      Lagt fram til kynningar bréf frá menntamálaráðuneyti varðandi rafræna skráningu framhaldsskóla nemenda.

 

Bjarni Torfi Álfþórsson (sign.)

Gunnar Lúðvíksson (sign.)

Þórdís Sigurðardóttir (sign.)

Árni Einarsson (sign.)

Sunneva Hafsteinsdóttir (sign.)



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?