Fara í efni

Skólanefnd

164. fundur 22. ágúst 2005

164 (59). fundur skólanefndar Seltjarnarnesbæjar haldinn mánudaginn 22. ágúst 2005 kl. 17:00 á Bæjarskrifstofu.

Mættir voru: Bjarni Torfi Álfþórsson, Gunnar Lúðvíksson, Lárus B. Lárusson, Sunneva Hafsteinsdóttir, Árni Einarsson frá skólanefnd, Margrét Harðardóttir grunnskólafulltrúi, Sigfús Grétarsson skólastjóri, Olga Bergljót Þorleifsdóttir og Alda S. Gísladóttir fulltrúar kennara og Sigurlína Margrét Magnúsdóttir og Svandís Bergmannsdóttir fulltrúar foreldra.


Fundi stýrði Bjarni Torfi Álfþórsson

Fundargerð ritaði: Margrét Harðardóttir

Dagskrá:

1. Lögð fram endurbætt dagskrá fyrir Skólaþing. Samþykkt að Skólaþingið verði haldið í Valhúsaskóla 12. október nk. frá kl. 17:15-21:00. (Fskj. 164- 1) Málsnúmer: 2005060056

2. Kynnt voru gögn varðandi kostnað vegna skólagjalda og fjölda nemenda sem sótt hafa um námsvist í tónlistarskólum utan Seltjarnarnesbæjar. Málsnúmer: 2005060023

3. Lagt fram til kynningar samstarfsverkefni Seltjarnarnesbæjar og Háskólans í Reykjavík varðandi styrkveitingu til tveggja kennara til meistaranáms í stærðfræði. (Fskj. 164 – 2) Málsnúmer: 2005060013

4. Samþykkt að fresta ákvörðun um fjárhagslegan stuðning við Stóru upplestrarkeppnina. Málsnúmer: 2003090012

5. Skólanefnd samþykkir fjárhagslegan stuðning við verkefnið Hugur og heilsa að upphæð kr. 500.000,-. Málsnúmer: 2004040003

6. Lagt fram til kynningar.

a) Skýrsla um Skólaskjólið vorönn 2005

b) Bréf frá menntamálaráðuneyti – Átak í geinabundinni menntun grunnskólakennara.  (Fskj. – 164- 3) Málsnúmer: 2005050060

c) Skýrsla frá menntamálaráðuneyti – Íþróttakennsla í grunnskólum 2003-2004. (Fskj. 164-4)

d) Bréf frá menntamálaráðuneyti – Evrópskur tungumáladagur. (Fskj. 164-5) Málsnúmer: 200508033

e) Bréf frá menntamálaráðuneyti – Dagur Borgaravitundar og lýðræðis 2005 . (Fskj. 164-6) Málsnúmer: 200506021

f) Námsleyfi kennara við Grunnskóla Seltjarnarness skólaárið 2005-2006. (Fskj. 164 – 7) Málsnúmer: 2005050065

g) Bréf frá foreldrum varðandi Skólaskjól II. (Fskj 164-8) Málsnúmer: 2005050021

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 17:50.

 

Bjarni Torfi Álfþórsson (sign)

Gunnar Lúðvíksson (sign)

Lárus B. Lárusson (sign)

Árni Einarsson (sign)

Sunneva Hafsteinsdóttir (sign)Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?