Fara í efni

Skólanefnd

170. fundur 28. nóvember 2005

170. (65) fundur Skólanefndar Seltjarnarness haldinn mánudaginn 28. nóvember 2005 kl. 17:00 á Bæjarskrifstofunni á Seltjarnarnesi.

Mættir voru: Bjarni Torfi Álfþórsson, Gunnar Lúðvíksson, Lárus B. Lárusson, Sunneva Hafsteinsdóttir, Valgerður Janusdóttir, Margrét Harðardóttir, Sigfús Grétarsson, Alda S. Gísladóttir, Olga B. Þorleifsdóttir, Rögnvaldur Sæmundsson, Svanhvít Bergmannsdóttir og Gylfi Gunnarsson.


Fundi stýrði: Bjarni Torfi Álfþórsson

Fundargerð ritaði: Margrét Harðardóttir

Dagskrá:

1.  Lögð fram styrkbeiðni  v/stofnunar samtaka um skólaþróun (SÁS). Skólanefnd synjar erindinu að svo stöddu (Fskj.. 170-1).  Málanúmer 2005100022

 

2.  Lagt fram til kynningar bréf menntamálaráðuneytis varðandi könnun á menntun dönsku-, ensku- og íslenskukennara í grunnskólum skólaárið 2005-2006.  Könnunin hefur þegar verið framkvæmd á rafrænan hátt (Fskj. 170-2). Málanúmer 2005110020

 

3.  Erindi vegna styrkveitingar til námsferðar frá starfsfólki leikskóla, áður lagt fram á fundi 14. nóvember sl., samþykkt (Fskj. 170-3). Málanúmer 2005110010

 

4.  Rætt um fjölda í vinnuhópi vegna skólastefnu. Samþykkt að bæta við starfsmanni frá leikskóla og grunnskóla og foreldrum frá leikskóla og tónlistarskóla. Hópurinn telur samtals 13 manns.

 

Fulltrúar grunnskóla viku af fundi og skólastjóri Tónlistarskóla mætti til fundar vegna liða 5-7.  

 

5.  Skólastjóri Tónlistarskólans greindi frá starfi í skólanum. Fjöldi kennslustunda er sá sami og á vorönn 2005. Allir nemendur sem sóttu um námsvist komust að í skólanum að undanskildum nokkrum nemendum sem sóttu um gítarnám. Til þess að bregðast við því býður skólinn upp á 12 vikna gítarnámskeið þar sem kennt er í litlum hópum. Rætt var um hvort bjóða eigi upp á söngnámskeið fyrir nemendur á unglingastigi á vorönn. Rætt var um hvort hægt sé að virkja það mikla og kröftuga starf sem á sér stað í Tónlistarskólanum með samvinnu við Selið og Valhúsaskóla. Nemendur í skólanum eru 270, auk nemenda í forskóla, en þeir eru í 1. bekk í Grunnskóla Seltjarnarness.

 

6. Lagt fram til kynningar bréf sem sent var tónlistarskólum og foreldrum vegna námsvistar í tónlistarskóla utan lögheimilissveitarfélags (Fskj. 170-4). Málanúmer 2005060023

 

   7. Lagt fram til kynningar bréf vegna synjunar á greiðslu vegna náms í tveimur tónlistargreinum (Fskj. 170-5). Málanúmer 2005110010

 

Fundargerð upplesin og samþykkt.

Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 18:50

 

(sign. Bjarni Torfi Álfþórsson)

(sign. Gunnar Lúðvíksson)

(sign. Lárus B. Lárusson)

(sign. Sunneva Hafsteinsdóttir)

(sign. Valgerður Janusdóttir)Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?