Fara í efni

Skólanefnd

172. fundur 03. febrúar 2006

172 (67). fundur skólanefndar Seltjarnarness haldinn föstudaginn 3. febrúar 2006 kl. 08:00 á bæjarskrifstofu Austurströnd 2.

Mættir voru: Bjarni Torfi Álfþórsson, Gunnar Lúðvíksson, Lárus B. Lárusson, Sunneva Hafsteinsdóttir og Árni Einarsson frá skólanefnd, Hrafnhildur Sigurðardóttir, Lúðvík H. Jónsson, Soffía Guðmundsdóttir og María Björk Óskarsdóttir.


Fundi stýrði Bjarni Torfi Álfþórsson

Fundargerð ritaði: Hrafnhildur Sigurðardóttir

Dagskrá:

1. Ráðning leikskólastjóra í leikskólann Mánabrekku.

Ein umsókn barst um stöðu leikskólastjóra í leikskólann Mánabrekku. Skólanefnd samþykkir að mæla með Guðbjörgu Jónsdóttur aðstoðarleikskólastjóra. Málinu vísað til bæjarstjórnar. (Fskj.172-1) Málsnúmer: 2006010088

 

2. Íþróttaskóli Gróttu fyrir 5 ára börn í leikskólum Seltjarnarness.

Bréf frá Íþróttaskóla Gróttu, Björgvini Finnssyni, þar sem 5 ára börnum í leikskólum Seltjarnarness er boðið upp á íþróttakennslu 1x í viku frá febrúar til maí 2006. Skólanefnd samþykkir að styrkja verkefnið með ákveðnum skilyrðum og óskar eftir greinargerð að námskeiðinu loknu.  (Fskj.172-2)  Málsnúmer: 2006020003

 

3.. Seltjarnarnesbær, Reykjanesbær, Mosfellsbær og Garðabær standa fyrir ráðstefnunni “Hve glöð er vor æska?”  sem haldin verður 3. mars 2006. Fjallað verður um stöðu barna í íslensku samfélagi. (Fskj.172-3)  Málsnúmer: 2006010047

 

Fundargerð upplesin og samþykkt.

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 08:45

 

(Bjarni Torfi Álfþórsson)

(Gunnar Lúðvíksson)

(Lárus B. Lárusson)

(Sunneva Hafsteinsdóttir)

(Árni Einarsson)

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?