Fara í efni

Skólanefnd

174. fundur 13. mars 2006

174 (69). fundur Skólanefndar haldinn mánudaginn 13. mars 2006 kl. 17:00 á Bæjarskrifstofu Seltjarnarness.

Mættir voru:

Bjarni Torfi Álfþórsson, Gunnar Lúðvíksson, Lárus B. Lárusson, Árni Einarsson, Sunneva Harðardóttir, Lúðvík Hjalti Jónsson, Margrét Harðardóttir, Hrafnhildur Sigurðardóttir, Soffía Guðmundsdóttir, Steinunn Pálsdóttir, Olga  B. Þorleifsdóttir og María Björk Óskarsdóttir

 
Fundi stýrði Bjarni Torfi Álfþórsson

Fundargerð ritaði: Margrét Harðardóttir

Dagskrá:

1. Skólastefna Seltjarnarnesbæjar lögð fram og samþykkt. Skólanefnd vísar skólastefnunni til afgreiðslu til bæjarstjórnar. Skólanefnd þakkar leik- og grunnskólafulltrúa og þeim fjölmörgu aðilum sem hafa tekið þátt í gerð skólastefnunnar. (Fskj. 174-1) Málsnúmer: 2005110046

2. Umsóknir leik- og grunnskóla í Þróunarsjóð menntamálaráðuneytis lagðar fram til kynningar (Fskj. 174-2) Málsnúmer: 2006020039/200630032

3. Skólanefnd leggur til að afgreiðslu skóladagatalsins verði frestað til næsta fundar. (Fskj. 174-3) Málsnúmer: 200630040

Fulltrúar leikskólans viku af fundi.

4. Staðan í verkefninu Hugur og heilsa kynnt (Fskj. 174-4) Málsnúmer: 200510054

5. Lagðar fram og kynntar niðurstöður úr könnun sem lögð var fyrir foreldra nemenda grunnskólans um notkun á heimasíðu skólans og Mentor (Fskj. 174-5).

6. Lagðar fram til kynningar niðurstöður samræmdra prófa í 4.-7. bekk. Umræðum frestað til næsta fundar.  (Fskj. 174-6)

7. 3.-5. fundargerð byggingarnefndar vegna Mýrarhúsaskóla lagðar fram. Formaður nefndarinnar kynnti stöðu mála. (Fskj. 174-7) Málsnúmer: 2005110056

8. Lagt fram bréf frá foreldri varðandi gæslu á göngum í Grunnskóla Seltjarnarness - Valhúsaskóla. (Fskj. 174-8) Málsnúmer: 2006030027

9. Önnur mál:

a) Skólanefnd fagnar góðum árangri nemenda í stærðfræðikeppni MR og óskar nemendum og kennurum til hamingju.

 

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl.  18:40

 

Bjarni Torfi Álfþórsson (sign)

Gunnar Lúðvíksson (sign)

Lárus B. Lárusson (sign)

Árni Einarsson (sign)

Sunneva Hafsteinsdóttir (sign)

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?