Fara í efni

Skólanefnd

175. fundur 16. maí 2006

175 (70) fundur Skólanefndar haldinn mánudaginn 24. apríl 2006 kl. 17:00 á Bæjarskrifstofu Seltjarnarness.

Mættir voru:

Bjarni Torfi Álfþórsson, Gunnar Lúðvíksson, Árni Einarsson, Sunneva Hafsteinsdóttir, Lúðvík Hjalti Jónsson, Margrét Harðardóttir, Sigfús Grétarsson, Alda S. Gísladóttir, Olga B. Þorleifsdóttir og Rögnvaldur Sæmundsson.

Fundi stýrði Bjarni Torfi Álfþórsson

Fundargerð ritaði: Margrét Harðardóttir

Dagskrá:

1.      Skólanefnd samþykkir að styrkja verkefnið Skólahreysti 2006 að upphæð kr. 37.500,- en sendir erindið jafnframt til ÆSÍS. til umfjöllunar.

Málsnúmer: 2006030024 (Fskj. 175-1)

2.      Fjórir kennarar í Grunnskóla Seltjarnarness fara í launað námsleyfi skólaárið 2006-2007.

Málsnúmer: 2005120014 og 2006030078

3.      Skólanefnd samþykkir fyrir sitt leyti félagsaðild að Junior Achievement – Ungum frumkvöðlum, en félagsaðildin kostar kr. 200.000,-.

Málsnúmer: 200603022   (Fskj. 175-2)

4.      Lagt fram minnisblað um Nemanet. Óskað er eftir að námsráðgjafi Valhúsaskóla kynni verkefnið á næsta fundi skólanefndar.

Málsnúmer: 2006020034 (Fskj. 175-3)

5.      Skóladagatal fyrir skólaárið 2006-2007 lagt fram og samþykkt. Skólanefnd samþykkir tvo starfsdaga í Skólaskjólinu á skólaári, þ.e. einn dag í október og annan í janúar, en þá daga eru líka starfsdagar í leikskólanum. Skólaskjólið verður því lokað þessa daga og verður foreldrum gerð grein fyrir því í upphafi skólaárs. Málsnúmer: 2006030040 (Fskj. 175-4)

6.      Skólanefnd samþykkir fyrirliggjandi reiknilíkan.

Málsnúmer: 2006040038 (Fskj. 175-5)

 Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl.  18:50.

 Bjarni Torfi Álfþórsson (sign)

Gunnar Lúðvíksson (sign)

Árni Einarsson (sign)

Sunneva Hafsteinsdóttir (sign)



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?