Fara í efni

Skólanefnd

176. fundur 30. maí 2006

176 (71). fundur skólanefndar Seltjarnarness haldinn þriðjudaginn 30. maí 2006 kl. 17:00.

Mættir voru: Bjarni Torfi Álfþórsson, Gunnar Lúðvíksson, Lárus B. Lárusson, Sunneva Hafsteinsdóttir, Valgerður Janusdóttir, Margrét Harðardótir, Lúðvík Hjalti Jónsson, Hrafnhildur Sigurðardóttir, Soffía Guðmundsdóttir, María Björk Óskarsdóttir, Sigfús Grétarsson, Olga B. Þorleifsdóttir, Alda S. Gísladóttir og Sigurlína Margrét Magnúsdóttir.


Fundi stýrði Bjarni Torfi Álfþórsson

Fundargerð ritaði: Margrét Harðardóttir

Dagskrá:

1.      Gjaldskrá Tónlistarskólans fyrir skólaárið 2006-2007 lögð fram og samþykkt með þremur atkvæðum.  (Fskj. 176-1) Málsnúmer  2006050071

 

Skólagjöld 2006-2007

 

Hljóðfæranám

55.000,-

Hljóðfæri með undirleik

83.000,-

Forskóli

29.000,-

Hljóðfæraleiga

 6.500,-

 

2.      Fundargerðir leikskólastjórafunda nr. 4-9 lagðar fram til kynningar. (Fskj. 176-2) Málsnúmer

3.      Ársskýrslur leikskólastjóra fyrir skólaárið 2004-2005 lagðar fram til kynningar. Skólanefnd þakkar leikskólastjórunum greinagóðar skýrslur. (Fskj.  176-3) Málsnúmer

4.      Lögð fram umsókn frá Sólbrekku í Þróunarsjóð leikskóla Seltjarnarness vegna verkefnisins SMT (School Management Training). Skólanefnd samþykkir að styrkja verkefnið að upphæð kr. 840.000,- sem unnið verður að skólaárið 2006-2007. Styrkurinn er veittur annars vegar úr Þróunarsjóði leikskóla hjá Seltjarnarnesbæ og hins vegar af lið skólanefndar.  (Fskj. 176-4) Málsnúmer

5.      Lagt fram til kynningar upplýsingar um styrk til Mánabrekku frá Þróunarsjóði leikskóla hjá menntamálráðuneyti til að vinna að verkefninu: Náttúran – uppspretta sköpunar og gleði. (Fskj. 176-5) Málsnúmer

6.      Lögð fram til umfjöllunar drög að samningi leikskóla við Myndlistarskólann í Reykjavík. Skólanefnd styður verkefnið en vísar málinu til afgreiðslu til fjárhags- og launanefndar. (Fskj. 176-6) Málsnúmer

Fulltrúar leikskóla viku af fundi.

7.      Skýrslur um sérkennslu í Mýrarhúsaskóla og Valhúsaskóla fyrir skólaárið 2006-2007 lagðar fram til kynningar. (Fskj. 176-7) Málsnúmer 2006050080

8.      Lagðar fram umsóknir frá Grunnskóla Seltjarnarness í Þróunarsjóð grunnskóla Seltjarnarness. Um er að ræða tvær umsóknir: Umbætur í sérkennslu - Meiri skilvirkni - betri þjónusta - Umsækjendur Edda Óskarsdóttir deildarstjóri í sérkennslu og Steinunn Sigþórsdóttir sérkennari og lokaverkefni í meistaranámi í mannauðsstjórnun við Háskóla Íslands - Umsækjandi: Laufey Alda Sigvaldadóttir kennari. Skólanefnd samþykkir að styrkja hvort verkefni að upphæð kr. 200.000,-. (Fskj. 176-8) Málsnúmer 2006030067

9.      Lögð fram fundargerð nr. 6 vegna byggingarnefndar Mýrarhúsaskóla. Verktakar hefja störf 2. júní nk.  (176-9) Málsnúmer 2005110056

10.  Lagt fram minnisblað frá skólastjóra Grunnskóla Seltjarnarness vegna bókasafns í Valhúsaskóla. Aðstaða fyrir ritara verður ennfremur endurbætt stórlega. (176-10) Málsnúmer 2005110056

11.  Lagt fram minnisblað vegna framvindu verkefnisins Hugur og heilsa. (Fskj. 176-11) Málsnúmer 2005100054

12.  Lagt fram til kynningar upplýsingar um styrk til Grunnskóla Seltjarnarness – Valhúsaskóla frá Þróunarsjóði grunnskóla hjá menntamálaráðuneyti og VONarsjóði KÍ. Skólaskrifstofa fékk ennfremur styrk frá Endurmenntunarsjóði menntamálaráðuneytis til að halda námskeið um fjölbreytta kennsluhætti og námsmat. (Fskj. 176- 12) Málsnúmer 2006020039 og 2006020008

13.  Lagt fram bréf frá kennara í Grunnskóla Seltjarnarness – Valhúsaskóla vegna gildandi reglna um námsstyrki til starfsmanna Seltjarnarnesbæjar. Málinu er vísað til fjárhags- og launanefndar til úrlausnar. (Fskj. 176-13) Málsnúmer 2006050017

14.  Lögð fram umsókn þar sem óskað er eftir viðbótarsérkennslu fyrir nemanda í Mýrarhúsaskóla vegna atferlismeðferðar/TEACCH í kjölfar nýrrar greiningar. Skólanefnd mælir með erindinu og vísar því til fjárhags- og launanefndar til afgreiðslu. Málsnúmer 2006050079

15.  Lagðar fram upplýsingar vegna skólasóknar nemanda í Grunnskóla Seltjarnarness – Valhúsaskóla. Málsnúmer 200650051

16.  Lögð fram umsögn foreldraráðs um skólanámskrá Mýrarhúsaskóla og Valhúsaskóla – ásamt tillögu um að skólanefnd veiti Grunnskóla Seltjarnarness fjármagn til að vinna að sameiningu námskránna í eina heildstæða skólanámskrá. Skólanefnd vísar því til grunnskólafulltrúa og skólastjóra að gera kostnaðaráætlun fyrir verkið. (Fskj. 176-16) Málsnúmer 2006050086

17.  Önnur mál

a) Skólanefnd þakkar grunnskólafulltrúa vel unnin störf í þágu nefndarinnar og skólastarfs á  Seltjarnarnesi nú þegar hún hverfur til annarra starfa.

                                                                                                                                          

Fundargerð upplesin og samþykkt.

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 18:47

 

Bjarni Torfi Álfþórsson (sign)

Gunnar Lúðvíksson (sign)

Lárus B. Lárusson (sign)

Sunneva Hafsteinsdóttir (sign)

Valgerður Janusdóttir (sign)

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?