Fara í efni

Skólanefnd

178. fundur 28. ágúst 2006

178. (2) fundur skólanefndar Seltjarnarness var haldinn mánudaginn 28. ágúst kl. 17:00 í fundarsal bæjarstjórnar, Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.

Mættir voru:  Sigrún Edda Jónsdóttir, Jón Þórisson, Þórdís Sigurðardóttir, Gunnar Lúðvíksson, Kristján Þorvaldsson, Sigfús Grétarsson skólastjóri, Þórunn Halldóra Matthíasdóttir fulltrúi kennara, Sigurlína M. Magnúsdóttir og Birna Helgadóttir fulltrúar foreldra og Lúðvík Hjalti Jónsson, sviðsstjóri.

 

Þetta gerðist:

 

1.            Formaður skólanefndar Sigrún Edda Jónsdóttir bauð alla fulltrúa skólanefndar velkomna til fyrsta formlega  fundar skólanefndar á yfirstandandi kjörtímabili.  Gunnar Lúðvíksson var kjörinn varaformaður og ritari Þórdís Sigurðardóttir.  Farið var yfir helstu hlutverk skólanefndar, dreift fundaplani fyrir skólaárið og farið lauslega yfir efni handbókar fyrir skólanefnd sem dreift verður til fulltrúa skólanefndar á næstunni.

 

2.            Kynning á þróunarverkefnum grunnskóla.

         Skólastjóri gerði grein fyrir þeim þróunarverkefnum sem unnið verður að á skólaárinu 2006 – 2007.

 

3.      Sundkennsla í Grunnskóla Seltjarnarness.

         Skólastjóri gerði grein fyrir skipulagi sundkennslu nemenda og þeim ráðstöfunum sem gerðar hafa verið til að bæta nemendum upp þá kennslu sem féll niður vegna óhjákvæmilegrar lokunar Sundlaugar Seltjarnarness á síðasta skólaári.  Fulltrúi kennara bendir á að bæta þurfi úr aðstöðu íþróttakennara í íþróttamiðstöð Seltjarnarness sbr. bréf íþróttakennara til bæjaryfirvalda s.l. vor. (mnr. 2006080020)

 

4.      Deiliskipulag Hrólfsskálamels.

         Vegna vinnu við deiliskipulag Hrólfsskálamels óskar skólanefnd eftir að fá fund með Ögmundi Skarphéðinssyni, sem unnið hefur að deiliskipulaginu til þess að koma að sjónarmiðum nefndarinnar.

 

5.            Bréf deildarstjóra sérkennslu dags. 14. ágúst 2006 með ósk um viðbótarsérkennslu.

         Samþykkt og vísað til fjárhags- og launanefndar. (mnr. 2006080014)

 

6.            Heimsóknir í Mýrarhúsaskóla og Valhúsaskóla.

         Skólanefnd fór í vettvangsferð í Mýrarhúsaskóla og Valhúsaskóla til að skoða þær framkvæmdir sem unnið hefur verið að í sumar.

 

         Fundargerð upplesin og samþykkt.

         Fundi slitið kl. 19:05



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?