Fara í efni

Skólanefnd

183. fundur 24. október 2006

183. (6) fundur skólanefndar Seltjarnarness haldinn þriðjudaginn 24. október kr. 17:00 í fundarsal bæjarstjórnar, Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.

Mættir voru: Gunnar Lúðvíksson, Jón Þórisson, Þórdís Sigurðardóttir, Guðrún B. Vilhjálmsdóttir, Kristján Þorvaldsson Sigfús Grétarsson skólastjóri, Olga B. Þorleifsdóttir og Þórunn Halldóra Matthíasdóttir fulltrúar kennara, Sigurlína M. Magnúsdóttir og Birna Helgadóttir fulltrúar foreldra og Óskar J. Sandholt, framkvæmdastjóri sviðs.

Fundi stýrði Gunnar Lúðvíksson.

Fundargerð ritaði Óskar J. Sandholt.

 

Þetta gerðist:

 

 1. Reiknilíkan vegna skólaársins 2006-2007. Málsnúmer: 2006030020.
  Reiknilíkan vegna yfirstandandi skólaárs lagt fram miðað við nemendafjölda í skólanum þann 1. október. Engar breytingar verða á bekkjardeildum, tímafjölda eða öðru frá síðustu útgáfu líkans. Fulltrúi foreldra spurðist fyrir um hvort umræða hefði farið fram um fjölgun kennslustunda í yngstu árgöngum Grunnskólans.

 2. Skólaganga nemanda – trúnaðarmál. Málsnúmer: 200610039.
  Skólastjóri gerði grein fyrir bréfi frá nemendaverndarráði. Skólanefnd óskar eftir því að formaður skólanefndar og framkvæmdastjóri sviðsins grennslist fyrir um stöðu málsins og þrýsti á um úrlausn þess.

 3. Málefni nemanda – trúnaðarmál. Málsnúmer: 200610038.
  Skólastjóri gerði grein fyrir bréfi frá nemendaverndarráði. Skólanefnd samþykkir beiðni nemendaverndarráðs fyrir sitt leyti og vísar því til úrvinnslu félagsþjónustu.

 4. Málefni nemanda. Málsnúmer: 2006050085.
  Skólastjóri gerði grein fyrir málinu er kom upp við lok síðasta skólaárs. Skólastjóri skýrði hvernig hefði verið brugðist við, hvaða ráðstafanir hefðu verið gerðar og málið væri í farvegi.

 5. Fundargerð 7. fundar byggingarnefndar. Málsnúmer: 2005110056.
  Gunnar Lúðvíksson gerði grein fyrir að gerð sparkvallar þeim við Mýrarhúsaskóla er fundargerðin fjallar um hefði verið frestað til næsta sumars.

 6. Skýrslur námsráðgjafa Grunnskóla Seltjarnarness – Mýrarhúsa- og Valhúsaskóla. Málsnúmer: 2006100054.
  Skýrslur námsráðgjafa Grunnskólans lagðar fram til kynningar.

 7. Skýrsla Skólaskjóls vorönn 2006. Málsnúmer: 2006100054.
  Skýrsla forstöðumanns Skólaskjóls lögð fram.

 8. Niðurstöður samræmdra prófa í 10. bekk vorið 2006. Málsnúmer: 2005090018.
  Skólastjóri fór yfir niðurstöður samræmdra prófa í 10. bekk frá síðasta vori. Niðurstöður árgangsins eru að meðaltali mjög góðar. Normaldreifðar einkunnir liggja ekki fyrir og verður málið tekið fyrir að nýju síðar.

 9. Spurningar frá foreldraráði Grunnskóla Seltjarnarness til skólanefndar. Málsnúmer 2006100054.
  Foreldraráð Grunnskóla Seltjarnarness lagði fram eftirfarandi spurningar:
  1. Hvernig gerir skólanefnd ráð fyrir að fylgja eftir skólastefnu Seltjarnarnesbæjar gagnvart grunnskólanum? Hver eru næstu skref?
  2. Hvernig ætlar skólanefnd að vinna að bættu mötuneyti í Valhúsaskóla, hvað varðar matinn og aðstöðuna?
  3. Hefur skólanefnd farið yfir tillögu að deiliskipulagi íþrótta- og skólasvæðis og sett fram athugasemdir? Hefur skólanefnd fundað með skipulagsnefnd?
  4. Skólalóð, hvað verður gert í þeim málum hjá skólanefnd?

 

Fundargerð upplesin og samþykkt.

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 18:00

 

Gunnar Lúðvíksson (sign)

Jón Þórisson (sign)

Þórdís Sigurðardóttir (sign)

Guðrún B. Vilhjálmsdóttir (sign)

Kristján Þorvaldsson (sign)

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?