Fara í efni

Skólanefnd

190. fundur 16. apríl 2007

190. (13) fundur skólanefndar Seltjarnarness haldinn mánudaginn 16. apríl 2007, kl. 17:00 í fundarsal bæjarstjórnar, Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.

Mættir voru: Sigrún Edda Jónsdóttir, Gunnar Lúðvíksson, Þórdís Sigurðardóttir, Jón Þórisson, Kristján Þorvaldsson, Guðbjörg Jónsdóttir leikskólastjóri, Davíð B. Scheving fulltrúi foreldra leikskóla og Hrafnhildur Sigurðardóttir leikskólafulltrúi.

Fundi stýrði Sigrún Edda Jónsdóttir.

Fundargerð ritaði Hrafnhildur Sigurðardóttir.

Þetta gerðist:

1.      Fundargerðir 6.,7., og 8. fundar leikskólastjóra og leikskólafulltrúa. Málsnúmer 2006120051.
Fundargerðir lagðar fram til kynningar.

 

2.      Beiðni um styrk vegna námsferðar til Prag 19.- 23. apríl. Málsnúmer 2007030044.
Skólanefnd samþykkir að veita 10.000 króna styrk til hvers þátttakanda námsferðarinnar og óskar þátttakendum góðrar ferðar.

3.      Greinargerð um leikskólabyggingar og áhrif þeirra á líðan barna og starfsmanna. Málsnúmer. 2007030035.
Leikskólafulltrúi kynnti greinargerðina.

4.      Tillaga að fjölgun skipulagsdaga í leikskólum Seltjarnarness. Málsnúmer 2007040023.
Leikskólafulltrúi kynnti tillögu að fjölgun skipulagsdaga leikskóla úr þremur í fjóra á ári hverju. Skólanefnd fagnar áhuga leikskólakennara á þróun faglegs starfs á leikskólum bæjarins. Nefndir bendir á að nú þegar fari fram öflugt faglegt starf á leikskólunum þar sem þrír skipulagsdagar séu á ári auk 11 fagfunda og 11 starfsmannafunda. Samþykkt að fela leikskólafulltrúa í samráði við leikskólastjóra að skoða mögulega útfærslu á fyrirkomulaginu.

5.      Úttekt á fæði í leikskólum Seltjarnarness. Málsnúmer  2007040024.
Leikskólafulltrúi kynnti vinnu við endurskoðun á fæði í leikskólum bæjarins og hvernig þeirri vinnu verður fram haldið. Bent var á að bæta megi aðstöðu í eldhúsi leikskóla.

6.      Fartölvur til leikskólakennara. Málsnúmer 2007030060.
Bréf frá trúnaðarmanni leikskólakennara á Sólbrekku tekið fyrir. Skólanefnd vill í þessu sambandi benda á að vegna afhendingu tölva til grunnskólakennara haustið 2005 kom skýrt fram að fartölvur væru afhentar grunnskólakennurum þar sem talið var að þær nýttust þeim einkar vel í starfi, svo sem við bekkjarkennslu, skráningu framvindu í Mentor og vegna fyrirlestra. Auk þess komu fartölvurnar í stað tölva í vinnuherbergjum er þurfti að endurnýja.
Skólanefnd samþykkir að forstöðumanni Fræðslu- og menningarsviðs verði falið að fara yfir stöðu tölvumála á leikskólunum.

7.      Fjöldi nýrra barna er innritast í leikskóla  Seltjarnarness skólaárið 2007 – 2008. Málsnúmer 2007040026
Leikskólafulltrúi kynnti fjölda barna sem innritast munu í leikskólana næsta haust. Alls fara 45 nemendur úr leikskólum í grunnskóla í haust.

8.      Málefni dagforeldra. Málsnúmer 2007030012.
Leikskólafulltrúi kynnti fyrir skólanefnd starfsemi dagforeldra á Seltjarnarnesi og hlutverk leikskólafulltrúa í því sambandi. Samþykkt breyting á innritunarreglum fyrir dagforeldra. Samþykkt að veita bráðarbirgðarleyfi til dagforeldris á Seltjarnarnesi með fyrirvara um tilskilin gögn/leyfi.

9.      Umsögn um starfslýsingar. Málnúmer 2006120020.
Skólanefnd gerir ekki athugasemd við starfslýsingar fræðslu- og menningarfulltrúa og leikskólafulltrúa.

 

10.  Önnur mál:

Skóladagatal grunnskóla lagt fram.

Fundargerð upplesin og samþykkt.

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 18:25.

 

Sigrún Edda Jónsdóttir (sign)

Gunnar Lúðvíksson (sign)

Jón Þórisson (sign)

Þórdís Sigurðardóttir (sign)

Kristján Þorvaldsson (sign)



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?