Fara í efni

Skólanefnd

193. fundur 18. júní 2007

193. (16) fundur skólanefndar Seltjarnarness haldinn mánudaginn 18. júní 2007, kl. 17:00 í fundarsal bæjarstjórnar, Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.

Mættir voru: Sigrún Edda Jónsdóttir, Gunnar Lúðvíksson, Áslaug Dóra Eyjólfsdóttir, Jón Þórisson, Kristján Þorvaldsson, Guðbjörg Jónsdóttir leikskólastjóri, Erla Gísladóttir fulltrúi foreldra leikskóla, Hrafnhildur Sigurðardóttir leikskólafulltrúi, Sigfús Grétarsson skólastjóri Grunnskóla, Olga B. Þorleifsdóttir og Þórunn Halldóra Matthíasdóttir fulltrúar kennara, Birna Helgadóttir og Sigurlína M. Magnúsdóttir fulltrúar foreldra og Óskar J. Sandholt, framkvæmdastjóri sviðs.

Fundi stýrði Sigrún Edda Jónsdóttir.

Fundargerð ritaði Óskar J. Sandholt.

Þetta gerðist:

Dagskrá:

 1. Umsókn Sólbrekku um framhald myndlistarnámskeiða. Málsnúmer 2007060037.
  Umsókn um áframhaldandi samstarf við Myndlistarskólann í Reykjavík lögð fram. Skólanefnd samþykkir beiðnina samhljóða fyrir komandi skólaár.

 2. Umsókn Mánabrekku um aukið samstarf við Tónlistarskóla Seltjarnarness. Málsnúmer 2007060038.
  Umsókn um viðbótarkennslu í tónlist fyrir nemendur Mánabrekku lögð fram. Skólanefnd samþykkir beiðnina samhljóða fyrir komandi skólaár.

 3. Framhald SMT verkefnis. Málsnúmer 2006060013.
  Umsókn Sólbrekku um styrk vegna framhalds SMT verkefnis lögð fram. Skólanefnd samþykkir beiðnina samhljóða fyrir komandi skólaár og vísað til fjárhags- og launanefndar.

 4. Umsókn um sérstuðning vegna nemanda á Mánabrekku. Málsnúmer 2007060052.
  Leikskólafulltrúi gerði grein fyrir umsókninni. Samþykkt samhljóða og vísað til fjárhags- og launanefndar.

 5. Umsókn atferlisþjálfun vegna nemanda á Sólbrekku. Málsnúmer 2007060036.
  Leikskólafulltrúi gerði grein fyrir umsókninni. Samþykkt samhljóða og vísað til fjárhags- og launanefndar.

  Guðbjörg Jónsdóttir, Erla Gísladóttir og Hrafnhildur Sigurðardóttir, viku af fundi kl. 17:45 og Sigfús Grétarsson, Olga B. Þorleifsdóttir, Þórunn Halldóra Matthíasdóttir og Kristín Gísladóttir komu á fundinn.

 6. Kynning á nýjum æskulýðslögum. Málsnúmer 2007060011.
  Lagt fram til kynningar.

 7. Skýrsla forstöðumanns Skólaskjóls. Málsnúmer 2007060015.
  Lagt fram til kynningar.

 8. Þróunarsjóður Grunnskólans 2006. Málsnúmer 2006030067.
  Lokaskýrsla Eddu Óskarsdóttur og Steinunnar Sigurþórsdóttur vegna verkefnisins „Umbætur í sérkennslu. Meiri skilvirkni – betri þjónusta“ lögð fram til kynningar.

 9. Þróunarsjóður Grunnskólans 2007. Málsnúmer 2007050016.
  Ein umsókn hefur borist til Þróunarsjóðs Grunnskóla vegna ársins 2007. Umsóknin er ófullgerð og hefur umsækjandi verið beðinn um að lagfæra hana. Úthlutun frestað.

 10. Samræmd próf í 10. bekk 2007. Málsnúmer 2007060012.
  Skólastjóri kynnti niðurstöður samræmdra prófa. Skólanefnd fagnar glæsilegri útkomu sem gefur til kynna að í skólanum fari fram öflugt og markvisst starf.

 11. Móðurskóli í umferðarfræðslu. Málsnúmer 2007060045.
  Skólastjóri kynnti að Grunnskóli Seltjarnarness hafi verið valinn af Umferðarstofu til að vera móðurskóli í umferðarfræðslu í Reykjavík.

 12. Erindi frá Myndlistarskóla Reykjavíkur um gerð þjónustusamnings. Málsnúmer 2007050051.
  Ósk Myndlistarskólans í Reykjavík um gerð þjónustusamning við Seltjarnarnesbæ lögð fram. Skólanefnd mælir ekki með því að gengið verði til samninga við skólann enda sé ekki sérstök ástæða til að gera þjónustusamning við skólann umfram aðrar menntastofnanir á höfuðborgarsvæðinu. Skólanefnd bendir á að frá og með haustinu eigi öll börn 6-18 ára kost á tómstundastyrkjum frá bænum sem nýtast m.a. til íþrótta- og listiðkunar.

 13. Nemendur er ljúka vilja grunnskóla fyrr. Málsnúmer 2007030029.
  Skólastjóri gerði grein hvernig staðið verður að kennslu þeirra nemenda sem fara vilja yngri í framhaldsskóla. Málefni hvers nemanda verður skoðað og skipulagt út frá þörfum og svigrúmi skólans og nemenda.

 14. Eineltismál. Málsnúmer 2007010023.
  Skólastjóri skýrði frá að samþykkt hafi verið einróma á kennarafundi að skólinn tæki í notkun „Uppbyggingarstefnu“ sem forvarnarkerfi ásamt endurskoðaðri eineltisáætlun. Innleiðing kerfisins hefst á næsta skólaári.

 15. Bréf frá kennurum vegna skólaferðalaga. Málsnúmer 2007050045.
  Bréf vegna launagreiðslna í nemendaferðum lagt fram. Samkvæmt upplýsingum frá launadeild Seltjarnarnesbæjar hafa greiðslur vegna nemendaferða verið samkvæmt kjarasamningum KÍ. og LN. Skólanefnd samþykkir að fela formanni skólanefndar og skólastjóra að afgreiða málið.

 16. Bréf frá foreldri vegna próftöflu o.fl. Málsnúmer 2007050036.
  Bréfið lagt fram og rætt. Vísað til skólastjóra með ósk um að málið verði tekið upp vegna skipulagningar næsta skólaárs.

 17. Vantraustsyfirlýsing á skólastjóra. Málsnúmer 2007030045.
  Undirskriftalisti frá kennurum Grunnskóla Seltjarnarness – Valhúsaskóla lagður fram. Skólanefnd telur yfirlýsinguna mjög alvarlega og beinir því til skólastjóra að hann bregðist við yfirlýsingunni á viðeigandi hátt.

 18. Nemendamötuneyti Valhúsaskóla. Málsnúmer 2006100069.
  Skólastjóri og formaður skólanefndar kynntu hugmyndir að ráðstöfunum sem gripið verður til í Grunnskóla Seltjarnarness – Valhúsaskóla til að nemendur eigi kost á heitum máltíðum frá og með næsta hausti og þar til lokið verður við endurgerð nemendamötuneytis í skólanum.

Fundargerð upplesin og samþykkt.

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 18:52.

 

Sigrún Edda Jónsdóttir (sign)

Gunnar Lúðvíksson (sign)

Jón Þórisson (sign)

Áslaug Dóra Eyjólfsdóttir (sign)

Kristján Þorvaldsson (sign)Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?