Fara í efni

Skólanefnd

197. fundur 17. október 2007

197. (20) fundur skólanefndar Seltjarnarness haldinn miðvikudaginn 17. október 2007, kl. 08:00 í fundarsal bæjarstjórnar, Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.

Mættir voru: Sigrún Edda Jónsdóttir, Gunnar Lúðvíksson, Jón Þórisson, Þórdís Sigurðardóttir, Kristján Þorvaldsson, Sigfús Grétarsson skólastjóri Grunnskóla, Fanney Rúnarsdóttir og Þórunn Halldóra Matthíasdóttir fulltrúar kennara, Birna Helgadóttir og Sigurlína M. Magnúsdóttir fulltrúar foreldra og Óskar J. Sandholt, framkvæmdastjóri sviðs. Á fundinn mætti Edda Óskarsdóttir, deildarstjóri sérkennslu, undir liðum 1 og 2.

Fundi stýrði Sigrún Edda Jónsdóttir.

Fundargerð ritaði Óskar J. Sandholt.

Þetta gerðist:

 1. Sérkennsla í Grunnskóla Seltjarnarness. Málsnúmer 2007100018.
  Edda Óskarsdóttir, deildarstjóri sérkennslu í Grunnskóla Seltjarnarness, fór yfir stöðu og breytingar á sérkennslu undanfarið.

 2. Umsókn um fjárframlög til sérhæfðrar lestrarkennslu. Málsnúmer 2007100044.
  Lagt fram bréf með beiðni um fjárframlög vegna sérhæfðrar lestrarkennslu nemanda Grunnskólans. Samkvæmt upplýsingum frá skólanum hafa nemandanum verið tryggð sérúrræði í skólanum í samræmi við fyrirliggjandi greiningargögn. Skólanefnd veitir ekki styrki til sérkennslu einstakra nemenda en skipulag sérkennslu er í höndum stjórnenda Grunnskólans.

 3. Gjaldtaka í grunnskólum. Málsnúmer 2007100001.
  Bréf frá menntamálaráðuneyti lagt fram til kynningar. Skólanefnd leggur áherslu á að vettvangsferðir verði eftir sem áður hluti af skipulagðri starfsemi skólans og námsefni nemenda.

 4. Erindi frá foreldraráði varðandi gjaldtöku í grunnskólum. Málsnúmer 200710001.
  Fulltrúar foreldra lögðu fram bréf frá foreldraráði þar sem því er beint til bæjaryfirvalda að gæta þess að skólanum verði tryggt fé til þess að ekki þurfi að skera vettvangsferðir niður vegna tilmæla menntamálaráðuneytis er fjallað var um í lið 3. Upplýst var að þegar hafi verið gert ráð fyrir auknum kostnaði vegna þessa við gerð fjárhagsáætlunar næsta árs.

 5. Beiðni um leiðréttingu á mismunun 10. bekkjar nemenda. Málsnúmer 2007100017.
  Bréf frá foreldri lagt fram og rætt. Skólanefnd harmar að ekki hafi tekist að leysa málið á vettvangi skólans en telur að um innra mál skólans sé að ræða. Kristján Þorvaldsson lagði fram eftirfarandi tillögu:

Skólanefnd leggur það til að lögfræðingar á vegum bæjarins fari yfir málið í heild sinni og meti hvort að grunnskólalög (2 gr. grunnskólalaga nr. 68/1995) hafi verið brotin. Einnig hvort að grundvöllur sé fyrir því að íbúi/íbúar geti krafist faglegrar stjórnsýsluúttektar á skólanum að undangegnu máli sem þessu. Skólanefnd beinir þeim tilmælum til skólastjóra að málið verði leyst á grundvelli grunnskólans og með þeim hætti að hlutaðeigandi geti hafið vormisseri sáttir við úrlausn mála. Skólanefnd harmar þá stöðu sem komin er upp og þann tíma sem tekið hefur að fá lausn í málið.

Tillagan samþykkt samhljóða og felur nefndin framkvæmdastjóra sviðsins að svara bréfinu með aðstoð lögmanns bæjarins.

 1. Breytingar á skólalóð Grunnskólans. Málsnúmer 2007020007.
  Formaður skólanefndar kynnti framvindu breytinga á skólalóð við Grunnskóla Seltjarnarness – Mýrarhúsaskóla. Seltjarnarnesbær hefur eignast allt húsið að Skólabraut 1 og verður tekið mið af því við skipulag lóðarinnar.

 2. Skólanámskrá. Málsnúmer 2006050086.
  Formaður skólanefndar spurðist fyrir um skólanámskrá er tilbúin átti að vera í september. Skólastjóri upplýsti að hún væri ekki tilbúin. Skólanefnd telur óviðunandi hversu lengi hefur dregist að ljúka námskrárvinnunni og beinir því til skólastjóra að lokið verði við námskrána fyrir lok mánaðarins.

 3. Kjaramál grunnskólakennara. Málsnúmer 2007100020.
  Í tilefni af umræðu um kjaramál grunnskólakennara á mörgum fundum skólanefndar lagði formaður nefndarinnar fram tillögu skólanefndar þess efnis að trúnaðarmenn Grunnskólans kanni hug kennara Grunnskóla Seltjarnarness til bókunar 5 í kjarasamningi KÍ. og LN.. Sé samstaða meðal kennara skólans að fara í útfærslu á bókuninni lýsir skólanefnd sig reiðubúna í samstarf um slíkar útfærslur.

Fundargerð upplesin og samþykkt.

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 09:37.

Sigrún Edda Jónsdóttir (sign) )

Gunnar Lúðvíksson (sign)

Jón Þórisson (sign)

Þórdís Sigurðardóttir (sign)

Kristján Þorvaldsson (sign)

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?