Fara í efni

Skólanefnd

199. fundur 12. desember 2007

199. (22) fundur skólanefndar Seltjarnarness haldinn miðvikudaginn 12. desember 2007, kl. 08:00 í fundarsal bæjarstjórnar, Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.

Mættir voru: Sigrún Edda Jónsdóttir, Þórdís Sigurðardóttir, Jón Þórisson, Áslaug Dóra Eyjólfsdóttir, Kristján Þorvaldsson, Guðbjörg Jónsdóttir leikskólastjóri, Arna Hansen fulltrúi foreldra leikskóla og Hrafnhildur Sigurðardóttir leikskólafulltrúi.

Fundi stýrði Sigrún Edda Jónsdóttir.

Fundargerð ritaði Hrafnhildur Sigurðardóttir.

Þetta gerðist:

  1. Fundargerðir leikskólastjórafunda. Málsnúmer 2007090050.
    Fundargerðir 2., 3. og 4. funda skólaársins 2007-2008 lagðar fram og ræddar.

  2. Greinargerð samráðsnefndar leikskóla um niðurstöður málþings um stöðu leikskólans í samfélaginu. Málsnúmer 2007100082.
    Leikskólafulltrúi lagði greinargerðina fram til kynningar.

  3. Opnunartími leikskóla sumarið 2008. Málsnúmer 2007070020.
    Tillaga leikskólafulltrúa lögð fram þar sem lagt er til að sumarfrí leikskólanna skarist einungis vikuna 14. – 19. júlí. Samþykkt samhljóða.

  4. Jafnréttisáætlun leikskóla Seltjarnarness. Málsnúmer 2007120001.
    Leikskólafulltrúi lagði jafnréttisáætlun leikskólanna fram til kynningar. Sérstök ánægja með skýra framsetningu.

  5. Tillaga um fjölgun skipulagsdaga í leikskólum Seltjarnarness. Málsnúmer 2007040023.
    Tillaga leikskólastjórnenda og leikskólafulltrúa lögð fram en í henni er gert ráð fyrir að skipulagsdagar verði fjórir á ári hverju og þeir verði samræmdir skipulagsdögum grunnskólans. Í staðinn fækki fagfundum um fimm á ári og starfsmannafundum um tvo á ári. Tillagan samþykkt.

  6. Umsókn um sérstuðning vegna barna í Mánabrekku. Málsnúmer 2007060052.
    Lagðar fram umsóknir um sérstuðning vegna tveggja barna í Mánabrekku. Leikskólafulltrúi gerði grein fyrir umsóknunum. Samþykkt samhljóða og vísað til fjárhags- og launanefndar.

  7. Umsókn um tímabundna aukningu á stöðugildi sérkennslu í Sólbrekku. Málsnúmer 2007060036.
    Lögð fram umsókn um tímabundna aukningu í stöðu í málörvun í Sólbrekku vegna sérkennslu. Leikskólafulltrúi gerði grein fyrir umsókninni. Samþykkt samhljóða og vísað til fjárhags- og launanefndar.

  8. Tillaga um úttekt á framtíðarhúsnæðisþörf og möguleikum í grunn- og leikskólum. Málsnúmer 2007080016.
    Lögð fram tillaga formanns skólanefndar um faglega úttekt á húsnæðisþörf leik- og grunnskóla á Seltjarnarnesi. Samþykkt samhljóða. Lögð fram bókun fulltrúa Neslista: „Fulltrúi Neslista í skólanefnd fagnar tillögu formanns um faglega úttekt á framtíðarhúsnæðisþörf og möguleikum í grunn- og leikskólum. Athygli vekur í rökstuðningi tillögunnar að meirihlutinn hefur loks gert sér grein fyrir umtalsverðri fækkun barna á leik- og grunnskólaaldri, undanfarin ár, og þar með barnafjölskyldum á Seltjarnarnesi.“

  9. Samkomulag/starfsreglur Seltjarnarnesbæjar við dagforeldra á Seltjarnarnesi. Málsnúmer 2007120002.
    Leikskólafulltrúi lagði fram og kynnti tillögu að samkomulagi og starfsreglum fyrir dagforeldra á Seltjarnarnesi. Samþykkt samhljóða.

  10. Tillaga að breytingum á skipulagi skólamötuneyta. Málsnrúmer 200611054.
    Formaður skólanefndar kynnti tillögu nefndarinnar um skipulagsbreytingu á rekstrarformi skólamötuneyta en lagt er til að rekstur þeirra verði sameinaður undir eina stjórn og að gætt verði í hvívetna að farið verði að stefnu manneldisráðs. Samþykkt samhljóða.

  11. Tölvumál leikskóla. Málsnúmer 2007030060.
    Lögð fram tillaga framkvæmdastjóra fræðslu- og menningarsviðs um útfærslu tölvumála á leikskólum. Lagt er til að keypt verði fartölva á hverja deild leikskólanna og að skólastjórnendur fái fartölvur til afnota. Samþykkt samhljóða.

 

Fundargerð upplesin og samþykkt.

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 09:10.

 

Sigrún Edda Jónsdóttir (sign)

Þórdís Sigurðardóttir (sign)

Jón Þórisson (sign)

Áslaug Dóra Eyjólfsdóttir (sign)

Kristján Þorvaldsson (sign)



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?