Fara í efni

Skólanefnd

200. fundur 23. janúar 2008

200. (23) fundur skólanefndar Seltjarnarness haldinn miðvikudaginn 23. janúar 2008, kl. 08:00 í fundarsal bæjarstjórnar, Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.

Mættir voru: Sigrún Edda Jónsdóttir, Þórdís Sigurðardóttir, Guðrún B. Vilhjálmsdóttir, Áslaug Dóra Eyjólfsdóttir, Kristján Þorvaldsson, Sigfús Grétarsson skólastjóri Grunnskóla, Fanney Rúnarsdóttir og Þórunn Halldóra Matthíasdóttir fulltrúar kennara og Davíð B. Gíslason fulltrúi foreldra og Óskar J. Sandholt, framkvæmdastjóri sviðs.

Fundi stýrði Sigrún Edda Jónsdóttir.

Fundargerð ritaði Óskar J. Sandholt.

Þetta gerðist:

  1. Starfs- og fjárhagsáætlun fræðslu-, menningar- og þróunarsviðs. Málsnúmer 2007090086.
    ÓJS, framkvæmdastjóri sviðs, lagði áætlunina fram og kynnti í stuttu máli.

  2. Reglugerð um námsgagnasjóð. Málsnúmer 2007120057.
    Lagt fram til kynningar.

  3. Samningur mmr um sýningarrétt á kvikmyndum Friðriks Þórs Friðrikssonar. Málsnúmer 200711042.
    Lagt fram til kynningar.

  4. Ný menntastefna mmr. Málsnúmer 2007120043.
    Lagt fram til kynningar.

  5. Tilmæli mmr vegna fermingarfræðsluferða. Málsnúmer 2007110045.
    Bréf frá menntamálaráðherra lagt fram. Skólanefnd beinir því til skólastjóra að hann taki tillit til tilmæla ráðuneytis.

  6. Niðurstöður úttektar mmr á sjálfsmatsaðferðum grunnskóla vorið 2007. Málsnúmer 2007110049.
    Niðurstöður úttektar mmr vorið 2007 á sjálfsmatsaðferðum í Grunnskóla Seltjarnarness kynntar. Niðurstöður eru mjög jákvæðar og eina athugasemdin lýtur að því að bæta megi kynningu ásamt því að setja skýrari viðmið um bættan árangur í einstökum þáttum. SG, skólastjóri, kynnti hvernig skólinn myndi bregðast við framkomnum athugasemdum og telur skólanefnd þau svör fullnægjandi.

  7. Drög að reglum um rekstrarlega ábyrgð skóla. Málsnúmer 200711029.
    Drög að reglum lögð fram til kynningar. Framkvæmdastjóra sviðs falið að vinna reglurnar áfram í samvinnu við viðkomandi aðila.

  8. Skólalóð Grunnskóla. Málsnúmer 2007020007.
    SEJ, formaður skólanefndar, kynnti framgang og stöðu verksins. KÞ, fulltrúi minnihluta, lagði fram eftirfarandi bókun: „Fulltrúi Neslista í skólanefnd fagnar umræðu um skólalóð grunnskóla. Mikilvægt er að bílaumferð og aðkoma að skólunum verði bætt með öryggi nemenda að leiðarljósi. Einnig er mikilvægt að skólalóðir og aðstaða þeirra verði bætt meðal annars með daglega hreyfingu og útiveru nemenda í huga.“

  9. Önnur mál:

 

  • ÞHM, fulltrúi kennara, kynnti að stóra upplestrarkeppnin verði haldin á Seltjarnarnesi þann 2. apríl.
  • Dagsetningar skólanefndafunda árið 2008 lagðar fram
    23. janúar, 20. febrúar, 12. mars, 16. apríl, 21. maí, 18. júní, 27. ágúst, 17. september, 15. október, 19. nóvember og 10. desember.
  • SG, skólastjóri, upplýsti að hann hefði fengið úthlutað námsleyfi skólaárið 2008-2009 sem hann hygðist nýta.

Fundargerð upplesin og samþykkt.

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 09:40.

Sigrún Edda Jónsdóttir (sign)

Þórdís Sigurðardóttir (sign)

Áslaug Dóra Eyjólfsdóttir (sign)

Guðrún B. Vilhjálmsdóttir (sign)

Kristján Þorvaldsson (sign)

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?