Fara í efni

Skólanefnd

20. febrúar 2008

202. (25) fundur skólanefndar Seltjarnarness haldinn miðvikudaginn 20. febrúar 2008, kl. 08:00 í fundarsal bæjarstjórnar, Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.

Mættir voru: Sigrún Edda Jonsdóttir, Þórdís Sigurðardóttir, Jón Þórisson, Guðrún B. Vilhjálmsdóttir, Kristján Þorvaldsson. Sigfús Grétarsson skólastjóri Grunnskóla, Fanney Rúnarsdóttir og Þórunn Halldóra Matthíasdóttir fulltrúar kennara, Kristín Gísladóttir og Sigurlína M. Magnúsdóttir fulltrúar foreldra og Óskar J. Sandholt, framkvæmdastjóri sviðs.

Fundi stýrði Sigrún Edda Jónsdóttir.

Fundargerð ritaði Óskar J. Sandholt.

Þetta gerðist:

 

 1. Samræmd próf skólaárið 2008/2009. Málsnúmer 2008010052.
  Bréf frá menntamálaráðuneyti um dagsetningar samræmdra prófa í 4. og 7. bekk haustið 2008 lagt fram til kynningar.

 2. Innritun vegna skólaárs 2008/2009. Málsnúmer 2008020050.
  Innritun í Grunnskólann verður líkt og í fyrra samræmd við dagsetningar í Reykjavík og fer fram 25.-29. febrúar. Útlit er fyrir að nemendum Grunnskólans fækki um 15 milli ára miðað við tölur Hagstofu frá 1. desember 2007. Miðað við þær tölur munu 46 nemendur innritast í 1. bekk 2008/2009.

 3. Umsögn foreldraráðs um skólanámskrá. Málsnúmer 2007050007.
  SMM, fulltrúi foreldra, lagði fram og kynnti umsögn foreldraráðs um skólanámskrá Grunnskólans og umsagnarferlið. Skólanefnd fagnar vandaðri umsögn ráðsins og beinir því til skólastjóra að tekið verði tillit til athugasemda í umsögninni.

 4. Reglur um rekstrarlega ábyrgð skólastjórnenda. Málsnúmer 2007110029.
  ÓJS, framkvæmdastjóri sviðs, kynnti endanlega útgáfu regla um rekstrarlega ábyrgð skólastjórnenda. Markmið þeirra er að auka fjárhagslegt sjálfstæði Grunnskólans. Samþykkt samhljóða og vísað til staðfestingar bæjarstjórnar.

 5. Styrkbeiðni vegna útgáfu bókar fyrir foreldra. Málsnúmer 2008020010.
  Samþykkt að styrkja verkefnið um kr. 30.000.

 6. Styrkur vegna Stóru upplestrarkeppninnar. Málsnúmer 2008020057.
  Rætt um Stóru upplestrarkeppnina er verður haldin í félagsheimili Seltjarnarness þann 2. apríl. ÞHM, fulltrúi kennara, sem er tengiliður Seltjarnarness við stjórn keppninnar hefur óskað eftir styrk til að standa straum af veitingum á keppnisdag. Skólanefnd samþykkir samhljóða að standa straum af kostnaði við veitingar.

 

Fundargerð upplesin og samþykkt.

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 08:25.

 

Sigrún Edda Jónsdóttir (sign)

Þórdís Sigurðardóttir (sign)

Jón Þórisson (sign)

Guðrún B. Vilhjálmsdóttir (sign)

Kristján Þorvaldsson (sign)Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?