Fara í efni

Skólanefnd

16. apríl 2008

204. (27) fundur skólanefndar Seltjarnarness haldinn miðvikudaginn 16. apríl 2008, kl. 08:00 í fundarsal bæjarstjórnar, Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.

Mættir voru: Sigrún Edda Jónsdóttir, Þórdís Sigurðardóttir, Jón Þórisson, Guðrún B. Vilhjálmsdóttir, Kristjáns Þorvaldsdóttir, Gylfi Gunnarsson, skólastjóri tónlistarskóla, Sigfús Grétarsson skólastjóri Grunnskóla, Fanney Rúnarsdóttir og Þórunn Halldóra Matthíasdóttir fulltrúar kennara, Davíð B. Gíslason og Sigurlína M. Magnúsdóttir fulltrúar foreldra, Hrafnhildur Sigurðardóttir, leikskólafulltrúi og Óskar J. Sandholt, framkvæmdastjóri sviðs.

Fundi stýrði Sigrún Edda Jónsdóttir.

Fundargerð ritaði Óskar J. Sandholt.

Þetta gerðist:

 1. Málefni Tónlistarskólans. Málsnúmer 2007050024.
  GG fór yfir starfsemi Tónlistarskólans, það sem framundan er og framvindu framkvæmda við hann. Lögð fram tillaga að gjaldskrá næsta vetrar. Samþykkt samhljóða.

  Gylfi Gunnarsson vék af fundi kl. 08:25 og Sigfús Grétarsson, Fanney Rúnarsdóttir og Þórunn Halldóra Matthíasdóttir komu á fund.
 2. Lögverndun starfsheita og réttindi kennara og skólastjórnenda. Málsnúmer 2008040005.
  Lagt fram bréf frá menntamálaráðuneyti þar sem minnt er á reglur um lögverndun á starfsheiti og starfsréttindum grunnskólakennara, framhaldsskólakennara og skjólastjóra. Skólastjóri upplýsti að leiðbeinendur sinntu innan við 2% af kennslumagni skólans. Vísað til skólastjóra að beita sér fyrir því að fagmenntaðir kennarar manni allar stöður skólans.

 3. Umsókn um námsstyrk. Málsnúmer 2008040011.
  Lögð fram umsókn ÓJS um stuðning vegna endurmenntunar. Beiðnin samþykkt samhljóða.

Óskar J. Sandholt vék af fundi við afgreiðslu 3. liðar fundargerðar.

 1. Aukasundtímar vegna framkvæmda við sundlaug. Málsnúmer 2008030064.
  Lögð fram umsókn um tímabundna aukningu sundtíma skólaárið 2008/2009 til að vinna upp kennslutap sem varð vegna framkvæmda við Sundlaug Seltjarnarness skólaárið 2005/2006. Samþykkt samhljóða.

 2. Úthlutunarlíkan 2008/2009. Málsnúmer 2008030045.
  Úthlutunarlíkan skólaársins 2008/2009 lagt fram til staðfestingar. Helstu breytingar milli ára eru að búist er við að nemendum fækki úr 638 í 620 og bekkjardeildum úr 34 í 32. Heildarfjöldi kennslustunda án sérkennslu fer úr 1.332 í 1.295 en sérkennslustundum fjölgar úr 297 í 347. Úthlutunarlíkan samþykkt samhljóða.

 3. Skóladagatal 2008/2009. Málsnúmer 2008040001.
  Skóladagatal skólaársins 2008/2009 lagt fram. Samþykkt samhljóða.

 4. Tryggingamál nemenda og kennara – erindi frá foreldraráði. Málsnúmer 2007050007.
  Lagt fram erindi frá foreldraráði Grunnskóla Seltjarnarness þar sem óskað er eftir að gerð verði úttekt á tryggingamálum skólans í þeim tilgangi að upplýsa starfsfólk og foreldra um réttarstöðu þeirra í tryggingarmálum. Samþykkt að fela framkvæmdastjóra sviðs að láta gera slíka úttekt.

 5. Reglur um fjárhagslega ábyrgð skólastjórnenda. Málsnúmer 2007110029.
  Lögð fram tillaga að breytingu á 5. og 9. greina áður samþykktra reglna um fjárhagslegt sjálfstæði Grunnskóla Seltjarnarness. Samþykkt samhljóða.

Davíð B. Gíslason, Sigurlína M. Magnúsdóttir, Sigfús Grétarsson, Fanney Rúnarsdóttir og Þórunn Halldóra Matthíasdóttir viku af fundi kl. 09:35 og Hrafnhildur Sigurðardóttir kom á fund.

 1. Bréf frá félagsmálaráði vegna forgangsleikólapláss. Málsnúmer 2008040003.
  Lagt fram bréf frá félagsmálaráði vegna forgangsleikskólapláss ásamt svari leikskólafulltrúa þar sem fram kemur að málið er leyst. Einnig lögð fram ósk um sérstuðning á leikskólanum Mánabrekku í tengslum við sama mál. Skólanefnd samþykkir að viðkomandi fá þann stuðning sem farið er fram á með fyrirvara um afgreiðslu fjárhags- og launanefndar.

 2. Umsókn um aðstöðu fyrir einkarekinn leikskóla. Málsnúmer 2008040063.
  Lögð fram umsókn Sigrúnar Eiríksdóttur um afnot af Lerkilundi við Vallarbraut undir starfssemi einkarekins leikskóla. Skólanefnd telur umsóknina þannig gerða að ekki sé hægt að taka afstöðu til erindisins eins og það er og óskar eftir ítarlegri upplýsingum um verkefnið.

Fundargerð upplesin og samþykkt.

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 09:59.

 

Sigrún Edda Jónsdóttir (sign)

Jón Þórisson (sign)

Þórdís Sigurðardóttir (sign)

Guðrún B. Vilhjálmsdóttir (sign)

Kristján Þorvaldsson (sign)Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?