Fara í efni

Skólanefnd

208. fundur 28. maí 2008

208. (31) fundur skólanefndar Seltjarnarness haldinn miðvikudaginn 28. maí 2008, kl. 08:00 í fundarsal bæjarstjórnar, Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.

Mættir voru: Sigrún Edda Jónsdóttir, Gunnar Lúðvíksson, Áslaug Dóra Eyjólfsdóttir, Erlendur Magnússon, Kristján Þorvaldsson, Gylfi Gunnarsson, skólastjóri Tónlistarskólans, Guðbjörg Jónsdóttir leikskólastjóri, Arna Hansen fulltrúi foreldra leikskóla, Hrafnhildur Sigurðardóttir leikskólafulltrúi og Óskar J. Sandholt framkvæmdastjóri sviðs.

Fundi stýrði Sigrún Edda Jónsdóttir.

Fundargerð ritaði Óskar J. Sandholt

Þetta gerðist:

 1. Tilnefning í Fagráð tónlistarskóla. Málsnúmer 2008050043.
  Tekin fyrir beiðni Félags tónlistarskólakennara um tilnefningu í Fagráð tónlistarskóla. Samþykkt samhljóða að tilnefna Þórdísi Sigurðardóttur fyrir hönd bæjarins.

  Gylfi Gunnarsson vék af fundi kl. 08:05 og Guðbjörg Jónsdóttir, Arna Hansen og Hrafnhildur Sigurðardóttir komu á fund.

 2. Fundargerðir leikskólastjórafunda. Málsnúmer 2007090050.
  Fundargerðir 9. og 10. funda skólaársins 2007-2008 lagðar fram og ræddar.

 3. Endur- og símenntun starfsmanna leikskóla 2008/2009. Málsnúmer 2007090054.
  Leikskólafulltrúi lagði fram yfirlit yfir endur- og símenntunardagskrá samstarfshóps Seltjarnarness, Kópavogs, Garðabæjar og Mosfellsbæjar.

 4. Styrkur til dagforeldra vegna fjölburakerra. Málsnúmer 2008050035.
  Lagt fram minnisblað leikskólafulltrúa um mögulegan styrk til dagforeldra til kaupa á fjölburakerrum í því skyni að efla samstarf þeirra við leikskóla. Skólanefnd samþykkir samhljóða að dagforeldrar geti sótt um allt að 50.000 króna styrk til bæjarfélagsins vegna fjölburakerrukaupa.

 5. Rýmisnotkun á leikskólum Seltjarnarness. Málsnúmer 2007110067.
  Lagt fram bréf frá skólastjórum leikskóla Seltjarnarness með tillögu um að gert verði ráð fyrir 7m2 rými á barn í leikskólum í stað 6,5m2 brúttó fyrir hvert barn samtímis í leikskóla. Skólanefnd bendir á að verið er að vinna greinargerð um framtíðarþörf á skólahúsnæði í bæjarfélaginu þar sem meðal annars er lagt mat á rýmisnotkun húsnæðis. Tillagan verður metin í tengslum við þá vinnu.

 6. Beiðni um sérstuðning fyrir barn. Málsnúmer 2008050055.
  Lögð fram umsókn um sérstuðning fyrir barn á Mánabrekku. Leikskólafulltrúi gerði grein fyrir umsókninni. Samþykkt samhljóða og vísað til fjárhags- og launanefndar.

Fundargerð upplesin og samþykkt.

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 08:35.

Sigrún Edda Jónsdóttir (sign)

Gunnar Lúðvíksson (sign)

Áslaug Dóra Eyjólfsdóttir (sign)

Erlendur Magnússon (sign)

Kristján Þorvaldsson (sign)Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?