Fara í efni

Skólanefnd

03. mars 2009

 

217. (40) fundur skólanefndar Seltjarnarness haldinn miðvikudaginn 18. febrúar 2009, kl. 08:00 í fundarsal bæjarstjórnar, Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.

Mættir voru: Sigrún Edda Jónsdóttir, Gunnar Lúðvíksson, Jón Þórisson, Aslaug Dóra Eyjólfsdóttir, Kristján Þorvaldsson, Gylfi Gunnarsson skólastjóri Tónlistarskóla, Soffía Guðmundsdóttir skólastjóri Sólbrekku, Bryndís Loftsdóttir fulltrúi foreldra, Hrafnhildur Sigurðardóttir leikskólafulltrúi og Óskar J. Sandholt framkvæmdastjóri sviðs.

Fundi stýrði Sigrún Edda Jónsdóttir.

Fundargerð ritaði Óskar J. Sandholt.

Þetta gerðist:

 1. Málefni Tónlistarskóla. Málsnúmer 2008090044.
  Gjaldskrá Tónlistarskólans verður óbreytt á næsta skólaári.

  Gylfi Gunnarsson vék af fundi kl. 08:30 og Soffía Guðmundsdóttir, Bryndís Loftsdóttir og Hrafnhildur Sigurðardóttir komu á fund.
 2. Fundargerðir leikskólastjórafunda (2., 3., 4. og 5. fundur) á skólaárinu 2008-2009.  Málsnúmer 2008090037.
  Fundargerðir 2., 3., 4. og 5. funda skólaársins 2008-2009 lagðar fram.
 3. Samstarf leik- og grunnskóla. Málsnúmer 2009010079.
  Uppkast að samstarfssamkomulagi kynnt og lagt fram. Skólanefnd lýsir ánægju sinni með samkomulagið.
 4. Erindi aðstoðarleikskólastjóra Mánabrekku vegna fjölda plássa á leikskólanum. Málsnúmer 2009020004.
  Bréfið rætt og lagt fram. Skólanefnd samþykkir að taka málið upp í tengslum við húsnæðismál leikskóla bæjarins. Skólanefnd beinir því til tækni- og umhverfissviðs að skoðað verði hvort hægt sé að hagræða innan skólanna til að koma til móts við nýjar þarfir. Einnig er framkvæmdastjóra sviðs falið að fara yfir fjölda leikskólaplássa á hvorum leikskóla fyrir sig.
 5. Bréf frá trúnaðarmönnum leikskólakennara í Mánabrekku og Sólbrekku vegna hádegisstunda. Málsnúmer 2009020004.
  Bréfið rætt og lagt fram. Skólanefnd vísar til samþykktar fjárhags- og launanefndar, dags. 12. febrúar 2009.

  Jón Þórisson vék af fundi kl. 08:50.
 6. Sumaropnun leikskóla 2009. Málsnúmer 2009020037.
  Samþykkt að hafa sumaropnunartíma leikskóla með sama hætti og árið 2008.
 7. Starfssemi gæsluvallar 2009. Málsnúmer 2009020038.
  Samþykkt að hafa starfsemi gæsluvallar óbreytta frá fyrra ári.

 

Fundargerð upplesin og samþykkt.

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 09:10.

 

Sigrún Edda Jónsdóttir (sign)

Gunnar Lúðvíksson (sign)

Jón Þórisson (sign)

Áslaug Dóra Eyjólfsdóttir (sign)

Kristján Þorvaldsson (sign)

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?