Fara í efni

Skólanefnd

18. mars 2009

219. (42) fundur skólanefndar Seltjarnarness haldinn miðvikudaginn 18. mars 2009, kl. 08:00 í fundarsal bæjarstjórnar, Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.

Mættir voru: Sigrún Edda Jónsdóttir, Gunnar Lúðvíksson, Jón Þórisson, Þórdís Sigurðardóttir, Kristján Þorvaldsson, Guðlaug Sturlaugsdóttir skólastjóri Grunnskóla, Þórunn Halldóra Matthíasdóttir fulltrúi kennara, Davíð B. Gíslason fulltrúi foreldra og Óskar J. Sandholt framkvæmdastjóri sviðs.

Fundi stýrði Sigrún Edda Jónsdóttir.

Fundargerð ritaði Óskar J. Sandholt.

Þetta gerðist:

  1. Skólahald í óveðri – samræmd viðbrögð. Málsnúmer 2009020045.Gögn frá SSH lögð fram til kynningar.
  2. Ársskýrsla sálfræðings vegna skólaársins 2007-2008. Málsnúmer 2008080026.Skólanefnd ítrekar tilmæli sín frá 195. fundi um að skipulag sálfræðiþjónustu við skóla verði endurskoðað. Skólastjóra og framkvæmdastjóra sviðs falið að skoða málið með það fyrir augum að nýtt skipulag taki gildi frá og með næsta hausti.
  3. Starfshópur um stoðþjónustu vegna breytinga í samfélaginu. 2009030019.Lagt fram til kynningar.
  4. Úthlutunarlíkan skólaársins 2009/2010. Málsnúmer 2009010032.Áætlunarlíkan er fengið hefur staðfestingu fjárhags- og launanefndar lagt fram. 7. bekkur mun flytjast yfir í Valhúsaskóla á næsta skólaári líkt og áður.
  5. Samræmd próf skólaárið 2008-2009. Málsnúmer 2009030082.Niðurstöður könnunarprófa síðasta hausts lagðar fram til kynningar. Skólanefnd óskar eftir að fá yfirlit þar sem sjá má framþróun bekkja milli samræmdra prófa og samanburð við landið.
  6. Starfsmannamál í Grunnskóla. Málsnúmer 2009030024.Vegna umræðu um breytingar á starfsmannahaldi í Grunnskóla Seltjarnarness samþykkir skólanefnd samhljóða eftirfarandi: Skólanefnd ber fullt traust til skólastjóra og annarra stjórnenda fræðslumála á Seltjarnarnesi og lýsir yfir stuðningi sínum við störf þeirra.

 

Fundargerð upplesin og samþykkt.

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 09:10.

 

Sigrún Edda Jónsdóttir (sign)

Gunnar Lúðvíksson (sign)

Jón Þórisson (sign)

Þórdís Sigurðardóttir (sign)

Kristján Þorvaldsson (sign)

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?