Fara í efni

Skólanefnd

20. maí 2009

221. (44) fundur skólanefndar Seltjarnarness haldinn miðvikudaginn 20. maí 2009, kl. 08:00 í fundarsal bæjarstjórnar, Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.

Mættir voru: Sigrún Edda Jónsdóttir, Gunnar Lúðvíksson, Jón Þórisson, Þórdís Sigurðardóttir, Kristján Þorvaldsson, Guðlaug Sturlaugsdóttir, skólastjóri Grunnskóla, Þórunn Halldóra Matthíasdóttir, fulltrúi kennara Grunnskóla, Davíð B. Gíslason, fulltrúi foreldra Grunnskóla, Soffía Guðmundsdóttir skólastjóri Sólbrekku, Bryndís Loftsdóttir fulltrúi foreldra leikskóla og Óskar J. Sandholt framkvæmdastjóri sviðs.

Fundi stýrði Sigrún Edda Jónsdóttir.

Fundargerð ritaði Óskar J. Sandholt.

Þetta gerðist:

Dagskrá:

Guðlaug Sturlaugsdóttir, Þórunn Halldóra Matthíasdóttir og Davíð B. Gíslason sátu fundinn undir liðum 1-6.

 1. Styrktarumsókn Blátt áfram. Málsnúmer 2009050001. Umsókninni vísað til skólastjóra Grunnskóla Seltjarnarness enda fellur beiðnin undir endurmenntun kennara.
 2. Upplýsingar um ástand skólahúsnæðis. Málsnúmer 2009050050.
  Lögð fram ályktun skólanefndar um meginhlutverk nefndarinn skv. lögum um grunnskóla er gildi tóku 1. júlí 2008. Skólanefnd samþykkir samhljóða eftirfarandi tilmæli: „Skv. lögum um grunnskóla er eitt af meginhlutverkum nefndarinnar að hafa eftirlit með skólahúsnæði og leiksvæðum. Í ljósi þess fer nefndin fram á að fá reglulega umsögn, eða a.m.k. þrisvar á ári, um húsnæðismál skólanna."
 3. Styrkumsókn frá foreldrafélagi Grunnskóla vegna lokahófs 10. bekkjar. Málsnúmer 2009050041. Samþykkt að styrkja verkefnið að hluta.
 4. Framhald þróunarverkefnis í lífsleikni í Grunnskóla. Málsnúmer 2009050056. Skólanefnd samþykkir að veita Grunnskólanum umbeðinn styrk.

  Soffía Guðmundsdóttir og Bryndís Loftsdóttir komu á fund kl. 08:25 og sátu hann undir liðum 5-7.
 5. Samantekt vegna fjölskyldudaga á Seltjarnarnesi. Málsnúmer 2009030088. Lögð fram greinargerð um fjölskyldudaga og Gróttudag er fræðslu- og menningarsvið stóð fyrir í apríl.
 6. Skóladagatal 2009/2010. Málsnúmer 2009040021. Skóladagatal lagt fram til staðfestingar skólanefndar. Samþykkt samhljóða.

  Guðlaug Sturlaugsdóttir, Þórunn Halldóra Matthíasdóttir og Davíð B. Gíslason viku af fundi kl. 08:40.
 7. Fundargerðir leikskólastjórafunda (6., 7., 8. og 9. fundur) á skólaárinu 2008-2009. Málsnúmer 2008090037. Fundargerðir 6., 7., 8. og 9. funda skólaársins 2008-2009 lagðar fram.
 8. Tillaga um inntökualdur og dvalartíma leikskólabarna. Málsnúmer 2009020004. Lögð fram tillaga SEJ, formanns skólanefndar, um inntökualdur og hámarks dvalartíma yngri barna en 24 mánaða. Eftir umræður lagði formaður fram breytingartillögu þar sem kveðið er á um inntökualdur sem skólanefnd samþykkti samhljóða. Skólanefnd felur fræðslu- og menningarsviði að útfæra nýjar inntökureglur og óskar eftir að tekið verði saman greinargerð um æskilegan dvalartíma barna.
 9. Beiðni um styrk vegna leiksýningar. Málsnúmer 2009040030. Umbeðinn styrkur samþykktur.

Fundargerð upplesin og samþykkt.

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 09:35.

Sigrún Edda Jónsdóttir (sign)

Gunnar Lúðvíksson (sign)

Jón Þórisson (sign)

Þórdís Sigurðardóttir (sign)

Kristján Þorvaldsson (sign)

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?